Morgunblaðið - 30.10.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 30.10.2008, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 „Við vildum enga áhættu“  Hópur manna á Suðurlandi skoðar forsendur málsóknar vegna peningabréfa  „Ég ætla ekki að una því að vera hafður að fífli“  Neyðarlögin brjóti jafnræði Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is „NÚ er ljóst hvað Landsbankinn borgar út með góðu,“ segir Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekkj- um II við Selfoss og fyrrverandi formaður Lands- sambands kúabænda. Guðmundur átti tæpar 60 milljónir inni í pen- ingabréfum fyrir mjólkurkvóta sem hann seldi og hluta jarðar, sem hann ásamt systkinum sínum erfði eftir móður sína. Guðmundur er einn 14.434 einstaklinga sem áttu 43,6 milljarða króna í sjóðum Landsbankans við fall hans. Bankinn greiðir út tæp 69 prósent af innlendu bréfunum og því ljóst að eigendurnir verða af millj- örðum. Guðmundur setti sig í samband við Sigurð Sigurjóns- son, hæstaréttarlögmann hjá Lögmönnum Suðurlandi. „Við munum án efa leita rétt- ar okkar. Ég ætla ekki að una því að vera hafður að fífli. Það geri ég ekki,“ segir Guðmundur. „Við fjölskyldan vildum ekki taka áhættu með árangur ævi- starfsins, þess vegna fórum við út í peningabréfin því við trúð- um því að þetta væri örugg fjárfestingarleið.“ Sigurður segir þónokkra umbjóðendur sína hafa óskað eftir því að málið verði skoðað. „Fyrir neyðarlögin giltu almennar reglur við gjaldþrotaskipti. Lögin kveða hins vegar á um að innistæður fái stöðu forgangskrafna. Síðan er bætt um betur og ríkisstjórnin áréttar að innistæður séu tryggðar að fullu. Afleiðingarnar eru þær að einni tegund innistæðna, innlánum, er gert hærra undir höfði á kostnað þeirra sem áttu sinn sparnað í pen- ingabréfum,“ segir Sigurður. „Þetta er skýlaust brot á jafnræði. Þetta er stjórnarskrárbrot. Ég dreg því gildi laganna í efa.“ Sigurður hefur óskað eftir upplýsingum frá Lands- bankanum um samsetningu sjóðanna. „Vonandi fóru þeir eftir gildandi reglum. Hafi það ekki verið er áskilinn réttur til að þeir sæti ábyrgð. Svo kemur til skoðunar í framhaldinu hvort höfðað verði mál.“ Guðmundur Lárusson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UNDIRBÚNINGUR vegna útboðs sérleyfa til olíuleitar við Ísland er í fullum gangi þessa dagana. Sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, norð- austur af Íslandi, verða boðin út 15. janúar og sýna erlend fyrirtæki víða um heim mikinn áhuga á út- boðinu. ,,Það er allt í fullum gangi. Unnið er að lagafrumvarpi í tengslum við þessa leyfisveitingu og við vinnum af fullum krafti að kynningu á út- boðinu. Vinna við útboðsskilmála er einnig í gangi í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir,“ segir Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Fram kom á ráðstefnu um Drekasvæðið í byrjun september að þó óvissuþættirnir væru miklir, þá væru sterkar vísbendingar um að mögulegt verði í framtíðinni að vinna olíu og gas á svæðinu. Haft var eftir norskum sérfræðingi Sagex Petroleum í Morgunblaðinu að ætla mætti að þar megi mögu- lega vinna ígildi 10 milljarða tunna af olíu. Fram kom að reynist þetta rétt og ef miðað er við að olíutunnan verði yfir 100 Bandaríkjadölum, megi ætla að verðmæti þessa magns sé 85 þúsund milljarðar kr. Það er fjórtánföld sú lánsfjárhæð sem ríkið ætlar að afla til að vinna bug á fjármálakreppunni. Hafa ber í huga að finnist olía í vinnanlegu magni er ósennilegt að vinnsla gæti hafist fyrr en eftir 16 ár. Lækkun olíuverðs áhyggjuefni Þórarinn segir lækkun olíuverðs í heiminum áhyggjuefni við undir- búning verkefnisins því hún geti haft áhrif á hvað olíufyrirtæki telja vænlegt að gera. Að sögn hans munu Íslendingar taka þátt í stórri kynningu á Drekasvæðinu og fyr- irhuguðu útboði í London í lok nóv- ember á ráðstefnu sem bresku olíu- leitarsamtökin (PESGB) standa fyrir. Kaupa gögn um svæðið Unnið er að ýmsum fleiri kynn- ingarverkefnum. Að sögn Þórarins fjölgaði fyrirspurnum verulega í kjölfar ráðstefnunnar á Íslandi. „Olíufyrirtækin óskuðu eftir frekari upplýsingum frá okkur. Ráðstefnan var stór áfangi í kynningarstarfinu en eftir sem áður aðeins hluti af því sem við erum að gera þessa dagana. Við vitum að olíufyrirtækin hafa einnig keypt gögn af svæðinu sem eru til sölu. Það sýnir að þau eru farin að gera eigin rannsóknir á möguleikunum,“ segir hann. Aukinn áhugi á olíuleit  Útboð á Drekanum kynnt á ráðstefnu bresku olíuleitar- samtakanna í London  Olíufyrirtæki kaupa gögn um svæðið GJALDÞROT danska lágfar- gjaldaflugfélags- ins Sterling mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi Iceland Express. Þetta segir Matthías Ims- land, fram- kvæmdastjóri fé- lagsins, en fjárfestingarfélagið Fons á bæði fé- lögin. „Það eru engin fjárhagsleg, stjórnunarleg eða rekstrarleg tengsl á milli Sterling og Iceland Ex- press,“ segir Matthías og tekur fram að íslenskir flugfarþegar sem keypt hafi miða með Iceland Express þurfi ekki að óttast um sinn hag. Morgunblaðið hafði í gær eftir Pálma Haraldssyni, öðrum aðaleig- enda Fons, að nær útilokað væri fyr- ir Íslendinga að standa í fyrirtækja- rekstri utan Íslands um þessar mundir og benti í því samhengi á að Fons væri nú krafið um staðgreiðslu í nánast öllum viðskiptum. Aðspurður hvort Iceland Express væri einnig krafið um staðgreiðslu í sínum viðskiptum svarar Matthías því neitandi og telur að skýra megi það með tvennum hætti „Við erum skuldlaust fyrirtæki og með sterka eiginfjárstöðu, þannig að staðan okkar er mjög sterk langt fram í tímann,“ segir Matthías og tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf staðið í skilum við erlenda birgja sína og því ekki lent í neinum vandræðum með stóru birgjana. Bendir hann á að þar sem allt að 70% af innkomu fyrirtækisins séu í erlendri mynt hafi Iceland Express ekki lent í vandræðum út af gjaldeyris- kreppunni sem nú geisi líkt og mörg önnur íslensk fyrirtæki. Hefur engin áhrif á Iceland Express Matthías Imsland ALMAR Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Sterling, vildi ekkert tjá sig um stöðu fyrirtækisins þegar eftir því var leitað í gær. Sagðist hann t.d. ekki mega upplýsa hversu margir ferðamenn á vegum fyrir- tækisins væru strandaglópar víðs vegar um heiminn og vísaði í því samhengi á Lisu Bo Larsen lögmann þrotabúsins á dönsku lögmanns- skrifstofunni Kromann Reumert. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Larsen ekki hafa þær tölur á hrað- bergi og ekki geta tjáð sig um fyr- irtækið að svo stöddu. Gátu ekki tjáð sig um Sterling ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti fyrirtækið Prologus í Reykjavík í gær og kynnti sér starfsemi þess. Prologus hefur ver- ið starfrækt í 10 ár og sérhæfir sig í húsgagna- og innanhússhönnun. Einnig annast fyrirtækið framleiðslu og sölu á sínum vörum, sem allar eru framleiddar af íslenskum iðnfyrirtækjum, s.s. sófar, stólar, skápar, lampar og skrifstofu- húsgögn. Með Ólafi Ragnari á myndinni eru Lovísa Óladóttir verkefnastjóri, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri og Kristín Sigurðardóttir innanhússarkitekt. Meðal viðskiptavina Prologus hafa verið Há- skóli Íslands, Orkustofnun, Landsbankinn og Össur. Í framhaldi af þessari heimsókn forsetans hyggst Prologus standa fyrir nokkrum morgun- verðarfundum þar sem málefni sambærilegra fyrirtækja verða rædd í nútíð og framtíð. Allar vörur Prologus framleiddar af íslenskum iðnfyrirtækjum Forsetinn kynnti sér starfsemi Prologus Morgunblaðið/Ómar Kvennalandsliðið í fótbolta skipa stelpur með sterk bein. Þær mælast með 24% þéttari bein en jafnöldrur. Mætum á völlinn í dag og hvetjum stelpur með sterk bein til sigurs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.