Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 1. maí 2009 3 Ástralska Rosemount-tískuvikan var haldin dagana 27. apríl til 1. maí í Circul- ar Quay við höfnina í Sydney. Þar sýndi hópur þekktra hönnuða frá Ástralíu og Kyrrahafslöndum Asíu (Asia Pacific) vor- og sumarlínur sínar. Tískusýningarnar voru eins ólíkar og hönnuðirnir voru margir en þó bar nokkuð á skærum litum á borð við appelsínugulan hjá nokkrum þeirra. Í það minnsta var sumarið hönn- uðunum hugleikið þrátt fyrir að vetur- inn hefjist í Ástralíu eftir mánuð. Tískuvikan í Ástralíu fór fyrst af stað árið 1996 og hefur stimplað sig inn sem fastur liður í dagskrá margra tískujöfra um heim allan. Talið er að tískuvikan veki jafn mikla athygli fjöl- miðla og ástralski Grand Prix-kappaksturinn. Hönnuðir geta aðeins tekið þátt ef þeim hefur verið boðið sérstaklega af nefnd á vegum tísku- vikunnar. Uppákoman þykir sérstaklega mikilvæg fyrir unga hönnuði frá þessu svæði, sem þannig geta vakið athygli kaupenda og blaðamanna. Þess má geta að hönnuðir á borð við Akira, Camilla and marc, sass & bide og Ksubi komust á tískukort- ið með sýningum sínum í Ástralíu. solveig@frettabladid.is Stutt pils og flæð- andi appels- ínugulur toppur eftir Aurelio Costar- ella. Léttur og rauður kjóll eftir tísku- hönnuðinn Kate Sylvester. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrirsæta í hvítum fjaðraham með appelsínugulan augnskugga. Hannað undir merkjum TV. Rosemount-tískuvikunni í Ástralíu lýkur í dag. Skærlitir kjólar og sumarlegir voru áberandi þrátt fyrir að nú stefni í vetur hinum megin á plánetunni. Skært skína klæðin Sumarlegur stuttur kjóll hannaður af Kirrily Johnston. Íburðarmikill appelsínugulur kjóll að hætti Aurelio Costarella. SVÍNAFLENSAN hefur leitt til þess að stór hluti fólks, sérstaklega í Mexíkó, ber nú andlitsgrímur. Margir hafa tekið upp á því að teikna eða mála á grímurn- ar til að lífga upp á útlitið og tilveruna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.