Morgunblaðið - 22.10.2008, Side 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
MIKILVÆGT er nú
þegar leitað er lausna á
þeim vanda sem þjóðin
stendur frammi fyrir
að reynt sé að sjá fyrir
áhrifin á heimilin í
landinu.
Verðbólgan sem við
búum við er geng-
isdrifin, hún kemur til
vegna vantrúar um-
heimsins á íslensku
krónunni, sem lýsir sér í því að í dag
kosta innfluttar vörur fleiri krónur
en áður. Líklegt er að áhrif hruns
krónunnar á verðbólgu hafi ekki að
fullu komið fram og ástandið eigi
enn eftir að versna. Með hærri verð-
bólgu rýrnar kaupmáttur launa-
fólks. Búast má við því að reynt
verði að sporna við launahækkunum
í kjölfarið til að reyna að stemma
stigu við verðbólgunni.
Jafnframt liggur fyrir að ríkið
þarf að taka á sig töluverðar skuld-
bindingar í kjölfar hruns bankakerf-
isins, afskriftir verða miklar og ófyr-
irséð hver skuldsetning þjóðarinnar
verður þegar upp verður staðið.
Það er því ljóst að almenningur á
Íslandi mun bæði taka á sig kjara-
rýrnun og aukna skattbyrði og/eða
lakari samfélagsþjónustu. Þetta
verður eflaust þungur róður en varla
umflúinn úr því sem komið er. Þetta
kemur til viðbótar því að margir
hafa misst vinnuna eða tekið á sig
launalækkun.
Íslenska álagið
Munurinn á því hvernig þetta
kemur við venjulegt varfærið fólk á
Íslandi og því, hvernig sömu atburð-
ir kæmu við fólk í öðrum löndum, er
að á Íslandi eru öll langtímalán í ís-
lenskum krónum verðtryggð. Þess
vegna hækkar höfuðstóll lána á Ís-
landi sjálfkrafa með aukinni verð-
bólgu sama hvernig verðbólgan er til
komin.
Hin séríslenska verðtrygging er
til þess að tryggja að verðgildi lána
haldist samhliða aukinni þenslu og
verðbólgu í samfélaginu. Verðbólgan
nú kemur hins vegar ekki til vegna
aukinnar þenslu í íslensku sam-
félagi. Hún kemur til vegna þess að
bankarnir sjálfir hafa teflt of djarft
miðað við stærð hag-
kerfisins og þá bak-
tryggingu sem Seðla-
bankinn og
peningamálastefna
landsins veitti. Við
þetta hefur trú um-
heimsins á íslensku
krónunni brostið og
verðgildi hennar því
fallið í samanburði við
aðra gjaldmiðla. Ekki
er hægt að útiloka að
verðbólga geti af þess-
um sökum orðið tugir
prósenta á næstu miss-
erum án þess að laun fólks hækki að
sama skapi.
Óhætt er að fullyrða að algjör for-
sendubrestur hefur orðið frá því fólk
tók sín lán, þar sem yfirlýst verð-
bólgumarkmið Seðlabankans og þau
vikmörk sem gefin eru frá þeim
standast alls ekki.
Þensluhvetjandi verðtrygging
Það þarf að endurskoða ákvæði
um verðtryggingu lána, í það
minnsta frysta verðtrygginguna
meðan það versta gengur yfir.
Tryggja þarf að höfuðstóll lána al-
mennings rjúki ekki upp úr öllu
valdi til viðbótar við allt annað.
Bankarnir eru komnir í þrot og
verið er að afskrifa verðmæti af
þeim sökum víða um samfélagið og
út um allan heim. Það er ekki eðli-
legt ef íslenskur almenningur, sem
kemur til með að greiða kostnaðinn
af hruni bankanna með sköttum og
taka á sig kjararýnun, eigi einnig að
taka á sig persónulega aukna
skuldabyrði með veði í heimilum
landsmanna. Skuldsetningu sem
getur numið tugum prósenta ofan á
höfuðstól lána.
Það er ljóst að hér er verðtrygg-
ing orðin einhverskonar gengis-
trygging óháð þenslu. Þannig er
verðtrygging í sjálfri sér orðin
þensluhvetjandi gerandi og þar með
stórhættuleg. Hún fylgir ekki þenslu
í hagkerfinu heldur dregur hana
áfram með því að spegla vantrú ann-
arra myntsvæða á íslensku krónunni
inn í út- og innlánakerfi á Íslandi
með ófyrirséðum afleiðingum verði
ekkert að gert.
Fyrirsjáanlegt útlánatap
Það sem gerir stöðuna enn verri
er að verð á íbúðarhúsnæði hefur
verið í hæstu hæðum og fólk sem
keypt hefur húsnæði síðustu 6 árin
hefur margt hvert þurft að veðsetja
það upp í 90% af markaðsvirði þess
tíma. Það er því augljóst að ef höf-
uðstóll lánana hækkar um tugi pró-
senta vegna gengisknúinnar verð-
bólgu standa eignir ekki undir
skuldum. Við bætist að algjört kul
er á húsnæðismarkaði og mikil
hætta á verulegu verðfalli fasteigna,
sérstaklega ef eignum fjölgar
skyndilega á markaði, t.d. vegna
gjaldþrota.
Verði verðtrygging lána ekki tek-
in úr sambandi er því full ástæða til
að óttast að fjöldi venjulegs fólks
verði gjaldþrota, íbúðarhúsnæði
fjölskyldna verði tekið upp í skuldir
og að íbúðaverð hrynji í kjölfarið.
Við það gæti stór hluti af útlanal-
ánum tapast, þrátt fyrir verðtrygg-
ingu eða beinlínis vegna hennar.
Það er skárra að verðgildi útlána
Íbúðalánasjóðs, bankanna og lífeyr-
issjóða rýrni með aukinni verðbólgu
og fólk geti staðið undir afborg-
unum. Fremur en að tapa útlánum
með því að gjaldþrotahrina ríði yfir
heimili landsins og fasteignir falli í
verði. Á því munu allir tapa.
Nota má frystingu verðtrygg-
ingar til að minnka þrýsting á
launahækkanir og þannig sporna
gegn því að verðbólguspírallinn
komist á fullt skrið. Til lengri tíma
litið er svo algjörlega nauðsynlegt
að sá gjaldmiðill sem notaður verð-
ur á Íslandi sé tækur í viðskiptum
án sérstakrar verðtryggingar, til
þess þarf stærra og öflugra efna-
hags- og myntsvæði. Núna er nauð-
synlegt að gera sem flestum fjöl-
skyldum kleift að standa storminn
af sér, ef sá grunnur verður ekki
treystur höfum við ekkert til að
byggja framtíðina á.
Verðtrygging á villigötum
Sigrún Elsa Smára-
dóttir skrifar um
efnahagsmál
»Nota má frystingu
verðtryggingar til
að minnka þrýsting á
launahækkanir og þann-
ig sporna gegn því að
verðbólguspírallinn
komist á fullt skrið
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingar.
Á TÍMUM sem
reyna á andlegt þrek
manna skríður ís-
lenska smásálin
hvæsandi út um
sprungu í veggnum
og tekur að barma
sér. Sumir halda að
smásál þessi sé mað-
urinn sem mætir á
völlinn með fánamálningu í framan
og hvetur landsliðið í hverjum tap-
leik þess á fætur öðrum en því fer
fjarri. Íslenska smásálin er mað-
urinn sem opnar sjálfumglatt gin
sitt daginn eftir og kveður loka-
stöðuna engan veginn hafa komið
sér á óvart, enda hafi Íslendingar
aldrei getað neitt í knattíþróttum.
Íslenska smásálin er maðurinn
sem gerir stöðugt grín að því
hversu óheimsborgaralegur áhugi
Íslendinga á Júróvisjón sé. Ís-
lenska smásálin er maðurinn sem
vill að Ísland verði fylki í Noregi
og kveðst munu kenna börnum
sínum að skammast sín fyrir þjóð-
erni sitt (sjá Kristján G. Arn-
grímsson í Morgunblaðinu þann
18. október sl.).
Velnefndur Kristján segist alltaf
hafa fundist Ísland hallærislegt og
kallar þjóðina æru-
lausa. Einföld ástæða
er fyrir því að smá-
sálir sem þessar
hengja sjálfsfyrirlitn-
ingu sína framan á
sig eins og brjóst-
nælu. Þær þola ekki
tilhugsunina um að
víðsýnum stertimenn-
um í útlöndum gæti
þótt þeir ómerkilegir
af því að þeir tilheyri
samheldinni smáþjóð.
Skömmin vegna af-
hroðs útrásarinnar er ekki öll sag-
an. Minnimáttarkenndin vegna
smæðar Íslands er slík í hugum
þessara manneskja að þær vilja
vera fyrri til að úthrópa sig sjálf-
ar og dempa þannig þá höfn-
unartilfinningu sem fylgir óhjá-
kvæmilegri úthrópun
útlendinganna. „Mér er líka alveg
sama þótt útlendingum finnist við
hallærisleg,“ segir Kristján fullum
hálsi og mér dettur í hug orða-
tiltækið sekur flýr þótt enginn
elti. Hvern er Kristján að reyna
að sannfæra hérna? Það var hann
sjálfur sem lagði vanmetakennd
sína á borðið.
Það er ljóst að ýmsar foráttu-
heimskulegar klisjur hafa notið
stöðu sjálfgefins sannleika í ís-
lensku þjóðfélagi síðastliðin ár;
VG er á móti óheftri einkavæð-
ingu til þess eins að vera á móti
einhverju; stöðugleikinn er aðeins
mögulegur undir handleiðslu
Sjálfstæðismanna; vinstri stjórnir
einar valda verðbólgu. Þessar
klisjur hafa núna verið afsann-
aðar á hrottafenginn hátt og feg-
inn var ég þegar auðvalds-
trúarsöfnuðir landsins misstu
allan trúverðugleika sinn. En
hvaða tilgangi þjónar það í ósköp-
unum að fyrirverða sig fyrir að
vera Íslendingur? Væri ekki snið-
ugra að takmarka skömmina við
það sem maður hefur gert rangt?
Eitthvað skammarlegt? Það finnst
mér. En hvað veit ég? Ísland er
jú frjálst land og smásálir eins og
Kristján hafa rétt á að skammast
sín fyrir uppruna sinn og jafnvel
kenna börnum sínum slíka firru.
Hann skal þó ekki búast við því
að ég eða mínir taki þátt í þeim
aumingjaskap.
Íslenska smásálin
Símon Hjaltason
svarar grein Krist-
jáns G. Arngríms-
sonar
» Íslenska smásálin er
ekki maðurinn sem
styður litla Ísland held-
ur sá sem segir það
aldrei hafa verið stuðn-
ingsvert.
Símon Hjaltason
Höfundur er bókmenntafræðingur og
tónlistarmaður.
UNDANFARIÐ
hefur mér verið
hugsað til Nýfundna-
lands og örlaga þess.
Landið byggði eins
og við á landbúnaði
og sjávarútvegi. Það
varð hins vegar
gjaldþrota vegna rík-
isskulda 1933 í kjöl-
far kreppu og í fram-
haldi af því 1949 varð
landið eitt af sam-
bandsríkjum Kanada.
Ég trúi því hins
vegar ekki enn að við
verðum efnahagslega
gjaldþrota sem þjóð
þó örugglega verði
þröngt í búi næstu
árin.
Mikilvægast er nú
að ungir Íslendingar
trúi því að hér geti
orðið góð framtíð fyr-
ir þá. Framtíð sem
byggð er á landinu
og auðlindum þess,
þar á meðal meginauðlindinni,
fólkinu sjálfu og þeirri gífurlegu
þekkingu sem hér hefur byggst
upp á mörgum sviðum.
Fyrir unga fólkið getur það
ekki verið spennandi framtíð-
arsýn að við Íslendingar getum
alls ekki siglt bát okkar sjálfir og
eina vonin sé að fá að fara í var
innan hafnargarða ESB. Þaðan
hefur enginn raunverulega getað
siglt út í eigin róður hvað þá í
aðrar hafnir hafi þeim líkað skjól-
ið illa.
Innan ESB hafa verið okkar
helstu markaðir í gegnum tíðina
og mest samskipti. Ég dreg ekki
úr mikilvægi þess að hafa greiðan
aðgang að þeim en um það er
hægt að semja í styrkleika og í
dag borgum við milljarða fyrir
þann aðgang. Því miður fyrir
okkur er ESB mest samsett af
gömlum stórveldum sem hafa séð
betri tíma. Í þessum löndum er
lítill skilningur á stöðu þjóða sem
byggja á mjög nánu sambandi við
náttúruna og nýtingu hennar.
Þetta höfum við, Grænlendingar
og Færeyingar fundið lengi og
Norðmenn reyndar tvisvar
hrökklast frá aðildarsamningi af
sömu ástæðum.
Við núverandi aðstæður er
samningsstaða okkar mjög veik
gagnvart ESB og þeir munu telja
sig eiga alls kostar við okkur. Ef
við Íslendingar metum það svo að
lífsnauðsyn sé að ganga í náið
bandalag við erlendar þjóðir eig-
um við raunar fleiri og betri kosti
en ESB.
Einn af góðum kostum er að
efna til bandalags með Kanada og
síðar öðrum nágrönnum okkar.
Á síðustu öldum sóttu Evrópu-
búar vestur um haf til að bæta
afkomumöguleika sína og niðja
sinna. Þetta gerðu Íslendingar
einnig en sóttu mest til Kanada
og góðar tilfinningar og tengsl
hafa skapast á milli landanna. Í
Kanada býr nú mikill fjöldi fólks
sem á ættir sínar að rekja til
„Vestur“-Íslendinga. Kanada er
vestrænt land sem er miklu lík-
ara okkar samfélagi en USA.
Menntakerfi er sterkt og heil-
brigðiskerfi þeirra er ekki ólíkt
okkar. Þar er rekinn sterkur
sjávarútvegur á ýmsum sviðum
og sækja Kanadamenn þar m.a.
inn á sömu markaði og við með
ýmsar afurðir. Við höfum nú sein-
ustu árin verið að tengjast aðeins
inn í þeirra sjávarútveg. Þeir
hafa verið mjög „þjóðlegir“ í
þeim efnum og haldið „útlend-
ingum“ skipulega frá sér eins og
við höfum einnig helst viljað
gera.
Mín tillaga því í
þessum þrengingum
okkar, ef niðurstaðan
leiðir til þess að
landsmenn telji nauð-
synlegt að afsala sér
hluta fullveldis Ís-
lands, er að við könn-
um möguleika á að
stofna einhvers konar
sambandsríki með
Kanada með þeirri
framtíðarhugsun að
vinir okkar og ná-
grannar Grænlend-
ingar og Færeyingar
eigi einnig færi á að
koma inn í slíkt sam-
band sem fullgildir
aðilar síðar.
Þeir sem þekkja til
gera sér grein fyrir
að þarna er um mikla
framtíðarmöguleika
að ræða á öllum svið-
um. Umfangið og
staðsetningin á svæð-
inu skapaði alveg nýj-
ar víddir í sameig-
inlegum hagsmunum
og ótæmandi mögu-
leikum sem viðkom-
andi sambandsþjóðir hefðu þá
forystu um. Auk þess hafa þessi
svæði meira og minna tengd líf-
ríki, samanber sameiginlega fiski-
stofna Íslands, Nýfundnalands og
Grænlands. Þarna yrði til banda-
lag sem gæti orðið nýtt stórveldi
á norðurslóðum. Þetta réði fram-
sýn utanríkispólitík með lang-
tímahagsmuni í huga ferðinni af
okkar hálfu.
Sennilega verða Kanadamenn
undrandi ef við leitum til þeirra.
Ég reikna með að þeir muni þó
fljótt sjá möguleikana og vilji
taka upp alvarlegar viðræður.
Það væru gagnkvæmir hagsmunir
okkar og gæti styrkt allar þjóðir
á þessu svæði. Grænlendingar
hafa líka horft í vesturátt og
hentar Vestur-Grænlandi vel til
framtíðar landfræðilega. Sam-
vinna við Ísland um að þjóna
Austur-Grænlandsbyggðum væri
þeim einnig mjög mikilvæg og yki
þar nytjamöguleika á auðlindum
og öryggi. Færeyingar hafa sýnt
mikla hæfileika í að að laga sig að
alþjóðlegu umhverfi og væru mik-
ilvægir samstarfsaðilar og fengju
þarna aukna möguleika.
Ég er sannfærður um að Kan-
adamenn hafa engan nytjaáhuga
á heimamiðum okkar öfugt við
ESB en hefðu þeim mun meiri
áhuga á samvinnu og gagnkvæmri
þekkingarmiðlun okkar á sviðum
markaða, veiða, nýtingar og
vinnslu. Önnur auðlinda-, sigl-
inga- og samgöngumál yrðu þarna
einnig ofarlega. Þar gæti m.a.s.
orðið til skilningur á hval- og sel-
veiðum vegna atvinnuhátta á
austurströnd Kanada.
Hér er verið að tala um gíf-
urlega stórt svæði með miklum
náttúruauðlindum bæði til lands
og sjávar þar sem lífrænu auð-
lindirnar eru meira og minna
samtengdar milli allra landanna.
Þetta er allur norðvestur- og
norðurhluti Atlantshafsins. Innan
þessa svæðis er Atlantshafs-
hryggurinn, Labradorstraum-
urinn, Austur-Grænlandsstraum-
urinn og stórt áhrifasvæði
Golfstraumsins.
Ég varpa þessari hugmynd
minni hér fram til umræðu þar
sem mér hefur ofboðið einsýni
margra gagnvart möguleikum Ís-
lendinga til framtíðar. Þeir eru
fjölmargir og þurfa ekki allir að
fara í gegnum Brussel. Skora ég
á Íslendinga að brjóta af sér nú-
verandi hugarfjötra og helst
bjarga sér sjálfir, en annars
benda líka í vestur.
Austur, vestur –
hver er bestur?
Atli Árnason skrif-
ar um framtíð-
arhorfur Íslands
Atli Árnason
»Neyðist Ís-
lendingar til
að tengjast enn
meir öðrum
þjóðum eða
bandalögum sé
hægt að horfa í
fleiri áttir en til
EBS með lang-
tímahagsmuni
okkar í huga.
Höfundur er heimilislæknir
og áhugamaður um framtíðina.