Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 36
24 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 1. maí 2009
➜ Tónleikar
17.00 Ragnheiður Sara Grímsdóttir
heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju. Á
efnisskránni verður blanda af klassískri
og nýrri tónlist. Aðgangur ókeypis og
allir velkomnir.
20.30 Bubbi Morthens verður á Kaffi
Kósý á Reyðarfirði. Á efnisskránni verður
nýtt efni í bland við eldra. Húsið opnað
kl. 20.
21.00 Gítar-
hátíð á Græna
Hattinum við
Hafnarstræti 96 á
Akureyri 30. apríl
- 2. maí. Í kvöld
koma fram Björn
Thoroddsen og
hljómsveit, Ómar
Guðjónsson og
hljómsveit og
Halldór Bragason og hljómsveit. Húsið
opnað kl. 20.
21.00 Skakkapopp verður með tón-
leika á Populus Tremula í Listagilinu
við Kaupvangsstræti á Akureyri. Einnig
koma fram Létt á bárunni, Prins Póló
og Sicbird.
22.00 Högni Lisberg og hljómsveit
verða á Grand Rokk við Smiðjuveg.
23.00 10 Steps Away spilar á Dillon
Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnar-
firði.
➜ Opnanir
14.00 Jón Ingi Sigurmundsson opnar
málverkasýningu í Gallerí Gónhól við
Eyrargötu á Eyrarbakka. Opið fös.-sun.
kl. 13-17.
15.00 Tryggvi Ólafsson og Daði Guð-
björnsson opna sýningar í Galleríi Fold
við Rauðarárstíg. Allir velkomnir. Opið
mán.- fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 og
sun. kl. 13-16.
16.00 Didda Hjartardóttir Leaman
opnar sýningu í Gallerí BHM, Borgartúni
6, 3. hæð. Sýningin verður opin alla
virka daga kl. 9-16.
➜ Sýningar
FÁT, Félag áhuga-
manna um tréskurð
opnar sýningu í
Skurðstofu Sigur-
jóns við Hólshraun
5, Hafnarfirði. Opið
lau. og sun. kl. 14-17.
Aðgangur ókeypis.
➜ Dansleikir
Skítamórall verður á Players við Bæjar-
lind í Kópavogi.
Klúbbakvöld Weirdcore verður haldið á
Jakobsen við Austurstræti 9. Fram koma
Yagya, Frank Murder, Biogen, Anonymus
o.fl.
Eyvi þeytir skífum á nýjum skemmtistað
við Tryggvagötu 22, London/Reykjavík.
Snyrtilegur klæðnaður, aldurstakmark
22 ára.
Verkalýðs-Hiphop verður á Sódóma
Reykjavíkur við Tryggvagötu. Fram koma
m.a. Forgotten Lores, 32C, S.Creezy, G
Maris og DJ Kocoon. Húsið opnað kl. 22.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
„Þetta er frábært. Ekki síður
gaman að fá að vera nemi í gjörn-
ingalist í London í eitt ár í algjöru
frelsi. Og fá hjálp við að þróa allar
sínar rugluðustu hugmyndir,“
segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson
leikari. Hann er að lifa drauminn.
Úti í London. Þar sem hann starfar
meðal annars með hinum rómaða
SHUNT hópi.
Guðmundur Ingi er í Masters
námi í Gjörningalist í Goldsmiths
University í London, fór í sept-
ember og verður í það minnsta
í ár. Ætlar að vera lengur
ef kostur er. Í Goldsmiths
kynntist hann leikhús-
gúrúinu Mischa Twich-
in sem kennir þar öðru
hverju. „Besti kennari
sem ég hef nokkru sinni
haft,“ segir Guðmundur
og dregur ekki af sér við
lýsingar á hæfileikum
Mischa sem hann segir
einhvers konar blöndu
af heimspekingi
og leiklistar-
séníi. Kynni
þeirra leiddu
svo til þess
að Mischa
setti sig í
samband
við Guð-
mund
skömmu eftir að kúrsinum sem
hann kenndi lauk og bauð honum
hlutverk í verki sem fjallar á afar
sérstæðan hátt um síðustu mán-
uðina í lífi Franz Kafka. Guð-
mundur þurfti ekki að hugsa sig
tvisvar um en sýningin er innan
vébanda SHUNT. „Alger forrétt-
indi að kynnast þessu liði. Þetta
eru miklir snillingar,“ segir Guð-
mundur og telur erfitt að lýsa
þessu fyrirbæri.
Í bogagöngum undir Lond-
on Bridge brúnni hefur SHUNT
hópurinn þúsund fermetra til
umráða. Þessu rými er skipt
upp og eru reglulega sýning-
ar af ýmsum toga þar sem
listgreinar blandast saman.
Og sýningarnar breytast
dag frá degi. Þarna er alltaf
troðið, menn borga fyrir að
komast inn en ekki á ein-
staka viðburði. SHUNT
hópurinn var stofnaður
fyrir níu árum,
hefur staðið
að framúr-
stefnulegum sýningum og þykir
einn merkilegasti leikhópur Breta
um þessar mundir.
„Ég tók eftir því þegar ég átti
leið um þessa lestarstöð að þarna
var alltaf röð. Við venjulega
ómerkta hurð. Ég var forvitinn
um þetta og þegar ég komst að því
hvað þarna var að gerast ákvað
ég að þarna vildi ég performera
áður en ég færi frá London,“ segir
Guðmundur. Hann segir að þetta
fyrirkomulag bjóði upp á algert
listrænt frelsi. „Snilldarfyrir-
komulag. Þetta er aldrei auglýst
en alltaf fullt hús.“
Sýningin sem Guðmundur leik-
ur í er síbreytileg. Um er að ræða
tveggja manna verk ‘The Destruct-
ion of Experience: Klamm’s
Dream’ sem er samið og leikstýrt
af Mischa Twichin sem er einn
stofnenda SHUNT. „Mischa skrif-
ar ekki texta sjálfur heldur gerir
eins konar mósaíkverk. Þessi sýn-
ing byggir á dagbókarbrotum
Kafka og svo blandast smásögur
hans inn í. Verkið fjallar um síð-
ustu sex mánuðina í lífi hans. Í
grófum dráttum fjallar þetta um
hvernig skáld yfirfærir eigin sárs-
auka á verk sín. Þetta er gríðarlega
erfiður texti og ég er stoltur af að
hafa lært hann. Skildi varla bofs í
fyrstu,“ segir Guðmundur sem er
ekki á leiðinni heim í bráð. - jbg
Íslenskur leikari í mekka Talíu
GUÐMUNDUR
INGI Starfar
nú með Mis-
cha Twichin
og SHUNT-
hópunum.
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
01.05 kl.21 Föstudagur
03.05 kl.21 Sunnudagur
17.05 kl.21 Sunnudagur
24.05 kl.21 Sunnudagur
(ath. síðustu sýningar)
PBB, Fréttablaðið
,,Ekki missa af þessari fegurð...”
ÞES, Víðsjá
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18
VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR
Sími: 561-4114
Frá 9. apríl til 3. maí
G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R
R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T
O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T
NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR
Auglýsingasími
– Mest lesið