Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 6
6 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL „Svínainflúensan
mun koma,“ segir Sigurður Árna-
son, yfirlæknir og sóttvarna-
læknir á Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja.
Hann segir aðsókn ferðafólks
að inflúensumóttökunni í Leifs-
stöð hafa verið mjög litla, enn
sem komið er. Móttakan sem var
opnuð í gær í fullbúinni mynd,
er samvinnuverkefni Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja, Land-
spítala og sóttvarnalæknis
landlæknis embættisins.
„Hversu fáir leita til hennar
þýðir að við erum alveg á réttum
tíma,“ segir Sigurður. „Aðsóknin
á eftir að aukast þegar á líður.“
Sigurður segir talsvert um að
fólk hafi hringt til að afla sér
upplýsinga um svínainflúensuna.
Þá hafi verið tekin sýni úr tíu til
fimmtán manns sem leitað hafi
til HS og ástæða hafi þótt til að
athuga nánar.
Enginn grunur sé um að
flensan sé þegar komin, þó hún
muni koma.
„En það er um að gera að líta á
þetta eins og hverja aðra flensu
sem kemur og fer, en ekki eins og
einhverja drepsótt,“ undirstrik-
ar hann. Hinu megi ekki gleyma
að þessi fyrirhugaða pest dynji á
landsmönnum ofan í raunveruleg
meiðsl sem séu kreppan er skollið
hafi á þeim.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
jók viðbúnaðarstig sitt í fimm í
fyrrakvöld. Þetta þýðir meðal
annars að aðildarþjóðir WHO
eru beðnar um að virkja viðbún-
aðaráætlanir sínar vegna svína-
inflúensunnar. Þessi breyting af
hálfu WHO hefur engin áhrif hér
á landi, enda viðbúnaðaráætlun
þegar virk, og hér er enn unnið
á hættustigi.
Í allan gærdag funduðu sótt-
varnalæknir og ful ltrúar
almannavarna Ríkislögreglu-
stjóra með viðbragðsaðilum þar
sem farið var yfir verkefni sem
tilteknum aðilum var falið að
leysa á hættustigi.
Þá hafa heilbrigðisstarfsmenn
verið hvattir til þess að senda
sýni frá sjúklingum með inflú-
ensulík einkenni til greiningar og
leiðbeiningum um notkun veiru-
lyfja hefur verið dreift. Búið er
að koma á sambandi við þá flug-
rekstraraðila sem koma að því að
flytja fólk til landsins. Ætlunin er
að afhenda þeim upplýsingablöð
um inflúensuna sem dreift verð-
ur til flugfarþega.
Enginn hafði greinst með smit
hér á landi síðdegis í gær og sýk-
ingar utan Mexíkó eru vægar enn
sem komið er. jss@frettabladid.is
Flensan mun koma
Svínainflúensan mun koma, segir sóttvarna- og yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Líta eigi á hana eins og hverja aðra inflúensu en ekki eins og drep-
sótt. Inflúensumóttaka var opnuð í fullbúinni mynd í Leifsstöð í gær.
INFLÚENSUMÓTTAKAN Fullbúin inflúensumóttaka var opnuð í Leifsstöð í gær. Hún er
miðlæg og fólk hefur því góðan aðgang að henni. Þar eru hjúkrunarfræðingar á vakt
allan sólarhringinn. Svarað er í síma allan sólarhringinn í 422 0600. MYND/VÍKURFRÉTTIR
STAÐFEST TILFELLI -
SVÍNAINFLÚENSU
Land Fjöldi
Spánn 10
Þýskaland 3
Bretland 5
Frakkland 2
Kanada 19
Kosta Ríka 2
Ísrael 2
Mexíkó 26
Perú 1
Nýja-Sjáland 14
Bandaríkin 91
Samtals 155
Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is
LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI
Framúrskarandi kennarar
Hægt að stunda í staðnámi og fjarnámi
Lotubundin kennsla – hentar með vinnu
Veitir inngöngu í fagdeild Félags leiðsögumanna
Umsóknarfrestur til 11. maí
1. MAÍHÁTÍÐ
Í IÐNÓ
OPIÐ HÚS KL. 1517
- Ávörp, tónlist, kaffi og kleinur -
- KK mætir með gítarinn og syngur nokkur lög -
- Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar taka á móti gestum -
Dagskrá hefst að loknum útifundi verkalýðsfélaganna
ALLIR VELKOMNIR!
Samfylkingarfélagið í Reykjavík & Hallveig - ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi
og varaformaður Samfylkingarinnar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona
og fyrrv. hagfræðingur hjá ASÍ
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
formaður Kennarafélags Reykjavíkur
Sigurrós Kristinsdóttir
varaformaður Efl ingar
STJÓRNMÁL Árni Johnsen, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, seg-
ist hafa heimildir fyrir því að
samflokksmenn hans í Suður-
kjördæmi hafi verið í skipulagðri
herferð gegn honum. Jafnframt
hafi hann heyrt frá fjölda fólks að
sömu menn hafi hvatt kjósendur
annarra flokka en Sjálfstæðis-
flokks til að strika samt yfir nafn
hans – og ógilda þannig kjörseðil
sinn.
„Það voru tugir einstaklinga á
Árborgarsvæðinu sem hringdu í
mig og sögðu að það hefði verið
hringt í þá í nafni sjálfstæðis-
manna og þeir beðnir að strika
mig út, jafnvel þótt þeir ætluðu
að kjósa ein-
hvern annan,“
seg i r Á r ni .
Hann segist
þó ekkert vita
hver stóð á bak
við það. „En það
eru varla tugir
einstaklinga að
hringja í mig
að gamni sínu.
Þeim var mikið
niðri fyrir því
þeim ofbauð.“
Sé rétt að kjósendur hafi verið
blekktir til að ógilda kjörseðla
sína er það brot gegn ákvæði
almennra hegningarlaga og getur
varðað sektum og allt að tveggja
ára fangelsi.
Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Selfossi, segist
aðeins hafa heyrt af málinu í fjöl-
miðlum en vill ekki tjá sig um það
að öðru leyti.
Ólafur Hafsteinn Jónsson, for-
maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Árborg, sagði í yfir-
lýsingu í gær að fullyrðingar
Árna um að sjálfstæðismenn
í Áborg hefðu skipulega unnið
gegn honum væru fásinna. Það
væri umhugsunarefni hvort hann,
sem formaður fulltrúaráðsins
gæti lagt heiður sinn að veði til
að vinna fyrir „slíka menn.“ - sh
Það varðar við hegningarlög að blekkja kjósendur til að ógilda kjörseðla sína:
Sakar samflokksmenn um lögbrot
ÁRNI JOHNSEN
VARÐAR VIÐ
FANGELSIVIST
Í 103. grein almennra hegningar-
laga segir að þeir skuli sæta
fangelsi allt að tveimur árum, eða
sektum ef sök er smáfelld, sem
koma „því til leiðar með sviksam-
legu atferli, að maður greiðir ekki
atkvæði, þó að hann hafi ætlað
sér það, eða að atkvæði hans
ónýtist eða hefur önnur áhrif en
kjósandinn ætlaðist til.“
Auglýsingasími
ÍÞRÓTTIR Golfvellir hér á landi koma vel undan vetri og
verða margir opnaðir fyrr en á undanförnum árum.
Nokkuð er síðan iðkendum golfíþróttarinnar var gert
kleift að spila velli á Suðurlandi án nauðsynlegra tak-
markana eftir veturinn. Margir verða opnaðir í dag
og næstu daga.
Ólafur Þór Ágústsson, vallarstjóri hjá Keili í
Hafnar firði, segir Hvaleyrarvöllinn verða opnaðan
aðeins seinna en í fyrra en völlurinn líti engu að síður
mjög vel út. „Þetta lítur afar vel út og útlit fyrir langt
og gott golfsumar fram undan.“ Keilismenn hafa sett
forgjafamörk fyrir aðalvöllinn í sumar. Verða kylf-
ingar að hafa 34 í forgjöf til að fá að spila.
Ólafur segir að vellirnir á Suðurnesjum, í Vest-
mannaeyjum, Þorlákshöfn, á Hellu og víðar hafi verið
opnaðir fyrstir eins og undanfarin ár. Næstir í röð-
inni séu Hvaleyrin, GKG og Korpa. Urriðadalsvöllur
þeirra Oddfellowmanna og Grafarholtið verði opnað-
ur um næstu helgi.
Steindór Ragnarsson, vallarstjóri hjá Golfklúbbi
Akureyrar, segir Jaðarsvöll líta vel út, hann sé ekki
eins blautur og oft á þessum árstíma og áætlað sé að
opna völlinn um miðjan maí, eins og í fyrra. Steindór
minnir á að vellir líti almennt betur út eftir veturinn
nú en fyrir nokkrum árum, þar sem kunnátta þeirra
sem sjá um vellina hafi aukist mikið á stuttum tíma.
Uppskeran sé lengra golfsumar. - shá
Margir af stærstu golfklúbbunum opna velli sína fyrir iðkendum í dag:
Vellirnir koma vel undan vetri
KORPÚLFSSTAÐAVÖLLUR Nokkrir kylfingar voru að æfa
sveifluna á Korpu í gær en völlurinn verður opnaður í dag og
Grafarholtsvöllurinn eftir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kaupir þú vatn í flöskum?
Já 17,5%
Nei 82,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú áhyggjur af fyrirsjá-
anlegri fækkun lögreglumanna?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
KJÖRKASSINN