Morgunblaðið - 30.10.2008, Síða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
✝ Svala Guð-munda Sölva-
dóttir fæddist á
Bakka á Siglufirði
4. apríl 1933. Hún
andaðist á Land-
spítalanum fimmtu-
daginn 23. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sölvi Valdimarsson,
f. á Nesi í Norð-
firði, S-Múl. 5.11.
1906, d. 30.11.
1990, og Pálína Sig-
rún Jóhannsdóttir,
f. á Grafarósi á Höfðaströnd,
Skag. 12.10. 1898, d. 31.5. 1941.
Fósturforeldrar Svölu voru Valdi-
mar Árnason vélstjóri í Vest-
mannaeyjum, f. 13.7. 1885, d.
4.12. 1965, og Halldóra Ólafs-
dóttir húsmóðir, f. 18.9. 1888, d.
26.12. 1983. Albróðir Svölu er Ax-
el Þorlákur Jóhann, f. 1931,
kvæntur Hrefnu Ragnarsdóttur,
Hinn 5.5. 1960 giftist Svala
Benjamín Ólafssyni bifreiðastjóra
í Kópavogi, f. 13.1. 1934, d. 13.8.
1989. Börn þeirra eru: 1) Ragn-
heiður, f. 15.2. 1960. Dóttir henn-
ar og Daníels Calvin Gribb, f.
26.3. 1958, er Svala Daníelsdóttir,
f. 29.9. 1981, gift Morten Klungl-
and, f. 21.11. 1980. Börn Ragn-
heiðar og Ólafs Ingólfssonar, f.
22.6. 1955, eru Guðbjörg Birna, f.
20.8. 1987, og Benjamín, f. 9.2.
1992. 2) Guðrún Lilja, f. 5.9. 1961,
sambýlismaður Guðmundur Þor-
leifsson, f. 11.2. 1964. Börn henn-
ar og Magnúsar Hjartar Karls-
sonar, f. 12.8. 1960, eru a)
Benjamín, f. 21.7. 1982, sambýlis-
kona Jóhanna Björg Sigurjóns-
dóttir, f. 23.9. 1985, börn þeirra
Bjarki Leó Finnbogason, f. 28.8.
2001, og Benjamín Leó, f. 27.4.
2006. b) Rut, f. 7.9. 1983, sam-
býlismaður Guðmundur Helgi
Guðmundsson, f. 20.8. 1980. 3) Jó-
hann Ólafur, f. 13.11. 1969, sam-
býliskona Sigrún Kristín Sig-
ursteinsdóttir, f. 27.3. 1971.
Dóttir þeirra Inga Lind, f. 28.4.
2004.
Útför Svölu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
f. 1931. Sammæðra
eru Jórunn Guðrún
Oddsdóttir, f. 1938,
og Friðbjörg Þórunn
Oddsdóttir, f. 1938.
Samfeðra eru Berg-
þóra Sigríður, f.
1932, d. 2008, Svav-
ar, f. 1944, og Gunn-
ar Ingi, f. 1946, d.
1956.
Sonur Svölu og
Geirs Arngríms
Hreiðarssonar, f. 3.2.
1936, er Halldór Val-
ur, f. í Vest-
mannaeyjum 14.1. 1957, kvæntur
Björk Jóhannsdóttur, f. 30.9.
1968. Börn hans og Jónu Krist-
ínar Bjarnadóttur, f. 6.2. 1962,
eru Rakel Ósk, f. 17.9. 1982, og
Elvar Már, f. 21.5. 1987. Sonur
Halldórs Vals og Sóleyjar Valdi-
marsdóttur, f. 14.3. 1969, er
Valdimar, f. 12.9. 1993. Stjúpdótt-
ir er Elísa Guðlaug, f. 19.8. 1995.
Elsku mamma, núna ert þú senni-
lega búin að hitta hann pabba. Nú er
biðin á enda. Við vitum að þér líður
vel og nú hefst nýtt ævintýri. Okkur
langaði að kveðja þig með örfáum
orðum.
Það er ótrúlegt en satt að þú sért
farin frá okkur á svona stuttum tíma.
Kona lífsglöð sem þú, sem hafðir líf
og yndi af að ferðast og varst ekki
fyrr komin í eina ferð en þú varst bú-
in að bóka þig í tvær aðrar, þú hafðir
ofuráhuga á bílum og allskyns æv-
intýrum. Það sem er okkur minnis-
stæðast var þegar þú keyptir Rav-
inn. Þá skipti það öllu máli að hafa
leður, topplúgu og að sjálfsögðu
nógu mikið króm á honum. Nógu
mikið bling-bling. Þú varst mikið fyr-
ir glingur og ber fallega heimilið þitt
merki þess. Og sárt að vita til þess að
þú sért ekki þar enn. Eins og þú
manst: „Heima er best“. Þetta sagðir
þú alltaf eftir hinar ýmsu fjarverur
út í heimi. Og ekki getur maður
gleymt því að í hvert sinn þegar þú
komst frá útlöndum þá var þetta allt-
af langbesta ferð sem þú hafðir farið
í.
Þú hafðir nánast aldrei orðið veik
og var okkur öllum mikið brugðið er
þú veiktist alvarlega í vor. Það hefði
engan grunað að við ættum aðeins
eftir að hafa þig hjá okkur í örfáa
mánuði. Okkur fannst það mjög
ósanngjarnt þar sem þú hafðir ávallt
verið hraust með góða heyrn, sjón og
fætur í fullu fjöri. Þú hefur alltaf ver-
ið á fullri ferð og haft mikinn áhuga á
alls kyns tækjum, hvort sem voru
bílar, myndavélar, tölvur eða símar
o.s.frv. og ávallt inni í öllu því nýjasta
sem var að gerast á þeim vettvangi.
Við vorum ekki alltaf sammála. Þú
varst ákveðin og hafðir þínar skoð-
anir og varð fólk bara að taka því. Við
eigum góðar minningar um þig hvort
sem er innanlands eða utan og erum
við enn að hlæja að því þegar þú
stóðst á hótelbarnum í Dublin og
baðst barþjóninn um „naglaklippur“
á íslensku og bentir á hendurnar þar
sem var brotin nögl og sagðir í kjöl-
farið við okkur að maður ætti bara að
tala íslensku hægt þá myndu allir
skilja mann. Við viljum þakka þær
stundir sem við áttum með þér. Og
minning þín mun lifa í hjarta okkar
um ókomna tíð. Og við munum vera
dugleg að minna Ingu Lind á Svölu
ömmu og vitum við að þú munt vera
verndarengillinn hennar og fylgjast
með henni og okkur að ofan. Þökkum
fyrir allt. Góða ferð! Hvíl í friði, elsku
mamma!
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Sjáumst síðar,
Jóhann, Sigrún og Inga Lind.
„Lundarfarið er mesta auðlindin“
var fyrirsögnin í einu blaðinu á dög-
unum. Þegar ég las þetta varð mér
hugsað til Svölu vinkonu minnar og
svilkonu. Betra lundarfar en hennar
er ekki hægt að hugsa sér. Hún var
snillingur í að sjá það jákvæða í öllum
hlutum og gera gott úr, alltaf glaðleg
og í góðu skapi. Já, Svala var ekki að
kvarta þó að á móti blési og hún var
ekki að flagga því. Með einstaklega
góða nærveru enda alltaf með marga
í kringum sig.
Undarlegt er til þess að hugsa að
eiga ekki eftir að sjá Svölu renna í
hlaðið á Sæbólsbrautinni á fína bíln-
um sínum til að kanna hvort ég sé
ekki til í „smáflakk“ eins og hún orð-
aði það.
Mér er í fersku minni þegar við
Svala hittumst í fyrsta sinn. Þá bjó ég
í Skólagerðinu hjá Sveinu systur
minni meðan ég var í námi hjá nunn-
unum á Landakoti. Það var einn rign-
ingardaginn að Sveina fær mig með
sér í kaffi til Svölu samstarfskonu
sinnar í Holtagerðinu en þær unnu
saman á róló. Þarna komum við inn
niðurrigndar úr rigningunni og nut-
um gestrisni og glaðværðar Svölu.
Skemmst er frá að segja að þessi
heimsókn hafði afdrifarík áhrif á líf
mitt. Þarna hitti ég mág Svölu í fyrsta
sinn en þá bjó hann hjá Svölu og
Benna. Leiðir okkar hafa ekki skilið
síðan.
Margs er að minnast frá kynnum
mínum af Svölu og fjölskyldu hennar
frá þeim degi sem aldrei bar skugga á
og oft var glatt á hjalla. Svala var ein-
staklega lagin við að njóta lífsins og
alltaf var hún til í smáskrepp og mik-
ið skruppum við saman. Oft ræddum
við saman í skreppitúrum okkar um
hve heppnar við tvær vorum, við átt-
um svo skilningsríka eiginmenn.
Svala var með mikla bíladellu,
elskaði að fara út að keyra. Til að
komast í bíltúr átti hún það til að
skreppa í næsta bæjarfélag til þess
eins að fara í matvörubúðina. Hún
var mikil húsmóðir og hélt vel utan
um fjölskyldu sína, það var alltaf
notalegt að skreppa í heimsókn til
Svölu. Eitt sinn þegar ég kom til
hennar á Kópavogsbrautina þá var
hún búin að steikja tvö hundruð
hamborgara fyrir hundinn og setja í
frystikistuna, hún taldi það nú ekki
eftir sér.
Hún ferðaðist mikið um heiminn,
enda bar hennar fallega heimili vitni
um það. Minjagripirnir víða að sem
hver átti sína sögu heilluðu gesti
hennar stóra sem smáa.
Mikið áfall var þegar hún missti
Benna fyrir aldur fram rúmlega
fimmtugan en hún bar harm sinn í
hljóði. „Verð að vera sterk fyrir
börnin,“ sagði Svala. Hún hélt vel um
börnin sín og barnabörn og missir
þeirra er mikill. Þau eru ekki bara að
missa mömmu, ömmu og langömmu
heldur góða vinkonu líka.
Elsku Jói, Lilja, Ragnheiður og
Halldór, við vottum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar innilega samúð okkar
á þessari erfiðu stundu. Guð hjálpi
ykkur í sorg ykkar, einnig vissan um
að það hefur örugglega verið tekið
vel á móti móður ykkar.
Að leiðarlokum viljum við kveðja
með söknuði góða vinkonu. Einnig
segja það að ef lundarfarið er mæli-
kvarðinn, þá höfum við ekki kynnst
auðugri konu en Svölu og fyrir það
verðum við ævinlega þakklát.
Guðrún, Jóhann, Rósa,
Vigdís og Sóldís.
Það er komið að kveðjustund fyrir
elskulega vinkonu mína Svölu Sölva-
dóttur, sem er farin frá okkur allt of
snemma eftir snarpa baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Svala var fædd og
uppalin í Vestmannaeyjum og þar
kynntumst við sem litlar stelpur, lík-
lega þriggja eða fjögurra ára gamlar.
Við lékum okkur mikið saman og
nutum æskunnar í fallegu Eyjunum
okkar. Síðar unnum við saman í
Netagerð Vestmannaeyja og þar
treystust vinaböndin enn frekar.
Eftir að hún flutti frá Eyjum héldum
við góðum tengslum og þegar ég
flutti með fjölskyldu mína uppá land í
gosinu þá gátum við tekið upp þráð-
inn að nýju.
Ég hugsa til hennar í dag með hlý-
hug og söknuði, því hún var afar stór
hluti af lífi mínu. Það er sannarlega
margs að minnast á kveðjustund, en
ofarlega í huga eru skemmtilegu
ferðalögin okkar, bæði innanlands og
utan. Hún hafði létt og skemmtilegt
skap og okkur skorti aldrei umræðu-
efni. Það fór aldrei á milli mála við
hvern ég talaði þegar Svala hringdi:
„Nú, varstu að tala við Svölu“ kvað
við frá fjölskyldunni þegar við höfð-
um lokið samtali okkar. Yfirleitt var
það vegna þess hve lengi við gátum
talað og hversu innilega við gátum
hlegið yfir gömlum minningum og
skemmtilegum stundum úr Eyjum.
Ég vil fá að þakka fyrir allar þess-
ar góðu og fallegu minningar sem
safnast hafa í kistilinn okkar gegnum
árin. Ég get yljað mér við þær þegar
ég sakna vinkonu minnar í framtíð-
inni. Það hafa sannarlega verið for-
rétindi að fá að kynnast og eiga Svölu
að sem bestu vinkonu. Það er erfitt
að finna orð sem lýst gætu því sem
býr í huga mér á þessari stundu og
kannski ná engin orð yfir það sem ég
vildi helst koma á framfæri. Það er
einfaldlega þessi einstaka tilfinning
að hafa átt góða vinkonu sem fylgt
hefur mér gegnum lífið frá unga aldri
án þess að skugga hafi borið á vin-
áttu okkar.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég þakka fyrir alla tryggð og um-
hyggju og bið börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra blessunar Drottins á
þessum erfiðu stundum. Drottinn
blessi minningu Svölu vinkonu minn-
ar.
Dóra Steindórsdóttir.
Svala Guðmunda
Sölvadóttir
✝ Sigurlín Helga-dóttir fæddist í
Ólafsvík 30. júní
1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir að morgni 17.
október síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Kristín Sig-
urðardóttir, f. í
Suður-Múlasýslu
1877, og Helgi
Jónsson, f. í Vestur-
Skaftafellssýslu
1874. Systkini Sig-
urlínu voru sjö: Sig-
urður Ágúst, Hólmfríður Agnes,
Guðmundur Herjólfur, Elsa Dó-
róthea, Helgi, Friðjón og Ingi-
gerður. Þau eru öll látin. Sig-
urlín ólst upp í Ásgarði, Ólafsvík.
Sigurlín giftist Hjalta Björns-
syni, f. á Stóra-Sandfelli í Skrið-
dal 27. des. 1914, d. 12. mars
2005. Foreldrar hans voru Guð-
rún Einarsdóttir, f. 1884, og
Björn Antoníusson, f. 1876. Sig-
urlín og Hjalti bjuggu öll sín bú-
skaparár í Reykja-
vík, lengst af á
Tunguvegi 72 en
síðustu árin í
Tröllaborgum 23.
Börn Sigurlínar
og Hjalta eru: 1)
Birgir, f. 1945,
maki Bjarndís Sum-
arliðadóttir. Dætur
þeirra eru a) Þóra,
maki Orri Ingþórs-
son, þau eiga þrjú
börn. b) Sigurlín,
maki Eysteinn Jó-
hann Dofrason, þau
eiga tvær dætur, fyrir á Sigurlín
eina dóttur. 2) Helgi, f. 1949,
maki Guðrún Stefánsdóttir. Synir
þeirra eru a) Stefán Hjalti, maki
Brynja Grétarsdóttir, þau eiga
tvær dætur. b) Guðni. 3) Björn, f.
1951. 4) Kolbrún, f. 1955, maki
John Lovell, dóttir þeirra er
Stephanie.
Útför Sigurlínar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Þá er komið að kveðjustund kæra
amma. Það eru margar ljúfar minn-
ingar sem við bræðurnir eigum um
þig. Ljúfustu minningarnar verða þó
alltaf tengdar bernskunni, helgarnar
þegar við komum í heimsókn og boðið
var upp á heitt súkkulaði með rjóma,
rjómapönnukökur og brúntertuna
með brúna kreminu sem enginn bak-
aði betur en þú, og jólaboðin, þar sem
þið afi tókuð á móti börnunum ykkar
og barnabörnum í litlu notalegu stof-
unni ykkar á Tunguveginum, þar sem
þið bjugguð lengst af og áttuð hlýlegt
og gott heimili, sem notalegt var að
heimsækja.
Góð nærvera ömmu, kærleikurinn
og hlýjan sem hún sýndi okkur alla tíð
mun lifa í minningu okkar bræðra.
Kæra amma, við kveðjum þig með
söknuði og þökkum þér fyrir allt það
sem þú varst okkur bræðrunum alla
tíð.
Hvíldu í friði kæra amma.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Jochumsson)
Stefán Hjalti og Guðni.
Sigurlín
Helgadóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín og systir okkar,
INGA ÁSTA EIRÍKSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
áður til heimilis í Efstasundi 53,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn
31. október kl. 11.00.
Þórður Guðnason,
systurnar frá Réttarholti.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐFINNA BJARNADÓTTIR ÓLAFS,
Látraströnd 19,
Seltjarnarnesi,
sem lést fimmtudaginn 23. október, verður
jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn
31. október kl. 15.00.
Skúli Ólafs, Guðbjörg R. Jónsdóttir,
Bjarni Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Mín ástkæra eiginkona,
ESTER ÓSKARSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 20,
Gamló,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn
29. október.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Brynjar Karl Stefánsson.