Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 18
18 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Hin eiginlega hernaðar-
aðgerð Breta í Falklands-
eyjastríðinu hófst þennan
dag árið 1982, en í stríðinu
tókust Bretar og Argentínu-
menn á um yfirráð yfir Falk-
landseyjum, Suður-Georgíu
og Suður-Sandvíkureyjum í
Suður-Atlantshafi.
Deilur um yfirráð yfir eyj-
unum höfðu staðið lengi
þegar herforingjastjórnin
í Argentínu hugðist leggja
eyjarnar, sem þá voru undir
breskri stjórn, undir sig.
Herforingjastjórnin taldi
sig eiga stuðning annarra
ríkja í deilunni vísan, þar
á meðal Bandaríkjanna.
Argentínumenn litu svo
á að þeir væru að endur-
heimta eigið land, en þeir
kalla Falklandseyjar Las Mal-
vinas. Bretar litu hins vegar
á aðgerðirnar sem innrás á
sitt yfirráðasvæði.
Stríðið hófst með innrás
Argentínumanna í Suður-
Georgíu þann 19. mars árið
1982. Bretar hófu hernaðar-
aðgerðir 1. maí þegar tvær
Vulcan-sprengjuflugvélar
flugu frá Ascension til Falk-
landseyja til þess að varpa
sprengjum á Stanleyflug-
völl. Stríðinu lauk 14. júní
árið 1982 með uppgjöf Arg-
entínumanna.
Flugsafn Íslands á Akureyri fagnar tíu
ára afmæli í dag. Það var stofnað hinn
1. maí árið 1999 og hét þá Flug safnið á
Akureyri. Hlutverk Flugsafnsins, sem
er sjálfseignarstofnun og var formlega
opnað 24. júní árið 2000, er að safna,
varðveita, og sýna muni sem tengj-
ast flugi á Íslandi, sögu þess og þróun.
Einnig er það markmið safnsins að
safna myndum sem tengjast flugsög-
unni og skrá þær. Aðalhvatamaður að
stofnun safnsins var Svanbjörn Sigurðs-
son og hefur hann verið safnstjóri frá
upphafi.
Svanbjörn er að vonum manna fróð-
astur um upphafsár safnsins. „Fyrstu
árin var safnið til húsa í 450 fermetra
flugskýli sem var leigt af Íslandsbanka.
Það húsnæði var síðar keypt en ekki liðu
mörg ár áður en flugskýlið var orðið of
lítið. Haustið 2006 var hafist handa við
að byggja núverandi húsnæði og er það
fimmfalt stærra en gamla flugskýlið.“
Í flugsafninu er að finna heima-
smíðaðar f lugvélar, f lugvéla-
hreyfla, fis, svifflugur, gamlar
farþegaflugvélar, flugmódel, listflug-
vélar, ljósmyndir og ýmislegt fleira.
„Elsta flugvélin í safninu er Klemm
L.25e TF-SUX. Hún var smíðuð árið
1934 en kom til landsins með þýskum
svifflug leiðangri árið 1938. Þá má
nefna stjórnklefa fyrstu þotu íslensks
flugfélags, Boeing 727 „Gullfaxa“,
Aerospatiale Dauphin-björgunarþyrlu
Landhelgisgæslunnar TF-SIF,og Aust-
er V-sjúkraflugvél.
Vélarnar í safninu eru að mestu
leyti í eigu flugáhugamanna sem hafa
gert þær upp. Þær eru flestar flug-
hæfar og að minnsta kosti einu sinni á
ári hefja þær sig til flugs. „Við höldum
árlega flughátíð í kringum Jónsmess-
una og þá fljúgum við öllu sem hægt
er að fljúga,“ segir Svanbjörn en há-
tíðin verður haldin í tíunda skipti dag-
ana 20. og 21. júní næstkomandi.
Svanbjörn segir vaxandi aðsókn í
safnið og merkir hann það að gestum
þyki mikið til þess koma að sjá vélarn-
ar í návígi. Hann segir safnið eiga vel
heima á Akureyri, enda er bærinn oft
nefndur vagga flugsins á Íslandi. “
vera@frettabladid.is
FLUGSAFN ÍSLANDS: FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI MEÐ OPNU HÚSI OG KÖKUBOÐI
Hefja sig til flugs einu sinni á ári
Hér stendur Svanbjörn við Texas Taildragger
flugvélina TF-API, sem hann endursmíðaði
ásamt félaga sínum. MYND/ÚR EINKASAFNI
MARGT BER FYRIR AUGU Vélarnar í safninu eru að mestu í eigu flugáhugamanna sem hafa gert þær upp. Í kringum Jónsmessuna á hverju ári er
haldin flughátíð og þá má sjá vélarnar svífa um loftin blá. Í tilefni afmælisins verður boðið upp á köku í safninu í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI
JÓSEF GÖBBELS LÉST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945.
„Hugsið ykkur fjölmiðla sem
stórkostlegt hljómborð sem
stjórnvöld geta spilað á.“
Göbbels var einn helsti
samstarfsmaður Hitlers og
áróðursmeistari nasista.
Chile Argentína
Suðurskautslandið
AT L A N T S H A F
Falklandseyjar
ÞETTA GERÐIST: 1. MAÍ ÁRIÐ 1982
Bretar í stríð við Argentínumenn
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Maríu Guðmundsdóttur
Dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til
heimilis að Grýtubakka 10.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Seljahlíðar
fyrir að annast hana af alúð og hlýju síðustu æviárin.
Guð blessi ykkur. Sendum öllum þeim sem styrktu
minningarsjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur sér-
stakar þakkarkveðjur.
Ásgeir Sigurðsson Guðrún Gunnarsdóttir
Hilmar Sigurðsson
Valgeir Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir
Steinunn Sigurðardóttir Árni Sigurðsson
Auður Sigurðardóttir Þorgrímur Guðmundsson
Kristín Sigurðardóttir Jón Steingrímsson
Sigríður Sigurðardóttir Sverrir Sandholt
Sigrún Edda Sigurðardóttir Pétur Emilsson
Rúnar H. Sigurðsson Rósa S. Guðmundsdóttir
og barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Helga Hjartardóttir,
Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudag-
inn 27. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu,
Guðborg Jónsdóttir Þórarinn Lárusson
Örn Jónsson Elín Jóhanna Elíasdóttir
Ólafur Jónsson Guðbjörg Árnadóttir
Bjarni Jónsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir
90 ára afmæli
Líney Guðmundsdóttir
áður búsett á Bergþórugötu 25,
mun halda upp á níræðisafmælið sitt að núverandi
heimili sínu, Suðurholti 5 Hafnarfi rði, laugardaginn 2. maí.
Opið hús frá kl. 14 og fram eftir degi.
Allir velkomnir. Blóm og g jafi r
vinsamlegast afþökkuð.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Margrétar Oddsdóttur
Ásvegi 31, Akureyri.
Sérstakar þakkir til lyfjadeildar Sjúkrahúss Akureyrar
fyrir kærleiksríka umönnun.
Jón E. Aspar
Sigríður Oddný Jónsdóttir Skúli Magnússon
Halldór Jónsson
Margrét Skúladóttir Bragi Thoroddsen
Magnús Ágúst Skúlason
Emelía Valey Magnúsdóttir
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför,
Sigurðar Ríkharðs
Stefánssonar
frá Siglufirði.
Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur.
Ólöf Áslaug Kristjánsdóttir
Hákon Heimir Sigurðsson Alda Pétursdóttir
Birgir Agnar Sigurðsson
Rakel, Brynjar og Kristófer.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ragnar Hermannsson
frá Flatey á Skjálfanda til heimilis að
Hvammi, Húsavík,
lést að morgni 29. apríl á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga, Húsavík. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigrún Ragnarsdóttir Gestur Gunnarsson
Helga Ragnarsdóttir Kristinn Hrólfsson
Hermann Ragnarsson Dómhildur Antonsdóttir
Erla Ragnarsdóttir Ómar Ingimundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
MERKISATBURÐIR
1908 Knattspyrnufélagið Fram
er stofnað í Reykjavík.
1923 Kröfuganga er í fyrsta
skipti farin á Íslandi á 1.
maí.
1937 Maístjarnan, kvæði Hall-
dórs Laxness, birtist fyrst í
æskulýðsblaði.
1948 Sunnanlands snjóaði svo
mikið að með fádæmum
þótti. Jafnfallinn snjór á
Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum mældist 65 senti-
metrar.
1970 Rauðsokkuhreyfingin
tekur þátt í kröfugöngu
verkalýðsins í Reykjavík
og miðast upphaf hreyf-
ingarinnar við þennan at-
burð.
1981 Landssamband kartöflu-
bænda er stofnað á Ís-
landi.