Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 „VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI RÆMUM ÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára WOMAN kl. 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 10:20 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ PINEAPPLE EXPRESS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ BURN AFTER READING kl. 10:10 B.i. 16 ára / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS EAGLE EYE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára RIGHTEOUS KILL kl. 10:10 B.i. 16 ára ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHE SÝND Á AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE SÝND Á SELFOSSI TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA RICHARD GERE ÁSAMT DIANE LANE FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU. OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞRÁTT fyrir bágt efnahagsástand hefur plötusala í miðbænum aukist. Sala geisladiska- og vínylplatna var meiri í október í ár en á sama tíma í fyrra. Aðstandendur verslananna segja helstu ástæðu þess vera að ferðamenn geti leyft sér að eyða fleiri krónum en áður og að íslensk útgáfa sé yfir höfuð góð. Söluhæstu plöturnar í öllum verslunum bæj- arins eru nýútkomnar íslenskar plötur. „Salan í kringum Airwaves í ár var sérstaklega betri en í fyrra,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, versl- unarstjóri Skífunnar á Laugavegi. „Ég sé að það er meiri sala en í fyrra og hvernig hefði hún verið ef ástand- ið væri ekki svona? Ég held að góð útgáfa á íslenskri tónlist sé ein ástæðan fyrir þessu. Það er fullt af skemmtilegum ungum sveitum að koma upp á yfirborðið. Það er samt erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Útlendingarnir gátu auðvit- að eytt meira í kringum Airwaves og ef það gengur eftir sem maður held- ur, að fólk komi til með að kaupa ódýrari jólagjafir í ár en í fyrra, trúi ég því að fólk muni kaupi fleiri bæk- ur og geisladiska.“ Tvöfalt meira en á síðasta ári Plötubúð Smekkleysu færði sig um set í sumar og opnaði á nýjum stað á Laugavegi 28. Benedikt Reynisson, starfsmaður þar, segir það hafa haft mikil áhrif á söluna. „Það hefur aldrei gengið betur en núna,“ segir Benedikt er telur líka að hörðustu tónlistargrúskararnir leiti frekar í persónulegra umhverfi en stóru búðirnar bjóða upp á. „Ég held að október í ár hafi skilað tvö- falt meira í kassann en í fyrra. Þó var fínt að gera í október í fyrra. Það sem skiptir mestu máli er breytt staðsetning og að við erum líka með plötur sem aðrir eiga ekki. Það hefur líka orðið aukning í vínylplötusölu alls staðar, líka hér á Íslandi.“ Söluhæstu titlarnir í síðustu viku voru nýútkomnar plötur FM Bel- fast, Retro Stefson, Emilíönu Torr- ini og allt eftir Sigur Rós. Betra ár en í fyrra „Salan hér í búðinni hefur verið vel stígandi og hefur alltaf staðið vel,“ segir Lárus Jóhannesson hjá 12 tónum er þakkar auknum fjölda ferðamanna aukna plötusölu. „Októ- bermánuður hjá okkur er talsvert betri en í fyrra. Þar vil ég þakka mjög góðri Airwaves-hátíð.“ 12 tónar leggja mikið upp úr góðu umhverfi fyrir kúnna og eru þekktir fyrir að bjóða upp á kaffi á meðan rennt er í gegnum diska. „Hér fær fólk tækifæri til þess að hlusta á það sem það langar til, oft í nokkrar klukkustundir. Það fer oft út með tíu eða fleiri diska. Fyrir ferðamenn er þetta eins og kynningarmiðstöð fyrir íslenska tónlist.“ Plötusala eykst Helstu plötubúðir miðbæjarins selja allar meira nú en á sama tíma í fyrra FM Belfast Fyrsta breiðskífa FM Belfast er ein þeirra fjölda íslensku platna sem rjúka út úr hillum plötubúða miðbæjarins þessa dagana. BRAD Pitt ætlar ekki að giftast barnsmóður sinni og unnustu Angelinu Jolie vegna þess að hann er hræddur við að ganga í gegnum skilnað aftur. Pitt skildi við leik- konuna Jennifer Aniston árið 2005, stuttu áður en hann hóf samband sitt við Jolie. Sá skilnaður á að hafa lagst illa í kappann og hefur hann því heitið því að ganga ekki upp að altarinu í annað skipti af ótta við að þurfa að skilja aftur. Pitt er nú við tökur á Quentin Tarantino-myndinni Inglorious Bastards í Berlín. Mótleikkona hans þar, Diane Kruger, hefur æst upp afbrýðissemina í Jolie. Kruger hef- ur lýst yfir áhuga sínum á Pitt en þeim tveimur semur víst vel á töku- stað. Annars er það líka að frétta af skötuhjúunum að þau þurftu að ráða sex barnfóstrur og fá nokkra bíla að láni á meðan Pitt er við tök- ur í Þýskalandi. Mya Walters, upplýsingafulltrúi bílaframleiðandans Volkswagen, sagði að fyrirtækið hefði þurft að sjá Hollywood-fjölskyldunni fyrir tuttugu bílum á meðan hún dvelur í Berlín. Jolie og Pitt flugu nýlega ásamt börnunum sínum sex í stutta heim- sókn til New Orleans. Með í fluginu út voru fjórar barnfóstur en þegar til Bandaríkjanna kom þurfti að bæta tveimur við til að hafa stjórn á öllum barnahópnum. Ætlar ekki að giftast Jolie Reuters Hrifin Diane Kruger.Unnast Brad Pitt og Angelina Jolie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.