Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 14
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
SAMKVÆMT íslensku stjórnar-
skránni er ekkert því til fyrirstöðu
að Ísland hefji aðildarviðræður við
Evrópusambandið (ESB) og ætti
ferlið ekki að taka nema nokkra
mánuði, sagði Eiríkur Tómasson
lagaprófessor á hádegisfundi um
þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnar-
skrána sem Framsóknarflokkurinn
boðaði til í gær.
Ljóst sé að ljúki viðræðunum
þannig að Ísland ætli að gerast aðili
að ESB þurfi að breyta stjórnar-
skránni en svo það sé hægt þarf að
rjúfa Alþingi og ganga til þingkosn-
inga. Nýtt Alþingi þurfi svo að sam-
þykkja tillöguna óbreytta. Þá yrði
gengið út frá því, þó það sé ekki skil-
yrði skv. stjórnarskránni, að Íslend-
ingar fengju að kjósa um aðildina í
þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og gert
hefur verið í flestum Evrópuríkjum.
Að ýmsu að hyggja
Eiríkur sagði að í slíkum kosning-
um væri að ýmsu að hyggja svo sem
að kynna vel tillöguna sem borin
væri upp til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Hann gagnrýndi að ekki væri
búið að færa stjórnarskrána nær nú-
tímanum og setja lög um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. „Í raun hefði átt að
gera það strax árið 1944,“ sagði
hann. Jón Kristjánsson, formaður
stjórnarskrárnefndar, sagði að
loknu erindi Eiríks að nefndin væri
enn formlega til en hún hefði ekki
komið sér saman um neitt meðan
hún var að störfum.
Aðildarviðræður
tækju stuttan tíma
Morgunblaðið/RAX
Áhyggjur Eiríkur sagði nöturlegt að sjá Alþingi sitja aðgerðalaust hjá og
bíða eftir að fá mál frá ráðherrum. Staða þingsins er honum áhyggjuefni.
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
VESTURRjúpnaskot í VesturröstRemington og Winchester
Fjölmiðlar og lýðræði
tjáningarfrelsi eða ritskoðun
! " $ #
Sitja allir við sama
Frummælendur eru:
Þorbjörn Broddason %
#
Reynir Traustason &'
Jón Magnússon
( $
Fundastjóri:
)
$(
*
Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel
Reykjavík laugardaginn 8. nóvember og
hefst kl. 13:00.
% $ *
-Fyrirspurnir og umræður-
Allir velkomnir
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„VIÐ finnum að það er gríðarleg
fjölgun. Í október var til dæmis
100% aukning miðað við október í
fyrra,“ segir Vilborg Oddsdóttir, fé-
lagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Sífellt fleiri leita nú félagslegrar
aðstoðar vegna fjárhagsþrenginga
og segir Vilborg greinilegt að sam-
setning hópsins sem er hjálpar þurfi
hafi breyst. „Þeir sem eru byrjaðir
að koma núna eru fólk sem missti
vinnuna í sumar, t.d. þessir litlu
verktakar í byggingariðnaði sem
hafa ekki greitt tryggingagjöldin og
eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum.
Þeir hafa jafnvel verið tekjulausir
undanfarna tvo mánuði.“
Að sama skapi fjölgar nú fólki sem
áður leitaði eingöngu aðstoðar um
jól, s.s. stjórar barnafjölskyldur á
lægstu laununum. „Þau duga ekki til
lengur. Eftir að matur og afborganir
af lánum fóru líka að hækka um leið
og yfirvinna er kannski skorin niður
þá getur fólk þetta ekki lengur og
nær ekki endum saman.“ Að sögn
Vilborgar eru það þung skref fyrir
fólk að leita til hjálparstofnana,
flestir leiti allra annarra leiða fyrst.
Sá fasti hópur fólks sem leitað
hefur hjálpar gegnum árin hefur
fyrir löngu brennt allar brýr að baki
sér í bankakerfinu, en þeir sem núna
koma hafa hingað til ekki verið á
svörtum lista bankanna og leita
fyrst þangað eftir framfærslulánum.
„Þetta er ekki fyrsta skrefið sem
fólk tekur. Framan af heldur það að
ástandið lagist og reynir að fleyta
sér áfram sjálft. En þeir sem koma
til okkar núna eru búnir að fá það
sem þeir geta hjá fjölskyldunni og
eiga ekki neina fyrirgreiðslu hjá
bönkunum lengur. Maður heyrir
fólk segja að það geti bara ekki beðið
fjölskylduna um meiri pening.“
Búast má við að miklar annir verði
hjá Hjálparstofnun kirkjunnar eftir
áramót þegar uppsagnir taka gildi.
Viborg segir þau nú búa sig undir að
veita fólki viðtalsráðgjöf á staðnum.
„Þetta er náttúrlega ofboðslega erf-
itt skref að taka og við finnum mikið
fyrir reiði fólks. Það er betra að hún
bitni á okkur en að hún sé óskil-
greind og ekki hægt að beina henni
neitt.“
Allar aðrar leiðir eru lokaðar
Nýir hópar fólks
leita nú aðstoðar
hjálparstofnana
Morgunblaðið/RAX
Neyð Hjálparstarfsmenn segjast finna fyrir mikilli angist og örvæntingu fólks sem til þeirra leitar. Því finnist sem allar leiðir séu því lokaðar.
HITT húsið, Neytendasamtökin og
Reykjavíkurborg hafa tekið hönd-
um saman og ætla að bjóða ungu
fólki á aldrinum 16-25 ára upp á
ókeypis og óháða fjármálafræðslu á
mannamáli. Verkefnið ber nafnið
„Klár í kreppu?“ og að námskeiði
loknu eiga þátttakendur að vera
færir um að stjórna eigin fjár-
málum á ábyrgan hátt. Þátttak-
endur fá USB-lykil sér til eignar
sem hefur að geyma persónulegt
bókhaldsforrit og fjármálafræðslu
á mannamáli.
Námskeiðið er bæði fyrir þá sem
að eru illa staddir í fjármálum og
fyrir þá sem vilja fræðast um fjár-
mál almennt í forvarnarskyni.
Námskeiðið mun standa yfir í
einn mánuð og það verður haldið
einu sinni í viku í Hinu húsinu, Póst-
hússtræti 3-5. Það fer fram þriðju-
dagana 11. nóvember, 18. nóv-
ember, 25. nóvember og 2.
desember og er frá kl. 17 til 19.
Skráning fer fram á heimsíðunni
www.hitthusid.is.
Klár í kreppu?
SAMNINGUR milli Landic Ísland
og Miðbæjarhótela/Centerhotels
um leigu á rúmlega 3.000 fermetr-
um í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík
felur í sér fjölgun herbergja á hót-
elinu um 75. Stefnt er að því að
Plaza muni opna á milli núverandi
hótels í Aðalstræti 4 yfir í húsnæðið
í Aðalstræti 6 og 8, segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur auk þess fram að
stefnt sé að opnun nýja rýmisins á
vormánuðum. Til skoðunar er að
leigja jarðhæðina í Aðalstræti 8
undir veitingarekstur, verslun eða
aðra þjónustu.
Plaza bætir
við sig
ÁKVEÐIÐ hefur verið að helmingur
jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkj-
unnar verði að þessu sinni helg-
aður hjálparstarfi innanlands. Til
þess hefur ekki komið áður að
sögn Vilborgar, enda þörfin ekki
verið slík sem hún er nú.
Að auki hefur nú þegar verið
sótt fé í neyðarsjóð Hjálparstarfs-
ins, en hann er allajafna helgaður
erlendu hjálparstarfi auk þess sem
hefðbundinn hátíðarkvöldverður
kirkjuþings var lagður niður til að
bregðast við ástandinu og þeim
peningum varið í hjálparstarfið.
Hjálparstarf kirkjunnar er líkt og
aðrar hjálparstofnanir, s.s. Fjöl-
skylduhjálp og Mæðravernd, að
miklu leyti háð styrkjum og frjáls-
um framlögum.
Fjárþörfin meiri en áður