Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MÖRG sveitarfélög eiga peninga í peningamark-
aðssjóðum. Þeirra á meðal eru Hvalfjarðarsveit
og Fljótsdalshreppur sem hafa síðustu ár haft
miklar tekjur af verksmiðjunum á Grundartanga
annars vegar og hins vegar af framkvæmdum
við Kárahnjúka. Bæði sveitarfélögin hafa tapað
peningum í sjóðunum; Hvalfjarðarsveit 10-20
milljónum króna, en Fljótsdalshreppur hærri
upphæð sem þó fékkst ekki uppgefinn hjá odd-
vita sveitarinnar.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdals-
hrepps, segir að upplýsingar um tap sveitarfé-
lagsins verði kunngerðar á fundi sveitarstjórnar
í næstu viku. „Við vorum með hluta af óráðstöf-
uðu fé okkar í eignastýringu hjá viðskiptabanka
okkar, Landsbankanum, og hluti af þessu fé var
inni á peningamarkaðssjóðum, segir Gunnþór-
unn.
Kröfuhafar hljóta að skoða sína stöðu
„Það var þannig að innistæður voru almennt
ekki tryggðar nema að þremur milljónum á
hverri kennitölu. Síðan var það ákvörðun rík-
isvaldsins að tryggja innistæður á bankareikn-
ingum að fullu. Það vissum við ekki fyrir ári.“
Gunnþórunn segir að fjármunir sveitarfé-
lagsins hafi verið ávaxtaðir á ýmsan hátt og ekki
séu öll kurl komin til grafar. Hún vill ekki gefa
upp hversu miklu sé útlit fyrir að Fljótdals-
hreppur tapi, en segir að það sé of mikið.
„Niðurstaðan er ekki góð og það er sorglegt að
tekjur íbúanna skuli tapast með þessum hætti.
Kröfuhafar í peningamarkaðssjóðum hljóta hins
vegar að að skoða sína stöðu miðað við það sem á
undan er gengið,“ segir Gunnþórunn.
Í Fljótsdalshreppi hefur útsvarsprósentan
verið nýtt að fullu, 13,03%. Gunnþórunn segir
líklegt að útsvarið verði óbreytt á næsta ári, en
telur að almennt muni sveitarfélög ekki hækka
gjöld vegna grunnþjónustu.
Óvíst um byggingu nýs grunnskóla
„Sem betur fer vorum við ekki með öll eggin í
sömu körfu,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveit-
arstjóri í Hvalfjarðarsveit. Mest af óráðstöf-
uðum fjármunum sveitarfélagsins var á venju-
legum innlánsreikningum, en um 70 milljónir í
peningamarkaðssjóðum. Laufey segir að sú upp-
hæð geti skerst um 10-20 milljónir, en uppgjör
liggi ekki fyrir.
Í Hvalfjarðarsveit hefur útsvarsprósentan
ekki verið nýtt að fullu og hefur útsvar verið
11,61%, sem, hefur verið með því lægsta á land-
inu. „Sveitarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um
útsvarsprósentu á næsta ári, en frumskylda okk-
ar er að halda grunnþjónustu gangandi og herða
frekar ólar annars staðar,“ segir Laufey.
Fyrirhugað var að ráðast í byggingu nýs
grunnskóla á næsta ári og til þeirrar fram-
kvæmdar höfðu peningar verið lagðir til hliðar,
m.a. á peningamarkaðssjóði. Samkvæmt
ástandsmati á húsnæði Heiðarskóla er brýn
nauðsyn á endurnýjun. Óvissa er nú um hvort
ráðist verður í þessar framkvæmdir á næsta ári
eða þeim frestað að einhverju leyti.
Stöndug sveitarfélög í sjóðavanda
Í HNOTSKURN
»Í Hvalfjarðarsveitbjuggu 683 manns 1.
desember síðastliðinn. Ál-
verið og Járnblendiverk-
smiðjan á Grundartanga eru
rúmlega 800 manna vinnu-
staðir og olíubirgðastöðvar
eru í Hvalfirði. Í sveitinni er
mikill búskapur og búin af
öllum stærðum og gerðum.
»Fljótsdalshreppur hefurá síðustu árum haft
drjúgar tekjur vegna fram-
kvæmda við Kárahnjúka.
Sauðfjárbúskapur er aðalat-
vinnugreinin í hreppnum,
en síðasta kúabúið var lagt
af árið 2000. Margir skóg-
arbændur eru einnig í
Fljótsdalshreppi.
»Þegar nýjar tekjurkomu inn í Fljóts-
dalshrepp með fram-
kvæmdum síðustu ára var
reynt eftir bestu getu og
samkvæmt ráðleggingum
fagmanna að ávaxta þessa
fjármuni, m.a. í pen-
ingamarkaðssjóðum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hryssingur Oddviti Fljótsdalshrepps segir að í ár hafi vetrað snemma með hryssingslegu veðri.
Þessi hreindýr voru í byl á Fljótsdalsheiði í fyrravetur en eltu svo forystuhreininn í átt að Snæfelli.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
STÓRHUGA áform Landsbankans
og Glitnis um byggingu nýrra höf-
uðstöðva eru væntanlega að engu
orðin vegna hruns bankanna. Hinir
nýju bankar í eigu ríkisins eiga nú
lóðirnar þar sem höfuðstöðvarnar
áttu að standa og teikningar að nýju
byggingunum. Þeir áhrifamenn sem
Morgunblaðið ræddi við í gær segja
útilokað að ráðist verði í þessi verk-
efni. Nýju bankarnir séu miklu
minni í sniðum en fyrirrennarar
þeirra og engin þörf á nýju húsnæði.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær, að til hafi staðið að tilkynna úr-
slit í samkeppni um nýjar höf-
uðstöðvar Landsbankans um miðjan
þennan mánuð. Byggingin átti að
standa við Geirsgötu í miðborg
Reykjavíkur.
Haukur Þór Haraldsson var einn
fulltrúa Landsbankans í dómnefnd-
inni.
Að hans sögn stóð upphaflega til
að tilkynna úrslitin í vor en af því
gat ekki orðið og var því frestað
fram á haustið. Nú hefur enn orðið
frestun um óákveðinn tíma.
Upphaflega sóttu 47 arkitekta-
teymi frá 17 löndum um þátttöku í
samkeppninni. Dómnefnd valdi 21
teymi frá níu löndum til frekari
þátttöku. Hvert teymi fékk greiddar
50 þúsund evrur fyrir þátttökuna,
jafnvirði 7,5 milljóna króna á gengi
dagsins í dag. Loks valdi dómnefnd-
in fimm teymi í síðasta þrep sam-
keppninnar.
Úrslitin liggja fyrir en þau hafa
ekki verið birt ennþá. Að sögn
Hauks Þórs verður nafn sigurveg-
arans tilkynnt, jafnvel þótt aldrei
verði byggt eftir teikningunni.
Reiknar Haukur með því að gefin
verði út bók með vinningstillög-
unum, en útfærsla málsins er óljós á
þessari stundu. Þrír arkitektar voru
tilfnefndir í dómnefndina af hálfu
Arkitektafélags Íslands. Að sögn
Guðrúnar Guðmundsdóttur, fram-
kvæmdastjóra félagsins, hefur verið
þrýst á Landsbankann um að til-
kynna úrslitin, þrátt fyrir óvissu um
verkefnið sjálft.
Samkvæmt reglum um sam-
keppnina er það leyndarmál hvaða
arkitektateymi komust í lokaúrslitin
og það verður ekki opinberað fyrr
en úrslitin verða kynnt. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
hlutfall íslenskra arkitekta óvenju-
hátt í þessari samkeppni.
Á heimasíðu YRKI arkitekta er
birt teikning af höfuðstöðvunum,
og segir þar að Landsbankinn hafi
keypt þessa tillögu. Ekki fæst stað-
fest hvort þetta er ein þeirra fimm
teikninga, sem komust í loka-
úrslitin. Arkitektateymin fimm
hafa fengið verðlaunaféð greitt, en
hæsta upphæðin kom í hlut sig-
urvegarans, eðli málsins sam-
kvæmt.
Úrslit í samkeppni um nýjar höf-
uðstöðvar Glitnis á Kirkjusandi
voru kunngjörð 10. apríl 2007. Það
var gert ráð fyrir höfuðstöðvum
bankans auk fleiri skrifstofubygg-
inga, alls 70-80 þúsund fermetrar.
Sænska arkitektastofan Monarken
í Stokkhólmi fékk 1. verðlaun, 50
þúsund evrur, sem þá var jafnvirði
4,5 milljóna króna.
Í umsögn dómnefndar um vinn-
ingstillöguna sagði m.a. að tillagan
hefði yfir sér létt og áhugavert yf-
irbragð. Byggingunum væri raðað
óreglulega á reitinn nánast eins og
um sjálfbyggt umhverfi væri að
ræða.
Kirkjusandur Á tölvuteikningu Monarken speglast byggingar Glitnis í sjávarfletinum. Eins og staðan er í dag er ólíklegt að þessar byggingar muni rísa.
Bankabyggingar í salt
Áform Landsbankans og Glitnis um nýjar höfuðstöðvar líklega úr sögunni
Búið að greiða út verðlaunafé í samkeppni Landsbankans en úrslitin óbirt
Miðbærinn Eina tillagan að höfuðstöðvum Landsbankans sem hefur birst
opinberlega. Myndin er á heimasíðu YRKI arkitekta.
AÐALFUNDUR Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, hinn 69. í
röðinni, verður haldinn á Hilton
Nordica-hótelinu
í Reykjavík í dag
og á morgun.
Á fundinum á
morgun verður
kjörinn nýr for-
maður sam-
bandsins. Björg-
ólfur Jóhannsson
lýsti því yfir fyrir
nokkru, að hann
gæfi ekki kost á
sér til endurkjörs. Adolf Guð-
mundsson, útgerðarmaður á Seyð-
isfirði, hefur lýst yfir framboði
sínu.
Fundurinn hefst í dag klukkan 13
með ræðu Björgólfs Jóhannssonar.
Að því búnu flytur Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra
ávarp. Síðar í dag ræðir Friðrik
Már Baldursson prófessor um stöðu
og horfur í efnahagsmálum, Unnar
Már Pétursson fjármálastjóri
Ramma hf. ræðir um minni áhættu
og langtímaávinning og Kristján
Þórarinsson stofnvistfræðingur
LÍÚ ræðir um ábyrgar fiskveiðar.
Á morgun mun Geir H. Haarde
forsætisráðherra ávarpa þingið.
sisi@mbl.is
Nýr for-
maður LÍÚ
kjörinn
Björgólfur
Jóhannsson
NÝ ÁÆTLUN um norrænt sam-
starf á sviði atvinnulífs fyrir árin
2009-2012 hefur verið lögð fram í
Norðurlandaráði. Samkvæmt skoð-
anakönnun, sem gerð var í október
í ár, telur 61% af íbúum Norður-
landanna norrænt samstarf um at-
vinnulíf skipta máli. Þetta er aukn-
ing frá 49% á síðasta ári, sem
bendir til þess að fjármálakreppan
hafi haft þau áhrif að Norður-
landabúar vilji nú standa saman
um norræna atvinnumarkaðslík-
anið.
Í nýju samstarfsáætluninni er
m.a. lögð áhersla á að virkja mann-
auð og þá munu ráðherrarnir
vinna að því að samkeppnishæfni
vinnuafls verði styrkt með sí-
menntun.
Samstarf á
vinnumarkaði