Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 15
FÖSTUDAGUR 1. maí 2009 15
UMRÆÐAN
Ragnheiður Jóns-
dóttir skrifar um
Evrópumál
Styrk staða heimila og fyrirtækja í land-
inu er undir því komin
að nú, eftir kosningar,
verði leitað eftir aðildar-
viðræðum um inngöngu í ESB.
Aðeins með samningsumleitun-
um við ESB sést, hvaða skilmál-
um innganga Íslands í ESB er
bundin. Í þeim samningsumleit-
unum kemur ein af grundvallar-
reglum ESB, nálægðarreglan
(principle of subsidiarity) væntan-
lega til með að nýtast Íslandi, því
reglan stuðlar að því að smáríki
haldi séreinkennum sínum og
sérstöðu. Þjóðin verður síðan að
fá að kjósa um samningsdrögin í
þjóðar atkvæðagreiðslu.
Helsti kostur ESB-aðildar er
að við fáum nýjan, sterkan gjald-
miðil, evruna, sem mun stórauka
stöðugleika og stuðla að efna-
hagslegu jafnvægi. Verðtrygging
verður óþörf, vextir munu lækka
vegna bættra lánakjara erlend-
is og eins verður unnt að afnema
gjaldeyrishöft. Hjól atvinnu-
lífsins fara að snúast aftur og
ný störf skapast. Fyrirséð er að
heilbrigt rekstrarumhverfi laði
að erlenda fjárfesta. Samkeppnis-
reglur ESB og styrkjakerfi munu
auka hag smárra og meðalstórra
fyrirtækja. Verð á matvælum og
öðrum neysluvörum mun lækka,
en útgjöld íslenskra heimila
vegna þeirra eru með þeim hæstu
í Evrópu í dag.
Mikill kostur inngöngu okkar
í ESB er tollfrjáls aðgangur að
mörkuðum sambandsins og mun
hann sérstaklega nýtast íslensk-
um sjávarútvegi og landbúnaði.
Ísland mun með inngöngu í ESB
fá tollfrjálsan aðgang að
stærsta markaði heims
fyrir sjávarafurðir. Eins
munu ný tækifæri skapast
fyrir útflutning landbún-
aðarvara og aðgangur fást
að styrkjakerfi ESB fyrir
landbúnað á norðurslóð.
Með aðild að ESB verð-
um við hluti í sterku banda-
lagi þjóða, sem eru líkast-
ar okkur að menningu.
Allt tal um einhliða upptöku
evru er óábyrgt og hefur að
meginstefnu verið hafnað af for-
svarsmönnum Seðlabanka Evr-
ópu (ECB = European Central
Bank).
Rök sem þau að Andorra, Món-
akó, San Marínó og Svartfjalla-
land hafi hlotið evru án þess að
vera aðilar að ESB skýrast með
því að þau lönd höfðu gjaldmiðla
sem lagðir voru niður með upp-
töku evru. Menn geta séð hversu
fjarstæðukennt allt tal um ein-
hliða upptöku evru er með því
að spyrja sig einfaldra spurn-
inga: Hver myndi sjá okkur fyrir
evrum? Seðlabanki Evrópu, sem
hefir lýst yfir að „ríki, sem vilja
taka upp mynt ESB verða að
koma inn um aðaldyrnar en ekki
bakdyrnar“? Ljóst er að Seðla-
banki Íslands gæti ekki prentað
evrur. Einhliða upptaka evru yrði
kostnaðarsöm og er óráðleg ríkj-
um sem ekki búa við efnahags-
legan stöðugleika, auk þess sem
upptaka evru í óþökk ESB gæti
leitt til efnahagslegrar einangr-
unar ef ekki ísaldar.
Því hljótum við að vilja
ábyrga, gagnsæja og lýðræðis-
lega afgreiðslu Evrópumála, sem
lætur reyna á samningaleiðina
við ESB með eftirfarandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Höfundur er lögfræðingur og
skipaði sæti á lista Samfylkingar-
innar í Suðvesturkjördæmi.
Nokkrir kostir ESB-aðildar
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
ALP er stærsta bílaleiga landsins og býður upp á bíla
erlendis á yfir 6300 leigustöðum Avis og Budget.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til
að vinna með framsæknu fyrirtæki og ná hámarksárangri.
Umsóknir skulu sendar á atvinna@alp.is merktar „Þjónustuver“ fyrir 8. maí 2009.
Starfsmaður í þjónustuveri
Starf í þjónustuveri sem felur í sér kynningu
og sölu á þjónustu fyrirtækisins ásamt öflun
og viðhaldi viðskiptasambanda. Við leitum að
jákvæðum, skipulögðum og þjónustulunduðum
einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna í ört
vaxandi fyrirtæki.
HÆFNISKRÖFUR
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Þjónustulund og nákvæmni í vinnubrögðum
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Góð tölvukunnátta
Fulltrú
aráð v
erkalý
ðsféla
ganna
í Reyk
javík
BSRB
Banda
lag há
skólam
anna
Kenna
rasam
band Í
slands
Samba
nd ísle
nskra
framh
aldssk
ólanem
a
Tónlist
Lúðrasv
eit verka
lýðsins o
g 200.00
0 Naglb
ítar taka
lagið
Ávarp f
undarst
jóra
Súsann
a Vilhjál
msdóttir
, formað
ur Félag
s hársny
rtisveina
Ræða
Gylfi Arn
björnsso
n, forset
i ASÍ
Tónlist
200.000
Naglbít
ar og Lú
ðrasveit
verkalý
ðsins
Ræða
Þórveig
Þormóð
sdóttir,
formaðu
r Félags
starfsm
anna stj
órnarráð
sins
Tónlist
Sigtrygg
ur Baldu
rsson og
Parabó
lurnar
Ávarp
Stefán R
afn Sigu
rbjörnss
on,
formaðu
r Samba
nds ísle
nskra fra
mhaldss
kólanem
a
Tónlist
200.000
Naglbít
ar og Lú
ðrasveit
verkalý
ðsins
Fundars
tjóri slítu
r fundi, “
Internat
ionalen”
sunginn
Lúðrasv
eit verka
lýðsins o
g Lúðra
sveitin S
vanur le
ika undi
r
Dagskrá
Safnast sama
n á Hlemmi k
l. 13.00
Sigtryggur Ba
ldursson og P
arabólurnar
Gangan legg
ur af stað kl.
13.30
Gengið niður
Laugaveg, B
ankastræti, A
usturstræti og
inn á Austurv
öll
Lúðrasveit ve
rkalýðsins og
Lúðrasveitin
Svanur leika
fyrir göngu
Ræðumenn f
lytja örræður
meðan ganga
stendur yfir
Útifundur á A
usturvelli hefs
t kl. 14.10
Kakó í boði o
g leiktæki fyri
r börn
Útifundi lýkur
kl. 15.00
in
gu
nn