Morgunblaðið - 22.10.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
VEL gengur að manna leikskóla Reykjavíkur
þessa dagana og er staðan nú betri en hún hef-
ur verið á sama tíma undanfarin ár. Hefur
þannig verið ráðið í 20 stöðugildi á síðast-
liðnum tveimur vikum.
„Staðan eins og hún var í síðustu viku hafði
tekið miklum breytingum frá því hún var tekin
1. október,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadótt-
ir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkur-
borgar. 60 starfsmenn hafi vantað inn á deildir
leikskóla 1. október og tíu starfsmenn í önnur
störf á leikskólunum. Í síðustu viku voru stöð-
urnar á deildunum 40. „Þetta er mikill viðsnún-
ingur á tveimur vikum og ef við berum þetta
saman við stöðuna undanfarin ár, þá sjáum við
að þetta er betri staða en við höfum séð í nokk-
uð mörg ár.“
Töluvert vantaði af starfsfólki á leikskóla í
Vesturbænum í september og segir Ragnhildur
þá stöðu hafa lagast mikið. „Þegar horft er á
heildina má segja að það sé ekki mikið að 40
stöðugildi vanti í tæplega áttatíu leikskóla. Það
þýðir samt að um 160 börn fá kannski ekki
pláss.“
Í vetur telur hún þó fullvíst að takist að full-
manna leikskólana, en það hafi ekki tekist síð-
asta vetur. „Ég tel að þetta sé spurning um vik-
ur, ekki mánuði og það kæmi mér á óvart ef
ekki næðist að manna leikskólana, miðað við
þær umsóknir sem við fáum. Bæði vel menntað
og reynslumikið fólk virðist þannig vera að
skila sér þetta haustið inn í leikskólana, sem
eru margir orðnir fullmannaðir.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Leikskólabörn Búast má við að leikskólar borgarinnar verði fullmannaðir.
Vel gengur að manna
Ráðið í 20 stöðugildi á leikskólum á tveimur vikum
Reynslumikið og menntað fólk sækir um
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
EKKI er sanngjarnt að þeir laun-
þegar sem greiða í almenna lífeyr-
issjóði taki á sig skerðingu lífeyris
um leið og þeir greiða álögur til
að standa undir ríkisábyrgð lífeyr-
issjóða opinberra starfsmanna.
Þetta er skoðun Gylfa Arnbjörns-
sonar, framkvæmdastjóra Alþýðu-
sambandsins.
Gylfi bendir á að lífeyr-
issjóðakerfið sé í raun tvískipt.
Annars vegar sé um að ræða al-
menna lífeyrissjóði, sem nú sjá
fram á að þurfa að skerða lífeyri
til sinna sjóðsfélaga vegna að-
gerða ríkisins í bankakreppunni
undanfarið. Hins vegar séu Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins
og lífeyrissjóðir starfsmannafélaga
sveitarfélaga, en ríkið ábyrgist
greiðslur úr þeim til sjóðsfélaga.
„Meðal þeirra sem tilheyra þess-
um ríkistryggðu sjóðum eru al-
þingismenn og ráðherrarnir sjálf-
ir,“ segir Gylfi.
Hann segir að í krafti neyð-
arlaganna sem Alþingi setti á dög-
unum hafi ríkissjóður tekið yfir
þær skuldbindingar bankanna sem
ríkisábyrgð er á, s.s. innistæð-
urnar sparifjáreigenda. „Þær
fylgdu með yfir í nýju bankana en
allar kröfur lífeyrissjóðanna voru
skildar eftir í gömlu bönkunum.
Eitt er það að tapa eigin fé en
þarna er einnig um að ræða öll
önnur form af bankaverðbréfum,
s.s. bankabréf, víxla og skulda-
bréf, sem væntanlega verða af-
skrifuð. Það veldur því að lífeyr-
iskerfið tapar hundruðum
milljarða og eina leiðin sem það
getur farið til að mæta því er að
skerða lífeyrisréttindi, sem útlit er
fyrir að verði á bilinu 10-25%. Á
sama tíma þurfa þessir sömu ein-
staklingar og þola þessi skertu
réttindi, að standa að baki iðgjaldi
til ráðherranna og þingmannanna
og tiltekinna opinberra starfs-
manna í formi skattgreiðslna.“
Réttindin verði jöfnuð
Gylfi tekur fram að ekki sé rík-
isábyrgð á lífeyri allra opinberra
starfsmanna. „Starfsmenn okkar
hjá ríkinu og sveitarfélögunum,
sem eru æði margir, njóta all-
flestir ekki sömu ábyrgðar og ef
þeir væru í samtökum opinberra
starfsmanna. Hið sama gildir um
langstærsta hluta vinnumarkaðar-
ins því hann greiðir í almenna líf-
eyrissjóðskerfið og er þ.a.l. líka
langstærsti hluti þeirra sem borga
skatta.“
Að sögn Gylfa er þetta meðal
þess sem forysta Alþýðu-
sambandsins skoðar þessa dagana.
„Ég sé ekki fyrir mér að þjóðfé-
lagið fari í gegnum það í neinni
sátt að þetta verði niðurstaðan.
Þess vegna er mikilvægt að al-
þingismenn geri sér grein fyrir
því að það verði ekkert undan því
vikist núna að jafna þessi lífeyr-
isréttindi landsmanna.“
Þola skertan
lífeyri en
tryggja
öðrum fullan
Hversu margir sjóðsfélagar eru í
lífeyrissjóðum landsins?
Samkvæmt ársskýrslu lífeyrissjóð-
anna 2007 greiddu 200.791 í lífeyr-
issjóði landsmanna í fyrra.
Hversu margir eru í lífeyr-
issjóðum tryggðum af
opinberum aðilum?
Samkvæmt skýrslunni greiddu
rúmlega 31 þúsund sjóðsfélagar í
lífeyrissjóði tryggða af opinberum
aðilum í fyrra. Tæplega 170 þúsund
félagar greiddu í sjóði án rík-
isábyrgðar.
Hver er munurinn á mótframlagi
atvinnurekenda?
Launþegar greiða almennt 4% af
launum sínum í lífeyrissjóði. Mót-
framlag atvinnurekenda er 8% af
launum í almenna lífeyriskerfinu. Í
sjóðum tryggðum af opinberum að-
ilum er mótframlagið 11,5%.
S&S
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÞÓTT margir Íslendingar erlendis
sleppi við meinfýsnar athugasemdir
eða litla þjónustulund vegna þjóð-
ernisins berast
reglulega sögur
af fólki sem hefur
verið neitað um
vörur eða þjón-
ustu fyrir það
eitt að vera born-
ir og barnfæddir
hér á landi.
Aðalheiður
Lilja Úlfarsdóttir
hefur verið bú-
sett í Danmörku í rúm sex ár. Hún
segir að sjálf hafi hún átt erfitt með
að trúa sögum sem þessum þangað
til hún varð aðalsöguhetjan í einni
slíkri fyrir skemmstu. Aðalheiður
fór inn í símabúð í Kaupmannahöfn
til að kaupa þráðlaust ferðanet, eða
pung, fyrir tölvuna sína. Þar kom í
ljós að fyrirtækið hafði komið upp
sérstakri Íslendingareglu. „Af-
greiðslumaðurinn spurði hvaðan ég
væri og ég sýndi honum íslenskt
ökuskírteini. Þá hringdi hann eitt-
hvað og sagðist svo því miður ekki
getað búið til þennan reikning fyrir
mig því þeir gætu ekki verið vissir
um að ég gæti borgað,“ segir Að-
alheiður.
Ótrúleg framkoma
Hún segist ekki hafa vitað hvort
hún hafi átt að verða reið eða finn-
ast þetta fyndið og hallærislegt en
farsíminn hennar er skráður hjá
sama símafyrirtæki. „Ég spurði
hvort ég ætti að sýna honum
dönsku launaseðlana mína. Svo
sagði ég bara „bless, þá fer ég eitt-
hvað annað“.“ Aðalheiður hélt rak-
leiðis af stað í annað símafyrirtæki
þar sem hún fékk m.a.s. töluvert
ódýrari pung. „Þar spurði ég hvort
þeir væru með Íslendingareglu og
afgreiðslumaðurinn horfði á mig
eins og ég væri kjáni,“ segir hún.
Hún segist ekki vilja gefa upp
nafn símafyrirtækisins þar sem hún
vilji ekki fá símtöl frá þjónustu-
fulltrúum berist þeim þessi saga til
eyrna. Hún segist þó ætla að skipta
um fyrirtæki sem fyrst enda þetta
ótrúleg framkoma. Hún sé með
fasta vinnu í Kaupmannahöfn og
ætti ekki að þurfa að sýna launa-
samninginn sinn til að geta keypt
sér pung. Aðalheiður segir að fyrir
skömmu hafi hún lesið í Morg-
unblaðinu sögu konu á Strikinu sem
var vísað út úr töskubúð fyrir það
eitt að vera íslensk. „Mér fannst það
svo hallærislegt að þetta gæti ekki
gerst. Svo lendir maður í einhverju
svona sjálfur. Þetta er alveg fárán-
legt.“
„Íslendingaregla“ hjá
dönsku símafyrirtæki
Aðalheiður Lilja
Úlfarsdóttir
LANDSLIÐ íslenskra matreiðslumanna hlaut á
mánudagskvöld gullverðlaun á Ólympíuleikum mat-
reiðslumanna sem nú standa yfir í Erfurt í Þýska-
landi. Liðið fékk verðlaun fyrir heitan mat og segir
einn liðsmanna, Bjarni Gunnar Kristinsson, mat-
reiðslumaður á Grillinu, að þá hafi liðið eldað fyrir
110 manns á fimm klukkutímum. Aðeins var notað
íslenskt hráefni og í forrétt var íslensku saltfiskur
með tómat, aspas og ætiþistlum. Í aðalrétt var ís-
lenskt hreindýrafilé og -lund með blómkálsflani og
madeirasósu. Í eftirrétt var svo súkkulaði og
mandarínur með rósmaríni. Tíu matreiðslumenn eru
í liðinu en með aðstoðarfólki telur hópurinn 22. Lið-
ið var við undirbúning í alla nótt fyrir keppni í
köldum réttum í dag og er liðsandinn sagður með
eindæmum góður. jmv@mbl.is
Ljósmynd/Guðjón Steinsson
Ólympíuhreindýr í madeirasósu