Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 1. maí 2009
Íslensk
klassík
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ÆVINTÝRIÐ 1939 kallast sýning sem opnuð verður í dag á
Skriðuklaustri í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá byggingu hins
einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Þar verður í máli
og myndum sagt frá byggingunni en hátt í hundrað manns unnu
sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.
Sýningin stendur fram á haust.
„Réttinn hef ég borið fram fyrir marga gesti við ýmis tækifæri og hann veldur aldrei vonbrigð-um,“ segir Guðrún Edda Bents-dóttir verkefnastjóri. „Rétturinn er úr einni af fyrstu matreiðslu-bókunum sem ég eignaðist sem ber yfirskriftina Great Chin-ese Cooking – From Fire Pot to
Food Processor.“ Uppskriftirnar þar eru einfaldaðar og lagaðar að vestrænum matreiðsluaðferð-um. „Rétturinn mun uppruna-lega vera frá norður-Kína,“ segir hún.
Guðrún Edda rakst á bókina á námsárunum í New York og hefur hún verið mikið notuð. Guðrún segir réttinn ódýran enda hafi svínakjöt verið á góðu verði að undanförnu. Hún bend-ir á að tilvalið sé að undirbúa sig deginum áður þar sem réttur-inn sé kannski ekki
Réttur úr fyrstu bókinni
Guðrún Edda Bentsdóttir, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu hjá Menntasviði Reykjavíkur, er
matgæðingur mikill og á ekki í vandræðum með að gefa uppskrift að rétti sem klikkar ekki.
Guðrún Edda segir réttinn tilvalinn á veisluborðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÍNVERSKAR KJÖTBOLLUR Í súrsætri sósu (um 30 stykki) FYRIR 3-41-1,5 sm sneið fersk engiferrót
1/2 stk. stór laukur eða 1 stk. lítill
8 stk. vatnahnotur (water chestnuts - frystið afgang-inn úr dósinni og notið síðar)
1 msk. sojasósa (Kikk-oman)
1 msk. fremur þurrt sérrý1 msk. maízenamjöl1 egg
2 tsk. sesamolía1 geiri hvítlaukur450 g svínahakk1 stk. paprika (1/2 rauð og 1/2 græn)1/2 laukur
1 2
Sósa
2 dl vatn eða ananassafi úr dósinni og vatn1/2 dl sykur (eða eftir smekk)
2 msk. vínedik2 msk. tómatsósa1 msk. sojasósa (Kikk-oman)
Öllu ofangreindu efni í sósuna blandað saman í skál.
4 tsk. maízenamjöl í 2 msk. vatni (í sér skál)
Aðferð:
1. Skerið engiferrót og lauk í bita Setjið
steikið bollur. Má gera daginn áður og geyma í ísskáp eða frysta.
2. Hellið olíu af pönnu og þrífið með vatni og þurrkið. Skerið papriku,lauk og gulrætur. Hitið olíu yfir meðalhita og steikið engiferrót í 1 mín og bætið grænmeti út í og steikið í um 2 mín. Takið engiferrót frá og hendið. Hægt að gera tólf tímum fyrir fram.
3. Bætið því iðr
o
t
Næg ókeypis
bílastæði
við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr.
Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti
á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt
brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls
kyns ísrétti, kökur og tertur.
Nýr A la Carte og 4ra rétta seðillNánari upplýsingar á www perlan i
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
FÖSTUDAGUR
1. maí 2009 — 103. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
FÓLK Gengið hefur verið frá
samningum við Ágústu Evu
Erlendsdóttur um að hún leiki
Bjarnfreði, móður Georgs Bjarn-
freðarsonar, í kvikmyndinni
Bjarnfreðarson sem byggir á
sjónvarpsþáttunum þremur um
Ólaf Ragnar, Daníel og áður-
nefndan Georg. Leikstjórinn
Ragnar Bragason segir Ágústu
hafa verið þá einu sem komið hafi
til greina. Meðal annarra leikara
sem munu birtast í kvikmyndinni
eru Örn Árnason, Helga Braga
Jónsdóttir og Jóhannes Haukur
Jóhannesson. - fgg / sjá síðu 34
Ágústa Eva Erlendsdóttir:
Leikur mömmu
Georgs Bjarn-
freðarsonar
Fær verðugan
andstæðing
Jóhanna Guðrún
mætir Ditu Von
Teese ef hún
kemst alla leið.
FÓLK 34
AUDDI OG SVEPPI
Rafbyssan gerð
upptæk
Vinur Audda ekki par sáttur
FÓLK 34
GUÐRÚN EDDA BENTSDÓTTIR
Eldar kínverskar kjöt-
bollur með súrsætri sósu
• matur • helgin
Í MIÐJU BLAÐSINS
4 12
12
11
9
RIGNING Í dag verða austan og
norðaustan 5-13 m/s. Víða rigning,
síst þó fyrir norðan. Hiti 4-13 stig,
svalast á Vestfjörðum en mildast til
landsins.
VEÐUR 4
KEPPT Á KAJÖKUM Haraldur Njálsson fór með sigur af hólmi í Elliðaárródeóinu í kajaksiglingum, sem fram fór í leikholunni við
rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal í gær. Keppt verður um Reykjavíkurbikarinn á laugardaginn á Geldinganesi, þar sem sumarhátíð
Kayakklúbbsins fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Undirbúningur að málsókn lántakenda
á hendur gömlu bönkunum gengur eftir áætlun og á
fjórða hundrað hafa nú skráð sig á heimasíðu Lög-
manna Laugardal, segir Björn Þorri Viktorsson lög-
maður. Hann segist mjög bjartsýnn á að málaferlin
gangi upp.
„Við teljum að fjölmargt leiði til þess að ekki sé
hægt að líta svo á að þessir lánasamningar séu að
öllu leyti skuldbindandi fyrir lántakendur í dag. Þá
er öll áhættan af heilu efnahags- og gengishruni lögð
á lántakendur, eins og það komi ekki lánveitandanum
við,“ segir hann.
Fólk sem hafi samið um frystingu lána eftir hrunið
kunni að hafa lakari rétt til málaferla. Því bendi hann
fólki á að setja fyrirvara við allar skuldbreytingar.
Hér á landi skorti lög um hópmálsóknir og því ætli
stofa Björns Þorra að setja skuldarana í hópa eftir
samningum þeirra og setja svo upp prófmál fyrir
hvern og einn hóp, sem gagnist fólki með samsvar-
andi samninga. - kóþ
Málsókn í þágu lántakenda miðar vel að sögn lögmanns:
Mörg hundruð stefna bönkum
HEILBRIGÐISMÁL Aðsókn í sjúkra-
sjóð tveggja stærstu stéttarfélag-
anna, VR og Eflingar, hefur auk-
ist um helming eða rúmlega það
í kreppunni. Sérstaklega hefur
aðsóknin aukist vegna geðrask-
ana og stoðkerfisvandamála.
Guðrún Óladóttir, sviðsstjóri
hjá Eflingu, segir að aðsóknin hafi
aukist um rúmlega helming strax
eftir efnahagshrunið í haust. Hún
sé aðeins minni nú en það sé ekki
vegna minni veikinda heldur sé
fólk búið með réttindi sín.
Aðsóknin í sjúkrasjóð VR hefur
líka aukist um helming. VR greiddi
tæpar 59 milljónir í mars á þessu
ári en rúmar 39 milljónir króna í
sjúkradagpeninga í mars í fyrra.
„Þetta er svo gífurleg aukning
að það er hugsanlegt að við verð-
um að skerða réttindi eða setja þak
á greiðslur,“ segir Stefanía Magnús-
dóttir, formaður framkvæmda-
stjórnar VR. „Fólk fellur saman í
þessu efnahagsástandi,“ segir hún
og bendir á að atvinnuleysi og fjár-
hagsáhyggjur séu það versta sem
fólk geti orðið fyrir, næst á eftir
ástvinamissi og skilnaði. „Þetta er
ekkert óeðlilegt. Fólk missir fót-
anna gjörsamlega.“
Haukur Sigurðsson sálfræðing-
ur segir að auknar greiðslur úr
sjúkrasjóðum komi ekki á óvart.
Í starfi sínu upplifi hann mikla
aukningu á vandamálum sem teng-
ist ástandinu; þunglyndi og kvíða.
„Þessi vandamál hafa aukist
hjá fullorðna fólkinu. Það hefur
bein áhrif á heimilislífið og börn-
in. Óeðlilega stór hluti þessara
barna þiggur örorkubætur eða
dagpeninga eftir tíu til fimmtán
ár vegna geðrænna vandamála,“
segir hann.
Kristófer Þorleifsson, formaður
Geðlæknafélagsins, segir að geð-
og stoðkerfisvandamál aukist í
kreppu og örorka í kjölfar atvinnu-
leysis. Þó að ekki hafi verið mikið
sótt á neyðarmóttökuna finni lækn-
ar úti í bæ fyrir vaxandi ásókn.
- ghs
Stóraukin ásókn í
sjúkrasjóði í kreppu
Aukin aðsókn er í sjúkrasjóði stærstu stéttarfélaga. „Fólk fellur saman í þessu
efnahagsástandi,“ segir starfsmaður VR. Hugsanlega þarf að skerða réttindi.
Opið hús og kökuboð
Flugfélag
Íslands
á Akureyri
fagnar tíu
ára afmæli.
TÍMAMÓT 18
STJÓRNMÁL Öruggt er að næsta
ríkisstjórn verður tveggja flokka
stjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Hún verður
þó ekki mynduð í dag, heldur
á næstu dögum – líklega í lok
næstu viku.
Eftir er að útfæra það að fullu
hvernig Evrópumálin verða leyst,
og sögðu forystumenn flokkanna
í gær að líklega þyrftu báðir
flokkar að gefa eftir í mála-
flokknum.
Leiðtogar flokkanna hitt-
ust á formlegum fundi í Nor-
ræna húsinu í gær og ræddu
fyrst og fremst ríkisfjármál og
atvinnumál. Hlé verður gert á
formlegum viðræðum í dag. - sh
Evrópumálin enn óútkljáð:
Vinstristjórn í
næstu viku
BESTUR Í DÝFUM Pálmi Rafn Steindórs-
son úr Foldaskóla setti Íslandsmet í
dýfum. Hann tók heilar 67 dýfur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍÞRÓTTIR Lið Heiðarskóla í Reykja-
nesbæ fór með sigur af hólmi í
úrslitakeppni Skólahreystis 2009
sem fram fór í Laugardalshöll-
inni í gær. Fjögur Íslandsmet
voru slegin á mótinu, og félli tvö
þeirra í skaut liðs Heiðarskóla.
Sigur Heiðarskóla var nokkuð
öruggur, því skólinn hlaut 55 stig
í keppninni. Foldaskóli varð í
öðru sæti með 46 stig og Háteigs-
skóli í því þriðja með 45,5 stig.
Mjólkursamsalan gaf verðlaun-
in, sem voru 250.000 krónur sem
renna til nemendafélags Heiðar-
skóla, fjallahjól og ýmsir smærri
vinningar. - kg
Skólahreysti 2009:
Lið Heiðarskóla
hraustast allra
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
Vinsælasti fata-
hönnuður landsins
FÖSTUDAGUR FYLGIR Í DAG
Á leið til Bretlands?
Gunnleifur Gunn-
leifsson hefur fengið
fyrirspurnir frá
breskum liðum.
ÍÞRÓTTIR 30
Lið að Neytendastofu
„Talsverðar leifar af viðskipta-
snilld finnast enn á Íslandi þrátt
fyrir hrunið,“ skrifar Sighvatur
Björgvinsson.
UMRÆÐAN 14