Morgunblaðið - 07.11.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 07.11.2008, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Sudoku Frumstig 5 8 3 9 9 7 4 8 6 4 3 1 7 2 6 3 8 4 5 5 7 2 9 6 8 1 8 3 4 9 4 5 7 2 5 8 4 2 6 7 2 3 3 1 9 5 2 4 5 7 9 4 6 2 1 3 8 7 9 5 2 8 6 2 7 9 1 8 1 5 1 7 8 2 9 3 6 8 2 3 2 5 1 3 6 5 8 9 4 5 9 6 9 1 4 7 4 2 4 2 6 8 7 1 5 3 9 3 1 8 5 2 9 6 4 7 7 5 9 4 3 6 1 2 8 2 9 3 6 1 4 8 7 5 6 8 7 9 5 3 4 1 2 5 4 1 2 8 7 9 6 3 8 7 2 1 6 5 3 9 4 1 3 4 7 9 8 2 5 6 9 6 5 3 4 2 7 8 1 2 4 3 1 9 7 6 5 8 9 1 5 2 6 8 7 4 3 6 7 8 3 4 5 2 9 1 4 6 9 8 1 2 5 3 7 5 2 1 9 7 3 8 6 4 8 3 7 4 5 6 1 2 9 7 5 4 6 8 9 3 1 2 1 8 2 5 3 4 9 7 6 3 9 6 7 2 1 4 8 5 7 1 6 9 5 8 2 3 4 5 3 4 7 1 2 9 8 6 2 8 9 3 4 6 7 5 1 1 7 8 6 2 5 4 9 3 9 5 2 4 7 3 6 1 8 4 6 3 8 9 1 5 2 7 6 2 5 1 8 7 3 4 9 8 9 7 5 3 4 1 6 2 3 4 1 2 6 9 8 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. dagbók Í dag er föstudagur 7. nóvember, 312. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Það var sagt Víkverja, að þessisetning væri komin inn í ís- lenzkt mál til þess að vera. Því til staðfestingar heyrði Víkverji sungið lag í útvarpinu, þar sem í textanum segir m.a.: Það var sagt mér að … Mér var sagt er sem sagt á útleið úr íslenzku máli. Víkverji varð meira en lítið undr- andi, þegar hann las í Morgunblað- inu, að starfsfélagi hans væri að hissa sig á hinu og þessu. Víkverja rekur ekki minni til þess að hafa séð eða heyrt þessa sögn fyrr og varð fyrir bragðið miklu hissari en kollegi hans. Svo er að sjá hvernig nýmæl- inu reiðir af. Svona tekur tungan breytingum upp á hvern dag. x x x Víkverji fylgist einsog hver annarmeð fréttastraumnum úr fjár- málaheiminum. Margt vekur þar furðu og reiði. Það er einsog þeir sem hafa verið kallaðir til forystu og ábyrgðar í bankabjarginu hafi ekki þolað að ganga þar inn, heldur um- svifalaust breytzt í purrkunarlausa peningamenn á þröskuldinum. Meira að segja forystumenn í verka- lýðshreyfingunni skorast ekki undan því að leika bankaleikinn af fullum krafti. Formaður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur tekur fullan þátt í því að hygla toppmönnum bankans, þar sem hann situr í stjórn, og veita þeim forréttindi fram yfir óbreytta félagsmenn sína, í hverra umboði hann situr í stjórn bankans. Og eng- inn fær óbragð í munninn. Stjórn VR segir formanninn njóta trausts áfram og hann hefur nóg sjálfstraust til að sitja áfram einsog ekkert hafi í skorizt. Lífeyrissjóður Víkverja er inni í lífeyrissjóði VR svo Víkverji telur þetta mál sér skylt og lýsir yfir vantrausti á formann VR. x x x Og Víkverji spyr alþingismenn:Hvenær ætlið þið að leiðrétta eftirlaunin ykkar? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gagnlegur hlutur, 8 bætir, 9 að- gæta, 10 útdeili, 11 drekka, 13 að baki, 15 iðja, 18 sveðja, 21 dauði, 22 þukla á, 23 duglegur, 24 hugsanagang. Lóðrétt | 2 aðgæsla, 3 lóga, 4 grípa, 5 knappt, 6 óhapp, 7 afkvæmi, 12 magur, 14 hest, 15 róa, 16 hindra, 17 flandur, 18 hvassan odd, 19 púkinn, 20 tungl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 spjör, 4 kunna, 7 ræpan, 8 ræðin, 9 díl, 11 kæna, 13 firð, 14 skera, 15 kuti, 17 tala, 20 æða, 22 enn- ið, 23 nýrað, 24 afurð, 25 akkur. Lóðrétt: 1 sprek, 2 Japan, 3 rönd, 4 karl, 5 niðji, 6 ann- að, 10 ígerð, 12 asi, 13 fat, 15 kveða, 16 tinnu, 18 afrek, 19 arður, 20 æðið, 21 anga. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 Rc6 4. Bb5 Rd4 5. Rxd4 cxd4 6. Re2 Dg5 7. Rxd4 Dc5 8. Rxe6 fxe6 9. a4 a6 10. d4 Dc7 11. Bd3 d6 12. 0-0 Bd7 13. Be3 Rf6 14. f4 d5 15. e5 Re4 16. c4 g6 17. Dc2 0-0-0 18. Hfd1 Kb8 19. c5 a5 20. Hdb1 Bc6 21. b4 axb4 22. Hxb4 Kc8 23. a5 Kd7 24. a6 bxa6 25. Hxa6 Hb8 26. Hbb6 Hxb6 27. cxb6 Dc8 28. Ha7+ Bb7 29. Da4+ Kd8 30. Da5 Hg8 Staðan kom upp í A-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem stendur nú yfir í húsakynnum félags- ins í Faxafeni 12. Alþjóðlegi meist- arinn Sævar Bjarnason (2.219) hafði hvítt gegn Sverri Erni Björnssyni (2.150). 31. Ba6! Hg7 32. Bxb7 Hxb7 33. Ha8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Refsispil. Norður ♠ÁG754 ♥G5 ♦D ♣KD753 Vestur Austur ♠863 ♠D9 ♥6 ♥743 ♦ÁG876 ♦K109543 ♣10964 ♣ÁG Suður ♠K102 ♥ÁKD10982 ♦2 ♣82 Suður spilar 6♣. Eddie Kantar var í austur og kom inn á 2♦ við spaðaopnun norðurs. Hvort sem það var af fingurkulda eða vondri samvisku yfir léttri innákom- unni, þá missti Kantar spilin á borðið og laufásinn flettist upp, öllum til sýn- is. Keppnisstjóri var kvaddur til og dæmdi hann vestur til þagnar í einn hring, auk þess sem laufásinn yrði síð- ar gerður að refsispili. Ekki hjálpaði tilneydd þögn vesturs N-S mikið í sögnum, því þeir óku á eigin hestöflum upp í 6♥. Vitandi af ♣Á í austur nýtti sagnhafi sér lögbundinn rétt sinn og bannaði útspil í laufi. Í vestur var John Mohan, þekktur spilari og vel lesinn í lögum. Mohan vissi að hann mætti ekki spila laufi svo lengi sem hann væri inni, en það mátti austur hins vegar gera. Mohan kom því út með lítinn tígul, undan ásnum! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er margur leyndardómurinn sem manninn langar til að finna. Ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjón- um. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert ekki giftur eigin skoð- anaheimi og hefðir gott af því að kíkja inn í skoðanaheim einhvers annars. Spurðu fólk ráða varðandi lífsleiðina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú færð stórtækar hugmyndir um breytingar á heimilinu í dag. Farðu á friðsamlegan stað og skipuleggðu góða helgi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér gæti fundist þyngd heimsins vera að kremja þig ef þú heldur að þú ber- ir hann einn uppi. Kauptu eitthvað sem fegrar heimili þitt og gerir það notalegri dvalarstað. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fjárhagslegt mat þitt á undir högg að sækja í dag. Sumir virðast tilbúnir til að ganga ansi langt til þess að koma skoð- unum sínum á framfæri. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert áhugalaus og hefur enga burði til að leysa málin. Ekki varpa því yf- ir á samstarfsmenn og yfirmanninn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tvítékkaðu alla hluti sem þú lætur frá þér fara í dag. Dragðu að þér andann og teldu upp að þremur áður en þú reiðist um of. Láttu aðra vita að þér þyki vænt um þá. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gefðu eftir í litlu málunum, og vertu sterkur í þeim stóru. Lærðu af reynslunni. Gerðu ekki of mikið veður út af því. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er úr vöndu að ráða þegar staðið er frammi fyrir mörgum mögu- leikum. Samræður við maka og nána vini reyna á þolrifin. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ómöguleg vandamál leysast þegar þú leitar til vina eða eignast nýja. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Aukin ábyrgð á börnum gæti valdið þér hugarangri í dag. Settu því skoðanir þínar fram með glöggum og greinargóðum hætti. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst þú vera kominn á enda- stöð svo þér er nauðsyn að setjast niður og taka þín mál til endurskoðunar. Haltu svo áfram þegar niðurstaðan liggur fyrir. Stjörnuspá 7. nóvember 1550 Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, og synir hans, Björn og Ari, voru háls- höggnir í Skálholti. Í kjölfarið komst „hinn nýi siður“ á í Hólastifti. 7. nóvember 1916 Fyrsta blaðagreinin sem Hall- dór Laxness skrifaði undir eigin nafni birtist í Morgun- blaðinu. Hann var þá 14 ára. Greinin fjallaði um klukku sem „er að sögn ein hin fyrsta er til landsins fluttist.“ 7. nóvember 1936 Sigurður Björnsson á Kví- skerjum í Öræfum lenti í snjó- flóði í Breiðamerkurfjalli, hrapaði 200 metra og lá skorð- aður 28 metra undir jökulrönd þar til honum var bjargað eft- ir rúman sólarhring. 7. nóvember 2007 Minnismerki um Bríeti Bjarn- héðinsdóttur kvenréttinda- frömuð var afhjúpað á horni Þingholtsstrætis og Amt- mannsstígs í Reykjavík. Merk- ið er hringlaga stétt úr graníti með vísu eftir Bríeti. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Eysteinn Hrafnkelsson, Kjartan Bjarmi Árnason og Elín Sóley Hrafn- kelsdóttir héldu hlutaveltu við Nóa- tún í Hamraborg og færðu Rauða krossinum ágóðann, 16.421 kr. Hlutavelta SEXTUGSAFMÆLINU hyggst Kristín Bragadótt- ir, sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns - Háskólabókasafns, fagna í Borgarfirðinum. „Við ætlum að dvelja þar saman öll fjölskyldan. Með börnum, tengdabörnum og barnabörnum verðum við ellefu talsins,“ segir Kristín. „Þetta verður á svolítið bóklegum nótum enda er þetta afskaplega bókmenntalegt svæði.“ Egilssaga er þannig höfð með í farteskinu, auk þess sem fjölskyldan ætlar í sameiningu á Mr. Skallagrímsson. Kristín mun þá halda fyrirlestur á Akranesi á laugardag um Leir- árprent og Beitistaðaprent, sem hluta af dagskrá Vökudaga. Hún er enn fremur að vinna að bók um Íslandsvininn Will- ard Fiske sem væntanleg er á markað fyrir jól. Kristín segir veglega hafa verið haldið upp á afmæli sín í æsku. „Þá var boðið upp á hnallþórur og heitt súkkulaði og þau voru náttúrlega hvert öðru skemmtilegra. Þegar ég varð þrítug fannst mér ég hins vegar skyndilega vera orðin svo gömul, en það hefur skánað mikið með aldrinum. Því þegar ég varð fertug fannst mér það allt í lagi, það var fínt að verða fimmtug og ég er mjög ánægð með sextugsafmælið.“ annaei@mbl.is Kristín Bragadóttir íslenskufræðingur 60 ára Á bókmenntalegum nótum Nýirborgarar Reykjavík Karl fæddist 29. ágúst kl. 20.29. Hann vó 3.870 g og var 52 sm langur. Foreldrar hans eru Áslaug Ingvarsdóttir og Björn Karlsson. Reykjavík Jasmín Rós fæddist 5. maí kl. 20.10. Hún vó 2.415 g og var 49 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Emma Lovísa Diego og Óðinn Þór Jóns- son. Reykjavík Þóru Sólveigu Guðmundsdóttur og Arkadiusz Marian Kula- chowski fæddist dóttir 30. september kl. 9.34. Hún vó 4.110 g og var 52 cm löng.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.