Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 15
Morgunblaðið |15 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is F atahönnuðurinn Ás- grímur Már Frið- riksson hefur komið víða við. Hann starfaði um tíma sem aðstoð- artískustjórnandi hjá Cover tíma- ritinu í Danmörku og sá um fata- skápinn hjá dívunni Silvíu Nótt. Einnig hefur hann kennt teiknun í Listaháskólanum og teiknað í tímarit, svo og á plötuumslög. Þriðja fatalína Ásgríms frá E-label er nú komin í nýja verslun á Laugavegi. Praktískt og þægilegt „Ég held að tískan í haust eigi eftir að verða svolítið öðruvísi þar sem fólk á eftir að kaupa skyn- samlegri og praktískari fatnað og eitthvað sem á eftir að endast. Í fataskápnum er gott að eiga föt í látlausum litum sem passa við flest sem þú átt og hafa að leiðarljósi að fötin séu þægileg og úr efnum sem endast vel. Tískan er dálítið kven- leg núna en er um leið aðeins farin að færast út í harðari form sem er skemmtilegt. Hönnuðir leika sér með hlutföllin og nota herðapúða og aðsnið til að fá smá skúlptúr í líkamann,“ segir Ásgrímur. Hausttískan hentar öllum Í haustlínu E-label segir Ás- grímur að hann hafi haldið áfram að þróa þá heildarhugmynd að föt- in væru þægileg og notadrjúg. Þau eru saumuð úr viskós, hettupeysu- efni og bómul sem eru efni sem endast vel og hönnuð á konur á öll- um aldri í mismunandi stærðum til að gera þau aðgengileg fyrir alla. „Í haustlínunni eru jakkar, kjólar og leggings og ég hanna fötin með það í huga að hægt sé að nota þau að degi til í vinnunni og fara síðan beint í boð en vera fín einfaldlega með því að skipta yfir í háhælaða skó. Það er mjög gaman að hanna á íslenskar konur og þó þær séu mikið í svörtu þá er það bara eðli- legt. Hér er kuldi og myrkur á vet- urna og hentar ekki umhverfi okk- ar að vera klædd í skrautleg hitabeltisföt á þeim tíma,“ segir Ásgrímur. Kjóll og kampavínsglas Verslun E-label er skemmtileg nýjung í verslunarflóruna en Sóley frá Emm school of make up er þar með förðunaraðstöðu og verslun. Þar er hægt að fá ýmiss konar til- boð eins og til dæmis kjól, förðun og kampavínsglas eða portrett- mynd. Hugmyndina að slíkri versl- un segir Ásgrímur hafa orðið til upp úr samstarfi sínu, Sóleyjar og Ástu Kristjánsdóttur. Hitabeltisföt henta ekki á veturna Morgunblaðið/Frikki Látlaust Ásgrímur segir eðlilegt að íslenskar konur séu mikið í svörtu enda henti það umhverfi okkar. Glæsileg gleraugnaverslun í alfaraleið Sjónmælingar @Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.