Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 38

Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Max Payne kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Bankok Danger kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára House Bunny kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650k r. HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! 650k r. GÁFUR ERU OFMETNAR - S.V., MBL - Þ.Þ., DV 650k r. HÖRKUSPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! 650k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. Brjálæðislega fyndin mynd í anda American Pie! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRARBÍÓI HUGLJÚF OG SKEMMTILEG MYND UPPFULL AF FRÁBÆRUM LEIKKONUM MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn SÝND SMÁRABÍÓI My Best Friend´s Girl kl. 8 - 10 B.i.12 ára Max Payne SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 8 - 10 B.i.16 ára Reykjavík Rotterdam kl. 6 B.i.14 ára Skjaldbakan og Hérinn 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn kl. 6 LEYFÐ My Best Friend´s... kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára The Women kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Burn after Reading kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára Í ljósi ritdeilna er eiga sér nústað á síðum blaðsins um krútt-kynslóðina langar mig til þess að deila með ykkur sögu af einum mesta egóista er ég hef á ævinni kynnst. Manni svo fullum af sjálfum sér að jafnvel fyrrum kærasta hans um níu ára skeið kallar hann nú Narcissus. Ég á auðvitað við sjálfan mig. Hér áður fyrr var ég stanslaust í því að taka á móti verðlaunum fyrir stórkostleg afrek mín á sviði lista. Sjaldnast þó í raunheimum því flest- ir bikarar sem ég hef tekið á móti hafa verið í höfðinu á mér. Um leið og nýtt lag var fætt sá ég fyrir mér hvernig það myndi rjúka upp vin- sældarlista og áður en ég skilaði gít- arnum aftur í töskuna sína var ég búinn að undirbúa þakkaræðuna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyr- ir lag ársins. Þegar ég gengi inn á sviðið myndu blöðrur falla úr loftinu og Björk biði þess að afhenda mér styttuna með samgleðitárin í aug- unum. Það var því kannski ekki skrítið að í þau fáu skipti sem ég fékk einhver verðlaun þá hafi mér liðið eins og allt of lítið veður væri gert úr því. Náði aldrei að njóta þess til fulls og ef eitthvað þá gerði það mér erfiðara fyrir að halda áfram listsköpun minni.    Óttinn við að gera ekki eins velnæst, færði mér algjöra rit- stíflu og vantrú á allt sem flæddi út úr mér. Ég grandskoðaði allt sem birtist á prenti um mig og mína og eitt neikvætt orð vó ávallt þúsund sinnum þyngra en þau jákvæðu. Eins og það sem birtist á prenti end- urspeglaði hug almennings eða gæti hugsanlega mótað skoðanir múgsins það mikið að jafnvel þeir er höfðu þegar tengt við listsköpun mína myndu hreinlega skipta um skoðun og smekk. Sá fyrir mér að ein nei- kvæð grein í blaði gæti haft meiri áhrif á skoðun komandi kynslóða á verkum mínum en tónlistin sjálf. Þannig varð sköpunin sjálf stöðugt smituð af stöðugum áhyggjum af hvert álit annarra yrði. Hvað blöðin myndu skrifa ef ég gerði hitt og þetta sem er auðvitað einungis ávís- un á stöðuga vanlíðan. Sem sagt skólabókardæmi um hið plagaða listamannaeðli, er hefur misst hæfi- leikann til þess að láta sköpun sína eina saman veita sér þá hamingju er listafólk hefur færi á að njóta með því einu að nýta hæfileika sína. Listamenn eru tilfinningaverur og ein viðkvæmasta manntegund sem til er. Um hvað snýst þessi ritdeila um krútt-kynslóðina eiginlega? Fáir listamenn hafa fengið jafn lofsam- lega umfjöllun í íslenskum fjöl- miðlum síðustu ár og þeir er hefur viljandi eða óviljandi verið ýtt undir þann hatt. Í mínum huga festist orð- ið „krútt“ á þá tegund tónlistar er leggur áherslu á fegurðina í einföld- um melódíum og útsetningum og er ekki skírskotun í að hlutir séu barnalegir eða ómarktækir á nokk- urn hátt. Þær staðhæfingar að krúttin hafi tekið hörðustu og skýr- ustu afstöðu gegn þjóðfélagsmálum ná nær eingöngu yfir Björk, Ólöfu Arnalds, Sigur Rós og Amiinu- stúlkurnar og hafa lítið sem ekkert með alla hina listamennina að gera. Um leið og ungir listamenn nota slík rök, eru þeir sjálfir að viðhalda þeim krútt-stimpli er pirrar þá svo að hafa á enni sér. Um hvað snýst þessi ritdeila um krútt-kynslóðina eiginlega? Jú, sært listamannastolt einstaklinga er hafa óþarfa áhyggjur af hinu ritaða orði. Einstaklinga sem eru vanir því að fá stöðugt hrós og höndla það illa að pistlahöfundur úti í bæ tjái skoðun er rennur ekki í þann farveg er búið var að leggja í þeirra eigin höfði.    Stakur pistlahöfundur er ekkiMorgunblaðið og skoðanir hans endurspegla því ekki skoðun þess, hvað þá almennings. Það vita lista- mennirnir best sjálfir með því að skoða plötusölu sína og mætingu á tónleika. Valur Gunnarsson og Atli Bollason mega fabúlera það sem þeim sýnist en í lok dags stendur listssköpun þessara tónlistarmanna eftir óhreyfð. Þetta er ys og þys út af engu. Með því að leyfa skoðunum stakra pistlahöfunda að hafa svo sterk áhrif á sig að ýta verður af stað ritdeilum á síðum blaðanna eru ungir listamenn að gefa slíkum vangaveltum einstakra penna meira vægi. Hættið þessu væli og haldið áfram að búa til góða tónlist! biggi@mbl.is Af hverju kvarta krúttin? AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson »Um hvað snýst þessiritdeila um krútt- kynslóðina? Særð lista- mannastolt einstaklinga er hafa óþarfa áhyggjur af hinu ritaða orði. Morgunblaðið/Golli Sigur Rós Fyrsta hljómsveitin er fékk á sig „krútt“-stimpilinn. Fyrst og fremst vegna fegurðar tónlistarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.