Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 25

Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Á Geirsnefi er gaman Hann tekur því með stóískri ró Beagle-hundurinn þó að lítill fjörkálfur hangi aftan í honum. Enda er alltaf gaman að hitta aðra hunda og leika saman. Á Geirsnefi er leyft að sleppa hundum lausum og oft er þar handagangur í öskjunni þegar menn og ferfætlingar hittast og gleðjast saman. Árni Sæberg Pjetur Hafstein Lárusson | 6. nóvember Ráðum útlendinga í landsstjórnina Sjálfstæðisbarátta þjóða getur tekið á sig und- arlega mynd. Svo mót- sagnakennt sem það kann að hljóma, þá á ís- lenska þjóðin nú í sjálf- stæðisbaráttu gegn spilltri, innlendri valdastétt. Þeirri stétt þarf að henda á öskuhauga sögunnar; þar á hún heima og hvergi annars staðar. En til þess að svo megi verða, þarf að fara ýtarlega í saumana á starfsemi valdastéttarinnar undanfarin ár. Það þarf að afhjúpa bankakerfið, verslunarein- okunina, vanhæfni fjölmiðlanna í tengslum við eigendur þeirra og síðast en ekki síst stjórnkerfið. Hvernig má það vera, að fram- kvæmdavaldið er jafn sterkt á Íslandi og raun ber vitni? Hvers vegna er alþingi ómerkileg afgreiðslustofnun? Hvar voru opinberar eftirlitsstofnanir með fjár- málakerfinu, meðan allt fór í hundana? Ef Ísland á að lifa sem sjálfstætt ríki, verður að fá svör við þessum spurn- ingum og mörgum fleiri. ... Meira: hafstein.blog.is Hallur Magnússon | 6. nóvember Af hverju ekki 25% stýrivextir? Af hverju höfum við ekki 25% stýrivexti? Þá nær Seðlabankinn að drepa þessi fáu starfhæfu fyr- irtæki og setja heimilin strax á hausinn með einu náðarskoti í stað þess að láta lífið fjara út hægt og örugglega næstu vikur. Niðurstaðan er sú sama með 18% drápsvöxtum og með 25% drápsvöxtum – það tekur bara aðeins lengri tíma! Meira: hallurmagg.blog.is Sigurlaug Guðrún Inga Gíslad. | 6. nóv. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar Þetta mál er alfarið rekið á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar … Steingrímur, á þetta að vera brandari? Það ber enginn nokkra ábyrgð í þessu þjóðfélagi nema sauðsvartur al- menningur, við erum látin bera ábyrgð, þeir sem missa vinnu sína eru gerðir ábyrgir, þeir sem hafa tapað ævihýru sinni eru gerðir ábyrgir, þeir sem tapa heimili sínu eru gerðir ábyrgir. Þeir sem hins vegar taka áhættu með fé sitt í hlutafjárbraski, taka þá áhættu, og það er þeirra mál og lítil ábyrgð í því fólgin, það er fjárhættuspil. ... Meira: sillagunna.blog.is ÍTREKUÐ tilmæli hafa verið gefin um það að ekki eigi að tala um sökudólga. Þess vegna legg ég til að við sleppum bara forskeytinu og köllum þá einfaldlega dólga. Það er ekki búið að banna það ennþá. Þrátt fyrir allt er ekkert sérlega flókið að vera manneskja. Flest lærum við nokkuð snemma að til- einka okkur þau grunngildi sem nauðsynleg eru til að geta lifað til- tölulega sátt í samfélagi við annað fólk. Þess vegna er algjörlega óþol- andi að þeir sem af eiginhags- munafrekju kjósa að hunsa þessar sjálfsögðu umgengnisreglur skuli fá að vaða endalaust uppi og valda okkur hinum ómældum skaða í leið- inni. Fjögurra ára sonur minn þótti hitta naglann á höfuðið í leikskól- anum með sínu innleggi í umræðu um borðsiði þegar hann sagði: „Svo frussar maður ekki framan í heið- arlegt fólk.“ Bragð er að þá barnið finnur. Og hvaða afsökun hafa þá dólgarnir, sem allir hljóta þó í það minnsta að hafa lokið grunnskyldu- námi, fyrir því að vera ekki búnir að læra þetta? Nú stendur nefnilega bunan framan í þjóðina af því sem varla er hægt að kalla neitt huggulegra en fruss og froðu, bæði frá þeim sem við borgum laun fyrir að standa vörð um sameiginlega hagsmuni okkar og frá hinum dólgunum sem hafa komist upp með það (í skjóli „hagsmunavarðanna“) að steypa okkur í óskiljanlega stórar skuldir. Nokkuð sem mig langar að afþakka pent, ég er fullfær um að stofna til minna skulda sjálf. Ég hef ekki skrifað undir neina sjálfskuld- arábyrgð fyrir fjárglæpamenn og duglausa ráðamenn. Við erum hins vegar flest svo vel upp alin að við gerum ekki mikið meira en að reyna að þurrka mesta óhroðann kurteislega framan úr okkur, og börnunum okkar, og höldum þann- ig áfram að samþykkja dólgshátt- inn. Sennilega myndi grisjast dug- lega í hópi ráðamanna ef kosn- ingaaldurinn væri lækkaður og miðaður til dæmis við þá sem hafa lært undirstöðuatriði í almennu velsæmi á borð við: Það á ekki að ljúga, það á ekki að stela, maður á að taka ábyrgð á gjörðum sínum, maður frussar ekki framan í heið- arlegt fólk og fleiri góða og gilda siðir. Þetta er kennt með ágætum árangri í öllum leik- og grunn- skólum landsins. En þar sem það er ekki í sjónmáli að börnin okkar fái nokkru ráðið um það hverjir þjösn- ast til forystu og frama í landinu verðum við að standa okkur miklu betur fyrir þeirra hönd. Maður frussar ekki framan í heiðarlegt fólk. Burt með dólgana! Margrét Örnólfsdóttir (Söku)dólgar Höfundur er handritshöfundur og tónlistarmaður. FRÁ því að einka- væðingarferli stóru ríkisviðskiptabank- anna hófst um 1998 og fram til ársins 2007 jókst framlag banka og annarra fjármála- stofnana til tekjusköp- unar í hagkerfinu verulega eða úr 3,6% af vergri landsfram- leiðslu í tæp 9% af vergri landsfram- leiðslu. Á föstu verð- lagi meira en þrefald- ast tekjur þjóðarbúsins af þessari starfsemi. Það má slá því föstu að fjármálastarfsemin hafi verið grund- völlur hagvaxtar undangenginna ára. Fjármálastarfsemi er mannafla- frek. Menntakerfi þjóðarinnar var endurskipulagt þannig að á tímabili voru tæplega 2000 nemendur að læra viðskiptafræði í hinum ýmsu háskól- um þjóðarinnar. En það dugði fjár- málastofnunum ekki. Flestir verk- fræðingar, tölfræðingar og stærðfræðingar sem útskrifuðust frá aldamótum og fram á þetta ár urðu bankamenn. Verkfræðideildir há- skóla endurskipulögðu námsbrautir og byrjuðu að kenna fög með tælandi nöfnum á borð við fjármálaverkfræði og fjármálatölfræði. Ísland stefndi að því að verða Banka-Ísland. Staðan er því þannig um árslok 2007 að Íslendingar virðast hafa ákveðið að leggja áherslu á fjármála- starfsemi með stórfelldri uppbygg- ingu fjármálafyrirtækja og tilheyr- andi aðgerðum á mannaflasviðinu. Það sem skyggði á þessa mynd var sú staðreynd að starfrækslumynt ís- lenska fjármálakerfisins var og er ís- lenska krónan. Bakhjarl íslensku krónunnar fólst í gjaldeyrisvarasjóði sem var aðeins brotabrot af skamm- tímaskuldum bankakerfisins og þeim skatttekjum sem hafa má af 300 þús- und sálum. Það þurfti ekkert próf í eldflaugaverkfræði til að skilja að þarna var byggt á sandi. Augljóst var að annað tveggja þyrfti að gera: a) að minnka bankakerfið með því hag- vaxtartapi sem því myndi fylgja eða b) að efla grundvöll bankanna með því að veita þeim aðra starfrækslumynt. Bein- ast hefði legið við að Ís- land gengi í Evrópusam- bandið og tæki upp evru. Sú undarlega staða var þó uppi á þjóðþinginu að mikill meirihluti þing- manna var því mótfall- inn. Það var komin upp pattstaða þar sem fjár- málakerfið var orðið of stórt fyrir íslensku krón- una og evran of stór fyrir íslenska stjórn- málamenn! Til þess að brjóta upp þessa pattstöðu stakk ég upp á því síðastliðið vor í grein í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv að Íslendingar og Norð- menn könnuðu kosti og galla þess að taka upp samstarf um gjaldmiðlamál. Von mín var sú að norska krónan væri hæfileg fyrir íslenska stjórn- málamenn og að Norðmenn sæju sér nokkurn hag í að koma í veg fyrir efnahagslegt öngþveiti á Íslandi með fyrirsjáanlegum neikvæðum afleið- ingum fyrir samstarfið um Evrópska efnahagssvæðið. Þessi hugmynd hlaut dræmar undirtektir bæði á Ís- landi og í Noregi. Þegar bankarnir íslensku hrundu kom fram mikill áhugi í báðum lönd- um á að skoða betur þessa leið að taka upp gjaldmiðlasamstarf við Norð- menn. Mögulegur ávinningur af slíku samstarfi fyrir Íslendinga er nú annar en var í vor. Okkur mun ekki takast að endurvekja bankakerfi sem yrði tí- föld stærð landsframleiðslunnar hér í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti muni lítil og millistór íslensk fyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum við að fá bankafyrirgreiðslu á kjörum sem væru sambærileg við erlenda sam- keppnisaðila nema erlendar banka- stofnanir hefji starfsemi á Íslandi. Tækjum við upp myntsamstarf við Noreg er líklegt að norskir bankar hæfu hér fljótlega starfsemi. Ólíklegt er að þeir sæki hingað sé byggt áfram á íslensku krónunni. Ávinningur Nor- egs fælist í að tryggja EES-sam- starfið og koma í veg fyrir neyðar- og nauðasamninga við Evrópusam- bandið um hagsmunamál Noregs. Útflutningur Bankahruns-Íslands fyrirtæki í Bankahruns-Íslandi einn- ig að geta það. Því er ekki að neita að Íslendingar gætu náð fram öllum sömu mark- miðum með aðild að ES og upptöku evru og með því að taka upp gjald- miðlasamstarf við Noreg. Þrennt mælir þó með því að „norska“ leiðin sé skoðuð nánar. Í fyrsta lagi gæti sú leið verið hraðvirkari en evruleiðin. Í öðru lagi myndi það auðvelda bæði okkur og ESB að semja ef Ísland á fleiri en einn kost í boði. Síðast en ekki síst myndi upptaka norsku krón- unnar á Íslandi jafna samkeppn- isstöðu Íslendinga og Norðmanna á helsta markaðssvæði beggja, Evr- ópumarkaði. Kannski hentar norska krónan ekki verr en evran sem grundvöllur uppbyggingar fiski- ferðamennsku og þorskeldis. Eftir Þórólf Matthíasson »Kannski hentar norska krónan ekki verr en evran sem grundvöllur uppbygg- ingar fiski-ferða- mennsku og þorskeldis. Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. Fiskiferðamennska, þorskeldi og ónýt króna og Banka-Íslands mun verða harla ólíkur. Þriðjungur útflutnings Banka- hrunslandsins verður þjónusta, þriðj- ungur fiskafurðir og þriðjungur orka í formi áls. Helstu vaxtarbroddar verða fiski-ferðamenn og þorskeldi og hugsanlega annað fiskeldi. Afurð- irnar verða seldar til evrulanda í sam- keppni við Noreg. Helstu útflutnings- vörur Noregs eru og verða orka (olía, 50% útflutnings), þjónusta, alinn og villtur fiskur. Geti útflutningsfyr- irtæki í Noregi búið við sveiflur norsku krónunnar ættu útflutnings- BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.