Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 33

Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÖLL UMFERÐ Á GRASINU ER BÖNNUÐ ÖLL UMFERÐ Á GRASINU ER BÖNNUÐ BANDIÐ Í FLUGDREKANUM ER EKKI NÓGU LANGT... VILTU LENGJA BANDIÐ FYRIR MIG? LÍSA, ÉG ÞARF HJÁLP MAMMA! MAMMA! ÉG SÁ FYRSTU LÓU ÁRSINS! HRINGDU Í DAGBLAÐIÐ! DRÍFÐU ÞIG! HA HA! ÉG VERÐ Á FORSÍÐUNNI! ÉG FÆ VIÐURKENNINGARSKJAL! ÞAÐ VERÐUR HALDIN HÁTÍÐ! ALLT FYRIR MIG! ÆTTI ÉG AÐ SETJA VERÐLAUNAFÉÐ INN Á BANKA EÐA ÆTTI ÉG AÐ EYÐA ÞVÍ Í VITLEYSU? KALVIN ÞETTA ER GRIMM VERÖLD SEM VIÐ BÚUM Í SLAPPAÐU AF... VORIÐ ER KOMIÐ! ÉG SÁ LÓU Í GÆR GOTT KVÖLD, HERRAR MÍNIR ÁÐUR EN ÞIÐ PANTIÐ LANGAR MIG AÐ SEGJA YKKUR HVER RÉTTUR DAGSINS ER Í DAG ER ÞAÐ „GRÆNMETISSALAT FRÚ FJÓLU“, OG MEÐ ÞVÍ FYLGIR VOLG GRÆNMETISSÚPA GRÍMUR, ÞÚ VARST AÐ KOMA AF KLÓSETTINU! AF HVERJU ERTU AÐ FARA ÞANGAÐ AFTUR? ÉG ER BARA SVO HRIKALEGA ÞYRSTUR ÉG ER BÚINN AÐ KOMA GILDR- UNNI FYRIR. ÞESSI MÚS VERÐUR EKKI FYRIR OKKUR MIKIÐ LENGUR ÉG HELD AÐ KRAKKARNIR VÆRU EKKI ÁNÆGÐIR MEÐ ÞESSA MÚSA- GILDRU HÚN ER AFTAST Í SKÁPNUM. ÞAU SJÁ HANA ALDREI HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA?!? MÖRÐUR... ÞÚ SKAUST MIG! EFTIR AÐ HAFA UNNIÐ FYRIR ÞIG Í MÖRG ÁR... VILDIR ÞÚ DREPA MIG! NÚNA FÆ ÉG AÐ HEFNA MÍN! ÞÚ ERT BÚINN AÐ SKJÓTA NÓGU MIKIÐ Í DAG, MÖRÐUR Velvakandi SÓLIN er æ styttra á lofti og skammdegið stigmagnast. En í staðinn fáum við fallega vetrarsól sem hér skín á eitt af mörgum gömlum bárujárns- húsum Reykjavíkur og varpar löngum skuggum trjánna á gult bárujárnið. Morgunblaðið/RAX Vetrarsólin Vinir okkar Fær- eyingar AÐ undanförnu hafa stórar fjárhæðir stöð- ugt verið í fréttum. Ég efa að almennt geri al- menningur sér grein fyrir afstæðri stærð þessara fjárhæða. Þ.e. skynji í raun hvað verið er að fjalla um miðað við verðmæti sem flest- ir átta sig hver eru t.d. árslaun, bílverð, íbúða- verð o.s.frv. Þá finnst mér mikið vanta á að fjölmiðlar komi ofan- greindum upplýsingum á framfæri í því formi að sem flestir skilji. Nú er iðulega fjallað um hugs- anlegar lánafyrirgreiðslur frá IMF, Rússum og hinum Norðurlöndunum og þá ekki síst frá Norðmönnum. Sérstaklega er rætt um vináttu frændþjóðanna í þessu sambandi og ítrekað tíundað hve mikinn velvilja þessar þjóðir sýna Íslendingum. Að þessu sögðu langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi: Rætt er um að lánsþörf Íslendinga sé um 700 milljarðar króna ef ég man rétt. Færeyingar hafa boðið fram vaxta- laust lán að fjárhæð 6 milljarðar króna án trygginga, að því er mér skilst. Það þurfti ekki að biðja þá um þetta lán, þeir buðu það fram og settu eng- in skilyrði. Færeyingar eru tæp 50 þúsund. Norðmenn eru um 4,6 milljónir og eru vænt- anlega ríkasta þjóðin hér norður frá. Norð- menn eru sem sagt um 92 sinnum fleiri en Færeyingar. Ef Norð- menn liðsinntu Íslend- ingum með sama vel- vilja og Færeyingar mætti búast við vaxta- lausu láni frá þeim, án trygginga, að fjárhæð 550 milljarðar króna. Það myndi sennilega duga okkur með láni IMF. Það er ástæða til að vekja athygli á þessum rausn- arskap Færeyinga því hlutfallslega eru þeir að leggja margfalt meira á sig en margir til að aðstoða okkur. Það sakar ekki að gera samanburð við framlag annarra þjóða, þannig getum við séð hverjir eru hinir raun- verulegir vinir Íslendinga. Ragnar Ingimarsson.  Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, tölvukennsla kl. 10.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, myndlist kl. 13 og Grandabíó, kvikmyndaklúbbur og bókmenntaklúbbur, íslenskar nútíma- bókmenntir kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, helgistund kl. 10.30, boccia kl. 9.30, leikfimi kl. 11 og myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist kl. 13.30, helgistund með sr. Hans Markúsi kl. 10. Böðun, leikfimi, handavinna, myndlist, dagblöð, bókband. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ- kórinn æfir í KHÍ kl. 16.30. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður, leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, bókband kl. 13, vetrarfagn- aður kl. 14, m.a. á dagskrá: Sigurlaug Guðmundsd. býður veturinn velkominn og Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg Ólafs- dóttir með söngatriði, kaffihlaðborð. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9 og 13, ganga kl. 10, brids og jóga kl. 18. Á morgun er vetri fagnað með dagskrá sem hefst eftir bingó og kaffihlaðborð. Ólafur B. Ólafsson og Ingi- björg Ólafsdóttir skemmta. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Málun kl. 9, gönguhópur kl. 11, vatns- leikfimi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13, handa- vinnuhorn kl. 13, boccia kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Þórhildur Ólafs. Búta- saumur, myndlist og perlusaumur kl. 12.30. Á morgun kl. 10 er prjónakaffi/ Bragakaffi. Sími 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Vinafundur í Setrinu kl. 14. Kaffi. Hraunbær 105 | Postulínsmálun, bað- þjónusta kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, opið hús kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30, kaffi- veitingar. Aftur af stað kl. 16.10. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Blöðin kl. 9-11. Stef- ánsganga kl. 9, listasmiðja kl. 9-16, gler- skurður og myndlist, leikfimi kl. 10. Dís- irnar og draumaprinsarnir kl. 13.30, Hjördís Geirs. Tölvuhópur kl. 13. Bólu- setning kl. 13-13.30. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Húna- búð kl. 16.30-18. Uppl. í síma 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morgun. Listasmiðja, gleriðnaður og tréskurður alla fimmtudaga og föstudaga kl. 13-16 á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar æfingar kl. 9.45, boccia karlaklúbbur/blandaður hópur kl. 10.30, ýmis námskeið kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30. Laugarneskirkja | Bingó á samveru eldri borgara í safnaðarsalnum kl. 14. Umsjón hefur Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju, ásamt Gunnhildi Einarsdóttur kirkjuverði og þjónustuhóp kirkjunnar. Norðurbrún 1 | Leirnámskeið og handa- vinna kl. 9-16, boccia kl. 10. Opið smíða- verkstæði - útskurður. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9, kóræf- ing og leikfimi kl. 13, tölvukennsla kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fyrir hádegi, smiðja, bókband, postulínsmálun, morg- unstund kl. 9.30, boccia, upplestur kl. 12.30. Eftir hádegi er handavinna, spilað og stóladans kl. 13.15. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinna með leiðsögn, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.15, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14, Vitabandið leikur. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kirkj- unnar kl. 10, salurinn opinn og leikfimi kl. 13, spila- og skákklúbbar kl. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.