Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 4
4 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR
SKIPULAGSMÁL Umhverfis- og skipu-
lagsnefnd Fjarðabyggðar sam-
þykkti í síðustu viku umsókn Atl-
antic Tank Storage (ATS) um lóð
fyrir tæplega 195 þúsund tonna
olíubirgðastöð við Mjóeyrarhöfn
sem er við álverið á Reyðarfirði.
Bæjarstjórn mun einungis sam-
þykkja hana standist áætlanir
þessar umhverfismat.
Það tekur allt upp í eitt og hálft
ár að reisa slíka stöð, segir Eiður
Ragnarsson, formaður nefndar-
innar, og að um 200 starfsmenn
þurfi til. Eftir að byggingu sé lokið
muni hins vegar þrír til fimm
starfsmenn vinna við stöðina.
Hann segir enn fremur að sveitar-
félagið fengi um 200 milljón krón-
ur í tekjur af stöðinni á ári.
„Okkar fyrstu viðbrögð eru þau
að okkur sýnist þetta falla vel að
þeirri starfsemi sem við höfðum
í huga fyrir þetta svæði,“ segir
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra
Fjarðabyggðar. Hún segir að
sveitar félagið vilji hins vegar vita
hve mikil áhættan sé og hvernig
mótvægisaðgerðum yrði háttað.
„Mér skilst að í raun sé tiltölulega
lítil áhætta í þessum fólgin en
við fáum væntanlega svör við því
þegar umhverfismat liggur fyrir,“
bætir hún við.
„Ég tel að við megum búast
við því að önnur sveitarfélög fari
að fá slíkar umsóknir í nánustu
framtíð,“ segir Þuríður Back-
man, þingmaður Vinstri grænna
í Norðaustur kjördæmi. „Sérstak-
lega í ljósi þess að menn telja að
skipaleið fari að opnast í gegn-
um norður heimsskautið og þá
teldi ég eðlilegt að Íslendingar
hýstu slíkar birgðastöðvar. Þetta
verður bara að skoða í víðu sam-
hengi,“ segir hún en vill ekki taka
afstöðu til þessarar umsóknar að
svo stöddu. Ef farið yrði í olíu-
vinnslu á Drekasvæðinu myndi
það einnig verða til þess að menn
fengju aukinn áhuga á birgða-
stöðvum sem þessum.
Reynir A. Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri ATS, og Haukur
Óskarsson, verkefnastjóri hjá
verkfræðistofunni Mannviti, sem
sækir um lóðina fyrir hönd ATS,
segja enn sem komið er ekki hægt
að segja til um það hversu mikil
skipaumferð myndi fylgja birgða-
stöðinni. „Þessar hugmyndir eru
alveg óháðar fyrirhugaðri olíu-
vinnslu á Drekasvæðinu,“ segir
Haukur. „En ef af þeim yrði væri
það aðeins til þess að styrkja þessa
viðskiptahugmynd,“ bætir hann
við. ATS rekur nú þegar tvær
olíubirgðastöðvar í Hvalfirði og
eina í Helguvík. Fyrirtækið er í
meirihlutaeigu sænska fyrirtæk-
isins Scandinavian Tank Storage
sem rekur slíkar stöðvar á Norður-
löndunum og þjónar mörgum af
stærstu olíufyrirtækjum Evrópu.
jse@frettabladid.is
Vilja olíubirgðastöð
við hlið álversins
Fyrirtæki hefur sótt um að reisa 195 þúsund tonna olíubirgðastöð á Reyðarfirði.
Bæjarstjórnin jákvæð gagnvart umsókninni. Þingmaður VG segir þetta líklega
vera byrjun á þróun. Hugmyndirnar eru ótengdar olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
EIÐUR RAGNARSSON VIÐ MJÓEYRARHÖFN „Ég hef enn ekki hitt þann mann á Reyðar-
firði sem líst illa á þessar hugmyndir,“ segir Eiður, sem hér stendur við Mjóeyrarhöfn.
Hún er dýpsta höfn landsins og hentar því vel fyrir birgðastöðvar.
MYND/HELGI GARÐARSSON
LANDSKJÖRSTJÓRN
Fundur um úthlutun þingsæta
Landskjörstjórn kemur saman til fundar mánudaginn 4.
maí 2009, kl. 17 til að úthluta þingsætum á grundvelli
kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosn-
ingar sem fram fóru hinn 25. apríl sl.
Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka
sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefi nn kostur á
að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Aust-
urstræti 8—10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis.
Gengið er inn frá Vallarstræti.
Reykjavík, 30. apríl 2009.
Landskjörstjórn.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
20°
19°
20°
23°
20°
22°
27°
20°
21°
15°
22°
17°
23°
31°
19°
20°
21°
14°
4
13
11
8
9
7
6
6
5
8
7
9
8
10
6
9
6
7
7
HLEGARHORFUR
Almennt má segja
að nokkur vindur
einkenni veðurkortin.
Á morgun verður til-
tölulega stíf vestanátt
með vætu allvíða en
eftir hádegi ætti að
stytta mikið til upp
suðvestan til auk þess
sem þurrt verður að
mestu suðaustan- og
austan til. Á sunnudag
kemur lægð upp að
landinu og frá henni
fer að rigna síðdegis
á landinu sunnan- og
vestanverðu með
nokkrum vindi.
6 83
10
12
Á MORGUN
8-15 m/s.
SUNNUDAGUR
5-10 m/s.
6
12
9
4
8
6 1010
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest hálfs árs skilorðsbund-
inn fangelsisdóm yfir erlendum
manni á miðjum aldri fyrir kyn-
ferðisbrot gegn átta stúlkum.
Brotin áttu sér stað í sundlaug í
Keflavík. Maðurinn synti á sömu
brautum og stúlkurnar þótt aðrar
væru lausar, rak hendurnar vilj-
andi í rass þeirra og klof á sundi
og fróaði sér fyrir framan þær.
Manninum, sem stúlkurnar
lýstu sem feitum, loðnum og rauð-
um í framan í mjög smárri sund-
skýlu, er gert að greiða stúlkunum
100 til 150 þúsund krónur í bætur.
Hann þarf einnig að greiða um
1.600 þúsund í málskostnað. - sh
Leitaði á stúlkur og fróaði sér:
Sunddóni á
hálfs árs skilorð
STJÓRNMÁL Ísland er á tímabund-
inni undanþágu frá EES-samn-
ingnum, þar sem hér gilda ekki
reglur um frjálsan flutning fjár-
magns. Þetta sýnir ríka velvild
ESB-ríkjanna gagnvart Íslandi.
Þetta kom fram í máli Árna Páls
Árnasonar alþingismanns á fundi
Alþjóðamálastofnunar í gær um
aðild Íslands að ESB. Hann sagði
óvíst hvort og þá hvenær Ísland
geti staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart EES. Þessi stoð í
íslenskri utanríkisstefnu standi
afar veikum fótum.
Nokkuð var deilt um hagsmuni
Íslands og hvar þeir lægju, yrði
sótt um aðild. Friðrik Jón Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
sagði það mat sjávarútvegsins að
ekki kæmi til greina að sækja um
aðild, og að forræði yfir sjávar-
auðlindum Íslands færi til Brussel.
Reynslan sýndi að ekki væri hægt
að fá undanþágur sem einhverju
máli skiptu varðandi sameiginlega
sjávar útvegsstefnu ESB.
Bjarni Már Gylfason, hagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, bað fólk
hins vegar að hafa heildarhags-
muni þjóðarinnar í huga. Samtök
iðnaðar, verslunar og ferðaþjón-
ustu hafi öll kallað eftir aðild að
ESB og upptöku evru. Árið 2007
hafi þessir aðilar staðið á bak við
41,5 prósent verðmætasköpunar
og 70,7 prósent gjaldeyrisöflunar.
Á sama tíma hafi sjávarútvegur og
landbúnaður staðið á bak við átta
prósent verðmætasköpunar og 29,4
prósent verðmætasköpunar. - ss
Fundur Alþjóðamálastofnunar um aðild að Evrópusambandinu:
Óvíst hvort við getum staðið við EES
ÖGMUNDUR, ÁRNI PÁLL, ILLUGI OG
BIRKIR JÓN Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna svöruðu spurningum um stefnu í
ESB-málum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VINNUMARKAÐUR Laun unglinga
í Vinnuskóla sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu haldast yfir-
leitt óbreytt frá því í fyrra. Laun
sautján ára og eldri eru hins
vegar í samræmi við kjarasamn-
inga og hækka í samræmi við þá.
Laun unglinga í Vinnuskólanum
í Reykjanesbæ hækka um fjögur
prósent frá því í fyrra. Nemandi
í áttunda bekk fær 387 krónur á
tímann, nemandi í níunda bekk
447 krónur og nemandi í tíunda
bekk fær 538 krónur á tímann.
Orlof er innifalið. - ghs
Vinnumarkaður:
Laun unglinga
oftast óbreytt
DÓMSMÁL Ekki er víst að hægt
verði að kyrrsetja eignir Magn-
úsar Þorsteinssonar eins og
lögmaður
Straums-
Burðar áss
hefur farið
fram á. Magn-
ús flutti lög-
heimili sitt
til Rússlands
örskömmu áður
en gjaldþrota-
mál á hendur
honum var tekið
fyrir í héraðs-
dómi. Þetta kom fram við aðal-
meðferð málsins á Akureyri í gær.
Lögmaður Straums segir Magn-
ús skulda 930 milljónir þar sem
hann hafi gengist í ábyrgð fyrir
skuld eigin eignarhaldsfélags.
Lögmaður Magnúsar telur sjálf-
skuldarábyrgðina ógilda. Magn-
ús keypti Landsbankann á sínum
tíma ásamt Björgólfsfeðgum. - sh
Forðast kyrrsetningu eigna:
Magnús flúði
til Rússlands
MAGNÚS
ÞORSTEINSSON
GENGIÐ 30.04.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,6007
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,95 127,55
188,33 189,25
168,92 169,86
22,676 22,808
19,321 19,435
15,769 15,861
1,2929 1,3005
190,21 191,35
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ÖRYGGISMÁL Nýtt fjölnota varð-
skip Landhelgisgæslunnar var
sjósett í ASMAR skipasmíðastöð-
inni í Chile á miðvikudag. Skip-
inu var gefið nafnið Þór og verð-
ur afhent fyrri hluta næsta árs.
„Það var ólýsanleg tilfinning
og meiri upplifun en ég hefði
getað ímyndað mér“, segir Georg
Lárusson, forstjóri Landhelgis-
gæslunnar. Hann segir tilkomu
nýja varðskipsins vera sögulega
stund fyrir íslenska þjóð og með
þeim stærri í rúmlega áttatíu
ára sögu Landhelgisgæslunnar.
„Aðstæður okkar í björgunar-
og öryggismálum almennt séð
umbyltast við komu þessa nýja
skips sem er það fullkomnasta
sinnar tegundar á Norður-
Atlantshafi.“ - shá
Þór sjósettur í Chile:
Nýtt varðskip
táknar byltingu
ÞÓR KOMINN Á FLOT Skipið er talið eitt
það fullkomnasta í heimi. MYND/LHG
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
að stofna lífi annars manns í aug-
ljósan háska með því að leggja
hníf að hálsi hans. Ákæran var
þingfest í Héraðsdómi Norður-
lands vestra á miðvikudag.
Maðurinn var gestkomandi í
samkvæmi á Ísafirði þegar átök
brutust út. Hann greip hníf og
lagði að hálsi þess sem hann
átti í átökum við. Lögregla kom
skömmu síðar á vettvang og
handtók manninn.
Ákærði var viðstaddur þing-
festinguna en óskaði eftir fresti
til að taka afstöðu til sakarefnis-
ins. - sh
Stofnaði lífi manns í háska:
Lagði hníf að
hálsi manns