Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 10
10 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR
VIÐSKIPTI Tap Ríkisútvarpsins ohf.
(RÚV) á sex mánaða tímabili frá
september 2008 út febrúar 2009
var 365,1 milljónir króna, sam-
kvæmt árshlutareikningi. Þetta
jafngildir tveggja milljóna króna
tapi dag hvern á tímabilinu.
Hagnaður seinni sex mánaða
rekstrarársins mun að óbreyttu
vega upp tapið og reksturinn
verða í jafnvægi á árinu, segir
Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Reksturinn sé því á áætlun.
Alls varð 253 milljóna króna
hagnaður af rekstri RÚV fyrir
afskriftir á sex mánaða tímabilinu,
og frá áramótum hefur RÚV verið
rekið með hagnaði, segir Páll.
Þá fyrst hafi viðamiklar aðhalds-
aðgerðir sem farið hafi verið í síð-
asta haust skilað sér inn í rekstur
félagsins.
Hann segir verðbólguskot á síð-
asta ári hafa bitnað harkalega á
RÚV eins og öðrum fyrirtækjum,
en skuldir félagsins á þeim tíma
voru um fjórir milljarðar króna.
Ákveðið var að breyta 562 millj-
óna króna skuld RÚV við ríkissjóð
í hlutafé nýverið. Í kjölfarið verður
þjónustusamningur félagsins
endur skoðaður og er sú endurskoð-
un nú að hefjast, segir Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra.
Hún segir að stjórnarformaður
RÚV og útvarpsstjóri muni fara í
þá vinnu með fulltrúum mennta-
málaráðuneytisins. Erfitt sé að
segja til um hvenær niðurstöður
úr þeirri vinnu líti dagsins ljós, en
það verði vonandi sem fyrst.
Katrín segir mikilvægt að fara
heildstætt yfir málefni RÚV, og
reynsluna af því að breyta félaginu
í opinbert hlutafélag. Spurð hvort
hún vilji breyta félaginu aftur í
ríkisstofnun segir hún það ekki
endilega réttu leiðina.
Launakostnaður vegna tíu
æðstu stjórnenda var um 52,2
milljónir frá september út febrú-
ar síðastliðinn. Laun og hlunnindi
útvarpsstjóra voru um 1.550 þús-
und krónur á mánuði að meðal-
tali. Meðallaun níu annarra æðstu
stjórnenda RÚV voru tæplega 800
þúsund krónur á mánuði.
Páll segir laun starfsmanna
með yfir 300 þúsund krónur hafa
lækkað á síðasta ári, og laun æðstu
stjórnenda mest. Ekki hafi verið
rætt að lækka laun stjórnenda
frekar nema aðstæður breytist.
Katrín segir það sína skoðun að
eðlilegt væri að launabil hjá ríkis-
fyrirtæki væri minna, útvarps-
stjóri sé nú með hærri laun en for-
sætisráðherra. Það sé meðal þess
sem verði rætt við endurskoðun
þjónustusamningsins.
brjann@frettabladid.is
Segir stefna í halla-
lausan rekstur RÚV
Útvarpsstjóri spáir viðsnúningi í rekstri RÚV eftir 365 milljóna króna tap á sex
mánaða tímabili. 253 milljóna hagnaður varð af rekstri fyrir afskriftir. Launabil
innan RÚV verður rætt við endurskoðun þjónustusamnings segir ráðherra.
KOSTNAÐUR Útvarpsstjóri var með um 1.550 þúsund
krónur í mánaðarlaun að meðaltali á sex mánaða tíma-
bili. Níu aðrir æðstu stjórnendur félagsins voru með
tæpar 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á tímabilinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVAKATRÍN JAKOBSDÓTTIR
PÁLL MAGNÚSSON
NAUTABANI Í HAM Spænski nauta-
baninn Morante de la Puebla víkur sér
undan dýrinu, sem hann ætlar svo að
murka lífið úr. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest dóm yfir Reyni Traustasyni,
ritstjóra DV og
fyrrverandi rit-
stjóra Mann-
lífs, fyrir að
birta áfengis-
auglýsingu í
Mannlífi.
Reynir krafð-
ist sýknu í mál-
inu. Hann sagði
að ekki hefði
verið um aug-
lýsingu að ræða, heldur aðeins
umfjöllun um áfengistegundir.
Dómurinn kemst að þeirri niður-
stöðu að umfjöllunin hafi verið
kynning til markaðssetningar.
Reynir er dæmdur til að greiða
hálfa milljón í sekt, og auk þess
300 þúsund krónur í áfrýjunar-
kostnað. - sh
Fyrrverandi ritstjóri Mannlífs:
Sekt fyrir að
fjalla um áfengi
REYNIR
TRAUSTASON
NASARET, AP Múslimar í Nasaret
búa sig nú margir hverjir undir
komu Benedikts páfa XVI. til
borgarinnar um miðjan maí,
minnugir þriggja ára gamalla
ummæla páfans um ofbeldisfullan
boðskap Kóransins. Borðar hafa
verið strengdir upp við hlið Boð-
unarkirkjunnar, sem páfi hyggst
heimsækja, með fordæmingum í
garð þeirra sem móðga íslamstrú.
Þótt sumir múslimar hugsi páfa
þegjandi þörfina ætla aðrir að
bjóða hann velkominn og funda
með honum. Einhverjir þeirra,
til dæmis klerkurinn Taysir
Tamimi, hyggjast þó krefja hann
um afsökunarbeiðni. - sh
Ekki velkominn til Nasaret:
Múslimar bíða
Benedikts páfa
EILÍF PÍNA Á borðanum er vers úr Kór-
aninum sem segir að hver sá sem hall-
mæli drottni og Múhameð spámanni
sé dæmdur til eilífrar og niðurlægjandi
pínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Miðaverð á Þjóðhátíðina í Eyjum um
næstu verslunarmannahelgi verður
óbreytt frá fyrra ári, eða 10.900
krónur í forsölu og 12.900 krónur við
innganginn. Eyjar.net vitnar til þjóð-
hátíðarnefndar, sem segir þó ekkert
verða slegið af í skemmtanahaldi.
„Enda Eyjamenn ekki þekktir fyrir
annað en gera þetta almennilega eða
bara sleppa því.“
VESTMANNAEYJAR
Engin verðbólga á Þjóðhátíð