Morgunblaðið - 22.10.2008, Side 44

Morgunblaðið - 22.10.2008, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Yfirdráttarlán algeng  Rúmlega helmingur fólks á aldr- inum 18-35 ára er með yfirdráttarlán hjá bönkunum. 12% þeirra eru með heimild upp á 900 þúsund kr. eða meira. Þetta kemur fram í könnun ASÍ sem sýnir einnig að yfirdráttur sé algengari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. » 14 Ferðum til Íslands fjölgar  Vel hefur gengið að selja erlend- um ferðamönnum flugmiða til lands- ins. Dæmi eru um tvöfalt fleiri bók- anir hjá Icelandair. Íslendingar halda sig hins vegar meira heima en áður. » 8 Halli á ríkissjóði  „Það verður mun meiri halli á ríkissjóði á næsta ári en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra að afloknum ríkis- stjórnarfundi í gær. Hann bætti við að allar horfur væru á að atvinnu- leysi myndi aukast. Samtök atvinnu- lífsins og ASÍ spá samdrætti í kaup- mætti, auknu atvinnuleysi og verðbólgu. » 2 og » 10 Lán misjafnlega fryst  Nýlega var beint til bankastofn- ana að frysta afborganir af mynt- körfulánum. Þær koma hins vegar misjafnlega til móts við þessi tilmæli og virðist engin þeirra bjóða upp á að allar greiðslur verði frystar, eins og viðskiptaráðherra lagði til. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Dýpkum ekki kreppuna Forystugreinar: Tekizt á við atvinnuleysi | Sex ára bið eftir búsetuúrræði Ljósvaki: Sjónvarpsþættir sem virka UMRÆÐAN» Verðtrygging á villigötum Hlutafélag verður sparisjóður Ein af grunnstoðum hvers samfélags Stolnar fjaðrir Bjarkar #4% 4 4 %4 4# 5  6&  /  ,   7    ! $/  #4 4 4 %4 4% 4 %4% 4 . 8 )2 &  #4 #4 %4 4# 4 %4  4# 9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&88=EA< A:=&88=EA< &FA&88=EA< &3>&&A!G=<A8> H<B<A&8?H@A &9= @3=< 7@A7>&3,&>?<;< Heitast 3°C | Kaldast -5°C  Suðaustan og austan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum sunnan- og vestan til. Þurrt norðaustan til. » 10 „Bandið var í auð- heyrðu toppformi,“ segir gagnrýnandi um flutning Sinfóní- unnar á sinfóníum Síbelíusar. » 35 TÓNLIST» Síbelíus í æðsta veldi TÓNLIST» Poetrix hittir unglinga og fræðir þá um lífið. » 39 „Verðbréfasnáðinn. Bankinn fór með flatskjáinn …“ Menntskælingurinn reyndist forspár í textagerðinni. » 41 TÓNLIST» Gerir grín að ástandinu KVIKMYNDIR» Craig finnst Connery vera besti Bondinn. » 40 TÓNLIST» Útvarpsmaður í kór og verður rokkstjarna. » 36 Menning VEÐUR» 1. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri 2. Íslands-heilkennið 3. Krónan tifar á mjóum fótum 4. Flestum starfsmönnum … sagt upp HJÓNIN Díana Guðjónsdóttir og Ægir Örn Sigur- geirsson glaðbeitt á æfingu kvennaliðs Hauka í handknattleik í gær. Díana er þjálfari liðsins og Ægir Örn aðstoðarþjálfari. Hún er aðeins önnur tveggja kvenna sem þjálfa lið í efstu deild kvenna í boltaíþróttum hér á landi. | Íþróttir Aðeins tvær konur þjálfa í efstu deildum Morgunblaðið/Frikki Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÍSLENDINGAR munu fagna ára- mótunum með hefðbundnum hætti. Það geta þeir þakkað kínverska flug- eldaframleiðandanum Zhang Zong Lin, sem séð hefur Landsbjörg fyrir flugeldum um marga ára skeið. Hann ákvað að lána Landsbjörg fyrir flug- eldunum vegna þess óvissuástands sem ríkir. Landsbjörg býst við minni sölu en undanfarin ár og hefur pantað minna magn en áður. Aðstæður eru gjörbreyttar Að sögn Kristins Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Landsbjargar, var gengið frá pöntun á flugeldum í febr- úar. Barst fyrsta sendingin til lands- ins í sumar. Í tengslum við Ólympíu- leikana í sumar settu Kínverjar stopp á útflutning flugelda í tvo mánuði. Þegar seinni sendingin átti að fara af stað höfðu aðstæður gjörbreyst. Krónan var komin upp úr öllu valdi og vandræði með að yfirfæra gjaldeyri. „Við höfðum samband við framleið- andann í Kína og útskýrðum stöðuna. Hann sýndi okkur mikinn skilning og ákvað að lána okkur fyrir sending- unni. Við verðum bara að vona að ástandið verði komið í lag fyrir ára- mót svo við getum gert upp við hann,“ segir Kristinn. Hann segir þetta vin- arbragð, því Landsbjörg byggi sína fjáröflun á sölu flugelda. Án flugelda- sölunnar væri erfitt að halda starf- semi björgunarsveitanna gangandi. „Svo teljum við okkur hafa þær skyld- ur við þjóðina að hún geti haft það skemmtilegt um áramótin.“ Íslendingar hafa verið þekktir fyrir flugeldagleði um áramót og útlend- ingar hafa hópast til landsins til að fylgjast með gleðinni. Áætlað er að landinn hafi skotið upp flugeldum fyr- ir hundruð milljóna um hver áramót. En nú er búist við samdrætti, að sögn Kristins. Hann segir að Landsbjörg hafi pantað minna en undanfarin ár. Nú verður lögð áhersla á fjölskyldu- pakka og smærri hluti. Minna er pantað af dýrum risatertum, sem runnið hafa út eins og heitar lummur á undanförnum árum. Áramótunum bjargað  Áramótaflugeldarnir á leiðinni til landsins en minna pantað en í fyrra  Kínverskur framleiðandi treystir Landsbjörg í því óvissuástandi sem ríkir Morgunblaðið/Árni Sæberg Litadýrð Flugeldar munu lýsa upp himininn um næstu áramót. Líkur eru þó á því að minna verði skotið upp af flugeldum en undanfarin áramót. Í HNOTSKURN »Í fyrra veitti lögreglanleyfi fyrir innflutningi á 1.275 tonnum af flugeldum. »Það var 300 tonna aukningfrá árinu á undan. »Áætlað er að Landsbjörgsé með 70-80% af allri flug- eldasölu í landinu. »Dýrustu terturnar kostuðuyfir 20 þúsund krónur í fyrra. Búist er dræmari sölu á slíkum tertum í ár. Þjóðleikhúsinu Sumarljós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.