Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
HVAÐ er það sem
rekur fólk út úr hlýju
húsunum sínum niður
á Austurvöll til að
standa þar í nepjunni
og hlusta á ræður? Er
það ekki einhver
þvergirðingsháttur?
Getur þetta fólk ekki
bara setið heima og
beðið af sér hretið
meðan ráðamenn og
ráðagóðir menn stýra skútunni
heilli í höfn? Er þetta fólk að
hefna sín með því að leggja blá-
saklausa menn í einelti?
Í greinarstúf í Morgunblaðinu
nú fyrir helgi var Hörður Torfa-
son söngvaskáld sakaður um að
leggja Davíð Oddsson seðla-
bankastjóra í einelti með því að
standa fyrir mótmælaaðgerðum
þar sem áhersla var lögð á
ábyrgð þeirra aðila sem farið
hafa með yfirstjórn og eftirlit
fjármála í landinu. Greinarhöf-
undi sárnaði ákaflega fyrir hönd
Davíðs, sem hann á einhverjum
tímapunkti virðist hafa valið sem
leiðtoga lífs síns. Svo mjög legg-
ur hann traust sitt á styrka leið-
sögn Davíðs að hann segist munu
kjósa hann aftur, hvernig sem
hann ætlar nú að fara að því.
Orðið einelti táknar það ljóta
athæfi þegar einstaklingur er
hundeltur af hópi eða einangr-
aður frá eðlilegri þátttöku í sam-
félagi. Hvorugt getur átt við um
það þegar embættismenn ríkisins
eru sakaðir um að hafa misbeitt
valdi sínu eða vanrækt skyldu
sína. Það var ekkert undarlegt að
nafn Davíðs kæmi oftar en önnur
fram á varir ræðumanna við
þessi mótmæli. Hann hafði haft
sig mun meira í frammi en aðrir
og talað sem sá sem valdið hafði.
Engum datt þó í hug að ægivald
hans væri slíkt að hann bæri einn
ábyrgð á því hvernig komið er,
en afsögn hans og bankastjórn-
arinnar allrar hefði að margra
mati verið táknræn byrjun á
þeirri tiltekt sem nú þarf að fara
fram.
Þeir sem standa saman í kulda
og trekki á Austurvelli eru ekki
aðeins að neyta réttar síns til að
mótmæla. Þeir eru í raun að upp-
fylla lýðræðislega skyldu sína
með því að hefja upp raust sína
og veita stjórnvöldum aðhald.
Lýðræðið íslenska
er ungt og að
mörgu leyti
óburðugt og auðvit-
að er einfaldast að
segja sem fæst og
láta aðra um að
hugsa fyrir sig. En
því miður er allt út-
lit fyrir að þeir sem
hafa ráðið ferðinni
hingað til eigi ekki
mörg ráð önnur en
að hefja nýjan
dans, aðra umferð
af því sama.
Við erum mörg sem viljum sjá
að þetta strand þjóðarskútunnar
verði til þess að nýtt fólk taki
við stjórninni og að ný sigl-
ingaleið verði valin. Til þess að
svo megi verða þurfum við að
treysta því að rödd okkar skipti
máli. Við þurfum líka að trúa því
að breytingar séu mögulegar. Ef
okkur hættir til að halda að
engu sé hægt að breyta er hollt
að líta til manna eins og Harðar
Torfasonar sem ýtti þessum
mótmælafundum úr vör af þeirri
ástæðu einni saman að honum
fannst rangt að þegja. Hann er
sjálfur lifandi dæmi um að for-
dóma og hræsni er hægt að
kveða niður og jafnvel snúa upp
í jákvæðni og samstöðu. Hver
hefði trúað því fyrir þremur ára-
tugum eða svo að þúsundir
manna ættu eftir að ganga sam-
an og fagna fjölbreytileikanum í
regnboga mannlífsins eins og Ís-
lendingar gera nú árlega? Þeir
sem gengið hafa fram í rétt-
indabaráttu kvenna, samkyn-
hneigðra og minnihlutahópa
hafa sýnt okkur að það er hægt
að breyta því hvernig við hugs-
um. Við þurfum ekki að halda
áfram á sömu slóð. Nýja Ísland
er í okkar höndum. Hittumst á
Austurvelli klukkan 15 á laug-
ardaginn.
Andóf
eða einelti?
Ragnheiður
Gestsdóttir
skrifar um mótmæli
Ragnheiður
Gestsdóttir
»Hvað gengur þessu
fólki til að vera að
standa úti í kuldanum á
Austurvelli á hverjum
laugardegi? Er það bara
að leggja saklaust fólk í
einelti?
Höfundur er rithöfundur.
NÚNA á næstu
tveim, þrem vikum
þarf forsætisráðherra
sem ráðherra efna-
hagsmála að sýna
þann styrk sem hann
býr yfir og grípa til
bráðra aðgerða til að
bjarga íslensku at-
vinnulífi frá sam-
drætti og stórfelldri gjald-
þrotahrinu með ægilegum
afleiðingum. Að sjálfsögðu hefur
forgangur ríkisstjórnarinnar verið
endurreisn bankanna til að
tryggja eðlilegt fjármagnsflæði til
atvinnulífs og heimila. Næsta
skrefið er að sinna fyrirtækjunum
í landinu. Það vita allir sem vilja
vita að þau hafa ekki notið eðli-
legrar fyrirgreiðslu í upp undir
eitt ár vegna stöðu bankanna og
stór hluti þeirra er í vanda. Hér
eru nefndar nokkrar meginástæð-
urnar:
– Fyrirtæki sem voru með
margvíslegar áætlanir í gangi um
endurnýjun tækja, húsnæðis o.fl.
og skuldbindingar þess vegna en
jafnfram loforð um frá við-
skiptabönkum sínum, voru svikinn
um fyrirgreiðslu, og fengu hvorki
skammtíma né langtímalán til
þessara eðlilegu hluta.
– Til að standa við skuldbind-
ingar gagnvart öðrum fyr-
irtækjum vegna þessara fjárfest-
inga þurftu þau því að taka þær
greiðslur þær úr rekstri sem leitt
hefur af sér veikingu í greiðslu-
flæði fyrirtækjanna.
– Af fyrrgreindum ástæðum
hafa þau lent í að greiða drátt-
arvexti af vanskilum og á sama
tíma, þ.e. sl. 12 mánuði hafa þau
þurft að bera hæstu vexti í
heimi,18-22% á öll innlend lán og
erlend lán hækkað um 50%. – Nú
við hrun bankanna hafa svo betur
stæð fyrirtæki tapað miklum fjár-
munum, bæði innistæðum sínum í
ýmsum bankasjóðum og hlutabréf-
um og svo hafa mörg þjónustufyr-
irtæki tapað viðskiptaskuldum við
bankanna.
– Allir vita að svo hafa bæst við
erfiðleikar í gjaldeyrisviðskiptum
sem leitt hafa af sér enn frekari
vanskil, svo og hefur skortur á
hráefni fyrir verslun og fram-
leiðslufyrirtæki leitt af sér sam-
drátt í þeim greinum sem ýta enn
undir uppsagnir starfsfólks.
Vítahringurinn er auðsær og
ástæðulaust að nefna
fleiri ástæður ef
stjórnvöld sjá ekki
þessi skýru merki og
bregðast við af krafti.
Niðursveiflan heldur
áfram af meiri hraða
svo lítið verður við
ráðið.
Þær ráðstafanir
sem þarf að grípa til
núna eru í ætt við
Marshall-aðstoðina á
sínum tíma um að
koma efnahag Evr-
ópu í gang eftir stríð-
ið og þurfa að ganga skjótt fyrir
sig.
Tillögur um endurreisn at-
vinnu- og efnahagslífs
1. Ríkið stofni Endurreisnarsjóð
atvinnulífs (getur verið deild í
Íbúðarlánasjóði til að byrja með)
sem láni fyrirtækjum fé beint.
Lánið nemi 2-3 milljónir króna á
hver starfsmann.
Um 162.000 launþegar eru í
landinu og lánin myndu því nema
um 324-486 milljörðum króna.
Þessi fjárhæð nemur um 12-18 %
af veltu fyrirtækjanna í landinu.
Lánin þurfa að vera veitt fyr-
irtækjunum með lágum vöxtum til
5-10 ára. Þessi lán yrðu einnig
veitt til nýrra sprotafyrirtækja
m.a. til að mæta atvinnuleysi
vegna hruns fjármálafyrirtækja.
2. Frysta erlend lán fyrirtækja
meðan verið er að koma lið 1 í
framkvæmd.
Æskilegast er að frysta þau við
meðal gengisvísitölu síðustu 6
mánaða, í nokkra mánuði
3. Afnema vísitölubindingu lána.
Nú er tækifærið að taka verð-
lagsvísitölur úr sambandi frá og
með 1. okt. og vera eins og aðrar
þjóðir í þessum efnum. Það er al-
veg ljóst að vísitölubinding lána í
framhaldi af þessari kreppu okkar
er það heimskulegasta sem hægt
er að hugsa sér. Allar hækkanir
vegna þessa óeðlilega ástands og
mæling verðbólgu sem svo aftur
kemur til hækkunar lána má ekki
mynda vítahring aftur.
Það má leiða að því líkur að ef
atvinnuleysi næði til 10% af vinn-
andi fólki þá myndi það kosta rík-
ið beint í atvinnuleysisbætur 40
milljarða króna og um 50 milljarða
króna í tapaðar tekjur á ári, eða
um 90 milljarða.
Með þessari innspýtingu í efna-
hagslífið eins og lagt er til hér, er
að mestu komið í veg fyrir slíkan
kostnað vegna atvinnuleysis.
Ekki er óeðlilegt að lífeyr-
issjóðir okkar komi einnig að
þessu verki, enda kemur það í veg
fyrir samdrátt í atvinnulífinu og
þar með samdrátt í inngreiðslum í
lífeyriskerfið. Þessar hugmyndir
eru settar fram í þeim tilgangi að
ýta við ráðamönnum vegna knýj-
andi þarfa atvinnulífsins og þar
með allra landsmanna.
Endurreisn atvinnulífs á Íslandi
Sigurbjörn Svav-
arsson kemur með
tillögur að upp-
byggingu atvinnu-
lífsins
»NÚ þarf forsætis-
ráðherra að sýna
styrk og grípa til bráðra
aðgerða til að bjarga ís-
lensku atvinnulífi frá
samdrætti og gjald-
þrotum.
Sigurbjörn
Svavarsson
Höfundur er atvinnurekandi.
Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað
fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin
starfsfólki í jólagjöf.
Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá
fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir
Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir
í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember.
Jólagjafir frá fyrirtækjum
TiL LEIGU
Glæsilegt einbýlishús ....
...Ólafsgeisli - 113 Reykjavík
Stærð: 240 fm
Fjöldi herbergja: 5
Byggingarár: 2001
Brunabótamat: 1
Bílskúr: Já
Verð: tilboð óskast
Til leigu glæsilegt einbýlishús í Ólafsgeisla á svæði 113 með fallegu útsýni. Stutt í skóla,
göngufæri á golfvöll GR. Húsið með bílskúr er 240fm., 4 svefnherbergi og 2 baðherbergi.
Upplýsingar um eignina gefur, sölufulltrúi REMAX Torg, Einar Sörli, sími 899 6400, eða
einarsorli@remax.is
Torg
Bergsteinn
Gunnarsson
Lögg. fasteignasali
Einar Sörli
Sölufulltrúi
einarsorli@remax.is
RE/MAX Torg - Garðatorgi 5 - 210 Garðabær - Sími: 5209595 - www.remax.is
899 6400