Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu. Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17 Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði. „Þjóðin sem átti fyrsta kven- forsetann á heimsvísu og bauð fram fyrsta kvennalistann til þings á nú að sýna umheim- inum að við höf- um kjark og þor til að horfast í augu við mistök og gjaldþrot karlakapítalismans og setja konur til verka.“    „Afborganir á lánunum hækka, höfuðstóll lán- anna hækkar en þær eignir, sem fólkið á, þær rýrna í verði. Þannig að í stað- inn fyrir það að það sé stuðlað að því að þjóðin hverfi frá fátækt til bjargálan þá er þjóðin að fara núna frá bjargálnum til fátæktar.“    „Og á hverjum bitnar þessi stýri- vaxtahækkun? Jú, á heimilum landsmanna, á fólki sem missir vinnuna í kjölfar þess að fyrirtæk- in í landinu eru komin í slíkan vanda að jafnvel vel rekin fyrirtæki geta lent í miklum greiðsluerfið- leikum.“    „Skattahækk- anir, gjald- skrárhækkanir eru ekki til þess að aðstoða fjöl- skyldur og heim- ilin í landinu. En grunnatriði er að aðstoða fólk, að- stoða fjölskyldur við að halda hús- unum sínum, heimilunum sínum, hvernig svo sem til þeirra lána var stofnað.“    „Við settum hér neyðarlög fyrir mánuði, 6. október. Fyrsta frumvarpið frá ríkisstjórninni eftir að neyðar- lögin voru sett, sem varða þann vanda sem við er- um í núna, er að líta dagsins ljós í dag. Þetta upplifir fólk í bráðavanda sem aðgerðaleysi, sem leti, sljóleika, skilningsleysi á aðstæðum fólks.“ Sagt í umræðunum Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jón Magnússon Höskuldur Þórhallsson Ragnheiður Ríkharðsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „VIÐ munum ekki lága kúga okkur í því máli og við mun- um ekki láta þann svarta blett sem þessir Icesave- reikningar eru verða okkur til trafala,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í utandagskrárumræðum á Al- þingi í gær og vísaði til þess sum Evrópuríki hafi gefið í skyn að þau samþykki ekki lán til Íslendinga innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) nema að sátt náist í deilum við Hollendinga og Breta vegna Icesave- reikninganna. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun ekki taka aðstoðarbeiðni Íslendinga fyrir í dag eins og til stóð. Því hefur verið frestað fram á mánudag. Máttlaus björgunarleiðangur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi í umræðunum um stöðu heimilanna og þótti lítið til „björgunarleiðangurs Geirs H. Haarde“ koma. Hann fælist í stýrivaxtahækkun, að setja krónuna á flot og í að frysta afborgarnir af lánum, frekar en að lækka vextina, sem myndi hjálpa til frambúðar. „Það er þetta sem á sínum tíma var kallað að lengja í henging- arólinni,“ sagði Ögmundur og vakti athygli á því að 26,5% dráttarvextir þýddu að af milljón króna láni þyrfti að greiða 265 þúsund krónur á ári í vexti. „Hvaða afleið- ingar halda menn að það hafi í för með sér fyrir skuldsett fyrirtæki eða heimilin?“ Geir var hins vegar ekki á sama máli og Ögmundur og sagði ríkisstjórnina önnum kafna við björgunarstörf. Nefndi hann m.a. möguleika Íbúðalánasjóðs til að rýmka heimildir gagnvart fólki í greiðsluerfiðleikum, aukna þjónustu Ráðgjafarstofu heimilanna, ráðstafanir til að gera fólk kleift að leigja íbúðir sem það hefði misst, breytingar á reglum um námslán og aukið námsframboð í háskólum og framhaldsskólum. Beini kröftunum í jákvæðar áttir „Flestir finna á eigin skinni fyrir fjárhagslegu tjóni og margir bera kvíðboga fyrir nánustu framtíð,“ sagði Geir og bætti við að erfðir tímar væru framundan. „En ég vil biðja landsmenn að beina kröftum sínum í jákvæðari átt- ir og ég fullvissa fólk um að ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að lágmarka tjón þjóð- arinnar vegna bankahrunsins og aðstoða heimilin í land- inu til að komast í gegnum þá brimskafla sem þau þurfa að fara í gegnum,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Kristinn Vilja svör Alþingi veit enn ekkert um skilmála í samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Látum ekki kúga okkur, segir Geir Haarde Lengt í hengingarólinni með því að frysta afborgarnir af lánum frekar en að lækka vexti, að mati Ögmundar J. FLEIRI hópar samfélagsins munu þurfa að horfast í augu við efnahagserfiðleika en áður hefur verið. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar við- skiptaráðherra á Alþingi í gær. „Það er sem sagt yngra fólk. Í mörgum tilfellum fólk sem er með langa skóla- göngu að baki og hefur haft mjög góða stöðu á atvinnu- markaði,“ sagði Björgvin og bætti við að þetta fólk væri oft með miklar fjárskuldbindingar á bakinu, bæði í erlendum lánum og innlendum. Koma þyrfti sér- staklega til móts við þennan hóp og bjóða upp á úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Stjórnum viðskipta- bankanna hefði þegar verið falið það verkefni. Ungt fólk í erfiðleikum Bankastjórnir fæðast Varanlegar bankastjórnir verða valdar í dag, að því er fram kom á Al- þingi í gær. Árni M. Mathiesen, fjár- málaráðherra, skipar í stjórnirnar að höfðu samráði alla stjórnmála- flokka. Árni leggur áherslu á að valið verði fólk sem hefur reynslu af bankastörfum eða úr viðskiptalíf- inu. Hins vegar þrengi möguleikana að það sé oft sama fólk og kom ná- lægt gömlu bönkunum. 60-80% gjaldþrota Viðskiptanefnd fundaði í gær með gestum um bráðavanda atvinnulífs- ins og segir Ágúst Ólafur Ágústs- son, formaður nefndarinnar, að- ila vinnumark- aðarins hafa ver- ið frekar svartsýna. Sam- tök iðnaðarins teldu að 60-80% allra fyrirtækja væru tæknilega gjaldþrota. „Stærsta verk- efnið er að koma gjaldeyrisviðskiptum í lag þannig að verð komist á krónuna,“ segir Ágúst Ólafur og bætir við að bæði Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Ís- lands sjái aðeins tvo kosti í stöð- unni: Að halda í krónuna eða sækja um aðild að Evrópusambandinu. Eitt gangi yfir alla Félagsmálaráðherra skorar á við- skiptabankana að fara að sömu reglum og Íbúðalánasjóður þegar kemur að húsnæðislánum. Sagði ráðherra á Al- þingi í gær að sér væri fyrirmunað að skilja hvers vegna þeir gætu ekki gert það. Að öðrum kosti yrði að athuga hvort Íbúðalánasjóður geti tekið yfir lán bankanna. Birkir J. Jónsson var málshefjandi í ut- andagskrárumræðu um stöðu fast- eignaeigenda og gerði athugasemd við það að útbúnar væru sérreglur utan um þá sem eru með húsnæð- islán hjá Íbúðalánasjóði þannig að þeir geti haldið húsnæði sínu á sama tíma og fólk með lán hjá rík- isbönkunum sé borið út af heimilum sínum. Eftirlaunin burt Þingflokkur VG hefur lagt fram frum- varp þess efnis að eftirlaunalögin umdeildu verði felld úr gildi. Segja þingmenn flokksins þolinmæði sína á þrotum. Ríkisstjórnin hafi nú haft hálft annað ár en ekkert gert í mál- inu. VG leggja einnig til að launa- greiðslur til æðstu ráðamanna sem eru umfram 450 þúsund skerðist um 20%. halla@mbl.is ÞETTA HELST … Ágúst Ólafur Ágústsson Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.