Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÆVINTÝRIÐ 1939 kallast sýning sem opnuð verður í dag á Skriðuklaustri í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Þar verður í máli og myndum sagt frá byggingunni en hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið. Sýningin stendur fram á haust. „Réttinn hef ég borið fram fyrir marga gesti við ýmis tækifæri og hann veldur aldrei vonbrigð- um,“ segir Guðrún Edda Bents- dóttir verkefnastjóri. „Rétturinn er úr einni af fyrstu matreiðslu- bókunum sem ég eignaðist sem ber yfirskriftina Great Chin- ese Cooking – From Fire Pot to Food Processor.“ Uppskriftirnar þar eru einfaldaðar og lagaðar að vestrænum matreiðsluaðferð- um. „Rétturinn mun uppruna- lega vera frá norður-Kína,“ segir hún. Guðrún Edda rakst á bókina á námsárunum í New York og hefur hún verið mikið notuð. Guðrún segir réttinn ódýran enda hafi svínakjöt verið á góðu verði að undanförnu. Hún bend- ir á að tilvalið sé að undirbúa sig deginum áður þar sem réttur- inn sé kannski ekki ýkja fljótleg- ur. Bót er þó í máli að auðvelt er að fá megnið af vörunum í aust- urlenskan mat í lágvöruversl- unum, en það hafi nú ekki verið þannig þegar Guðrún Edda byrj- aði að bera þennan rétt á borð fyrir fjölskyldu og vini. Þess þarf vart að geta að rétturinn er í sérstöku uppáhaldi enda bregst hann aldrei. Ekki er verra að hann höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. vala@frettabladid.is Réttur úr fyrstu bókinni Guðrún Edda Bentsdóttir, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu hjá Menntasviði Reykjavíkur, er matgæðingur mikill og á ekki í vandræðum með að gefa uppskrift að rétti sem klikkar ekki. Guðrún Edda segir réttinn tilvalinn á veisluborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÍNVERSKAR KJÖTBOLLUR Í súrsætri sósu (um 30 stykki) FYRIR 3-4 1-1,5 sm sneið fersk engiferrót 1/2 stk. stór laukur eða 1 stk. lítill 8 stk. vatnahnotur (water chestnuts - frystið afgang- inn úr dósinni og notið síðar) 1 msk. sojasósa (Kikk- oman) 1 msk. fremur þurrt sérrý 1 msk. maízenamjöl 1 egg 2 tsk. sesamolía 1 geiri hvítlaukur 450 g svínahakk 1 stk. paprika (1/2 rauð og 1/2 græn) 1/2 laukur 1-2 gulrætur 1 bolli (1/4 dós) ananas í bitum 1 sneið (0,2-0,3 sm) engiferrót 3 msk. matarolía til steikingar Sósa 2 dl vatn eða ananassafi úr dósinni og vatn 1/2 dl sykur (eða eftir smekk) 2 msk. vínedik 2 msk. tómatsósa 1 msk. sojasósa (Kikk- oman) Öllu ofangreindu efni í sósuna blandað saman í skál. 4 tsk. maízenamjöl í 2 msk. vatni (í sér skál) Aðferð: 1. Skerið engiferrót og lauk í bita. Setjið engi- ferrót, hvítlauk, lauk, vatnahnotur, sojasósu, sérrý, maízenamjöl, egg og sesamolíu í mat- vinnsluvél og blandið. Hakkið sett út í og maukað í fars. Hitið olíu á pönnu eða wok og steikið bollur. Má gera daginn áður og geyma í ísskáp eða frysta. 2. Hellið olíu af pönnu og þrífið með vatni og þurrkið. Skerið papriku,lauk og gulrætur. Hitið olíu yfir meðalhita og steikið engiferrót í 1 mín og bætið grænmeti út í og steikið í um 2 mín. Takið engiferrót frá og hendið. Hægt að gera tólf tímum fyrir fram. 3. Bætið því við sem á að fara í sósu nema maízenamjöli og vatni sem er hrært sér og sett út í sósu til að þykkja. 4. Kötbollur settar út í sósu og látið sjóða við meðalhita. Setjið loks ananasbita út í. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýr A la Carte og 4ra rétta seðill Nánari upplýsingar á www.perlan.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.