Morgunblaðið - 22.10.2008, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
Nei, nú er ég búinn að fá migfullsaddan á þessu enda-lausa tali um að „krúttin“
séu dauð. Þetta er hreint út sagt al-
gjör endemis vitleysa og ég bara líð
það ekki lengur að það sé ráðist á
þetta eðla og sannferðuga fólk af
misvitrum, sjálfskipuðum popp- og
menningarrýnum. Því að fyrir það
fyrsta er þetta safnheiti yfir
nokkra þá mikilvirkustu og fram-
bærilegustu tónlistarmenn sem
starfandi eru hérlendis í dag allt of
loðið og víðfeðmt og heldur í raun
ekki sem skilgreining á tónlistar-
stefnu. Og í annan stað þá eru þeir
ólíku listamenn sem slengt hefur
verið undir þennan hatt; t.a.m.
múm, Sigur Rós, Björk, Aniima,
Seabear, Emilíana Torrini, Skak-
kamanage, Benni Hemm Hemm og
Ólöf Arnalds einmitt þeir tónlistar-
armenn sem eru einna mest „lif-
andi“ í dag; allir eru þeir starfandi
af kappi, gefandi út plötur, hald-
andi tónleika og já… virk í allra
handa þjóðfélagsumræðu. Þetta
fólk er auk þess höfundar að
mörgu af því allra besta sem út hef-
ur komið í íslenskri dægurtónlist
undanfarin tíu ár og hefur upp-
skorið viðurkenningu og virðingu
fyrir það bæði hér heima og að
heiman.
Talandi um að ein umræða sé á
villigötum!
Steininn tók úr, hvað mig varðar,er ég las grein hins annars
ágæta rýnis Vals Gunnarssonar í
síðustu Lesbók.
Ég verð að viðurkenna að ég skil
ekki hvert Valur er að fara í grein
sinni. Hann talar um að á tímum
kreppu muni fólk snúa sér í ríkari
mæli að „alvarlegri“ listum (gæsa-
lappir mínar), jaðarlistirnar verði
róttækari. Hann kemst að því að
jaðarinn muni breytast og segir
orðrétt:
„Líklegt er að krúttkynslóðin
svokallaða hafi sungið sitt síðasta.
Þeim sem eru á einhvern hátt á
skjön við meginstraumana mun
ekki lengur finnast það nóg að vera
bara krútt. Krafa verður um að
listamenn hafi meira fram að færa
en það.“
Þessi síðasta setning felur í sér
meinlega þversögn. Ef einhver
mun hafa eitthvað fram að færa á
komandi misserum þá eru það ein-
mitt „krúttin“. Og svo hefur reynd-
ar verið um síðustu misseri. Ef ein-
hverjir íslenskir tónlistarmenn
hafa sýnt róttækni í verki þá eru
það „krúttin“. Valur og Goddur
tókust á um þessi efni í Kastljósinu
í fyrradag og virtist Valur sjálfur
hafa litla hugmynd um hvað hann
var að meina nákvæmlega með um-
sögn sinni um „krúttin“, þrátt fyrir
að hafa verið þráspurður. Hins veg-
ar sagði hann að „enginn tæki
mark á „krúttinu“ og því væri ein-
faldlega klappað á kollinn“.
Goddur talaði hins vegar um að
þessi kynslóð (og vísaði þá í „krútt-
in“) hefði sýnt að undanförnu í
verki hvernig ætti að lifa á kreppu-
tímum, hún bæri með sér náttúru-
lega andstöðu við glys og glamúr
og endurvinnsla, „buy nothing“
-dagurinn og fleiri hugsjónabundn-
ir hlutir sem vísa í annars konar
lífsstíl og -hætti væru hennar. Ég
er sammála Goddi.
Þá má ekki gleyma magnaðrigreiningu kollega míns, Atla
Bollasonar, á „krúttunum“ í grein
sem birtist í nóvember 2007 í Les-
bókinni og vakti mikla athygli. Þar
lýsir hann yfir dauða „krúttanna“
og talar um að ný kynslóð tónlistar-
manna sé búin að taka við. „Krútt-
in“ séu fyrst og fremst firrt frá því
ástandi sem er:
„Það stoðar ekki að flýja út á
land og upp í vita og hlusta bara á
þögnina,“ segir á einum stað. Ný
bylgja íslensks popps er leidd af
Sprengjuhöllinni, Retro Stefson og
Hjaltalín samkvæmt Atla, sveitir
sem bera með sér „áberandi meiri
léttleika, stuð og fleiri liti“ og
„virðist ekki taka sig jafnalvarlega
sem listamenn og kemur frekar
fram í hlutverki skemmtikrafta“.
Og þá segir: „Þessar hljómsveitir
sjá ekkert athugavert við það að
hljóta spilun á útvarpsstöðum eins
og Bylgjunni og FM 957 eða að
semja við risafyritæki eins og Senu
um útgáfu … Því virðist sem nýja
kynslóðin sjái ekkert athugavert
við að daðra við kerfið sem kyn-
slóðin á undan rembdist við að loka
á.“
Ég er að sjálfsögðu hjartanlega
ósammála mínum góða kollega
Atla í þessari greiningu, sem var
NB skrifuð í blússandi góðæri. En
þar sem kerfið sem þessar nýju
sveitir hafa verið að daðra við er
hrunið með stórkostlegum tilþrif-
um, er þá þessi nýja bylgja ekki í
frekari útrýmingarhættu en bless-
uð „krúttin“?
Allt tal um að „þetta sé dautt oghitt sé dautt“ virðist þó fyrst
og fremst stafa af hégómlegri þörf
til að stíga fram með einhverja
beitta poppfræðilega yfirlýsingu
fremur en að það hafi einhverja
stoð í raunveruleikanum.
Enginn er hafinn yfir gagnrýni.
En í guðanna bænum, einhver fótur
þarf nú að vera fyrir henni. Mönn-
um er frjálst að segja að múm og
Sigur Rós séu tilgerðarlegar og
leiðinlegar sýnist þeim svo. En
dauð? Nei. Því að þannig er málum
einfaldlega ekki háttað.
arnart@mbl.is
Krúttin og kreppan
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Ef einhver mun hafaeitthvað fram að
færa á komandi miss-
erum þá eru það einmitt
„krúttin“. Og svo hefur
reyndar verið um síð-
ustu misseri. Ef ein-
hverjir íslenskir tónlist-
armenn hafa sýnt
róttækni í verki þá eru
það „krúttin“.
múm Tákngervingur hinna svokölluðu „krútta“, sem hafa uppskorið viðurkenningu og virðingu.
SÝND Í KRINGLUNNI
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP
MAX PAYNE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
TROPIC THUNDER kl. 10:20 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA
ENGIN MISKUNN.
BARA SÁRSAUKI!
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK
ÍSLENSKT TAL
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI
„VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG
GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI
RÆMUMÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!”
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
TOPP
GRÍNMYND
/ KRINGLUNNI
SEX DRIVE kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 8:10 LEYFÐ
QUEEN RAQUELA kl. 10:20D B.i. 12 ára DIGITAL
HAPPY GO LUCKY kl. 8 B.i. 12 ára
DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL
WILD CHILD kl. 5:50 LEYFÐ
SÝND Í SELFOSSI
SEX DRIVE FER FRAM
ÚR AMERICAN PIE
Á 100 KM HRAÐA!
SÝND Í KRINGLUNNI
NÝJASTA kvikmyndin um ofur-
njósnarann James Bond, Quantum
of Solace, hefur fengið ljómandi
dóma í Bretlandi. Hafa sumir blaða-
menn jafnvel getið sér þess til að
nýjasti Bondinn, Daniel Craig, kunni
að verða sá langlífasti í hlutverkinu.
Þótt Bond sé frægur fyrir pipar-
sveinalíferni og fjölþreifni, segir
Craig að þótt hann leiki Bond komi
það ekki í veg fyrir að hann gangi að
eiga unnustu sína til margra ára,
Satsuki Mitchell.
Leikarinn segist njóta þess að
leika spæjarann, en þegar hann var í
sjónvarpsþættinum Extra spurður
að því hvort Bond spillti ekki fyrir
áformum um hjónaband, sagðist
hann ekki sjá það fyrir sér.
„Og hvort ég kvænist, það er mitt
mál og konunnar,“ bætti hann við.
Craig hefur sagt að það hafi verið
fyrrverandi Bond-leikarinn Pierce
Brosnan sem hvatti hann til að taka
hlutverkið að sér. Hann á sér eftir-
lætis Bond, eins og margir aðrir.
„Sean Connery er mitt uppáhald,
það er engin spurning. Því er ekki
beint gegn Pierce eða nokkrum öðr-
um. Og eftirlætis Bond-myndin mín
er From Russia With Love, vegna
þess að Red Grant er besti vondi
gaurinn. Maður finnur að Bond er í
stórkostlegri hættu.“
Reuters
Hetja Það reynir á Daniel Craig í
hlutverki njósnarans James Bond.
Craig finnst
Connery
bestur