Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 1

Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI hús og viðhaldMÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR 11. maí 2009 — 111. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Myndin er bara tekin á venju-legu fimmtudagskvöldi,“ segir Jón Torfi Arason, ríkisstarfsmað-ur og trompetleikari með meiru, og brosir í kampinn. Trompetinn er hans uppáhaldshlutur á heim-ilinu. „Þetta er límið í minni til-veru,“ segir Jón Torfi. „Tromp-etinn hefur fylgt mér sama hvert ég flyt en ég hef átt lúður frá því að ég var um sjö ára gamall. Ég var í Lúðrasveit Stykkishólms og hef tengst alls konar lúðrastandi í gegnum tíðina.“ Jóni Torfa þykir notalegt að hafa ýmis hljóðfæri í kringum sig. „Ég spila ekki sérstaklega mikið á þau öll en gríp þó oft í gít isegi h ars eru stundum hljómsveitaræf-ingar í stofunni.“Þessa dagana æfir Jón Torfi stíft með hljómsveitinni Varsjár-bandalaginu en þau munu næst leika á sýningunni Orbis Terræ – ORA sem haldin verður í Þjóð-menningarhúsinu á Listahátíð í Reykjavík. „Ég kom þar inn fyrir stuttu því það vantaði lúður en ég og Sigga Ásta, sem spilar á harmonikku, vorum áður saman í hljómsveitinni Jón og Massey Fergussynir þar sem ég spilaði á gítar. Varsjárbandalagið leikur hins vegar hressa austantjaldstónlist sem h fi „Frumsýningin er 16. maí en sex sýningar eru í boði næstu tvær vikur þar á eftir. Hljómsveitin verður svona hér og þar um húsið og tónlistin er vel til þess fallin að skapa réttu stemninguna bæði í anda og útliti,“ segir Jón Torfi en nánari upplýsingar um Orbis Terræ – ORA má finna á vefsíðu Listahátíðar í Reykjavík, www.listahatid.is. Varsjárbandalagið verður auk þessa með tónleika 28. maí næst-komandi með Hjörleifi Valssynifiðluleikara og V di Lúðurinn er límið sem heldur tilverunni saman Heimilislíf Jóns Torfa Arasonar er svo sannarlega fjörugt á stundum en hljómsveitin Varsjárbandalagið hittist af og til heima hjá honum og æfir sig. Þar leikur Jón Torfi á trompet sem hefur fylgt honum lengi. Hér mundar Jón Torfi trompetinn góða á æfingu með Varsjárbandalaginu sem mun næst leika á sýningunni Orbis Terræ – ORA í Þjóðmenningarhúsinu. Eins konar flóttamannabúðir verða skapaðar og framinn gjörningur um landamæri og skrifræði í leiksýn- ingu um stríðsmenningu. MYND/ÁSLAUG SNORRADÓTTIR HVÍTIR SOKKAR eiga það til að verða gráir með tímanum. Gott húsráð er að sjóða sokkana í vatni með nokkrum sítrónusneiðum, en sítrónan þykir náttúrulegt bleikiefni. Þá er einnig talið að sápuduft fyrir uppþvottavélar geti hjálpað til að sokkarnir fái sinn upphaflega lit. Meirapróf Upplýsingar og innrituní síma 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 13. MAÍ Auglýsingasími VEÐRIÐ Í DAG Gengið með barnavagna Ferðafélag Ís- lands skipulegg- ur gönguferðir fyrir barnafólk með barnavagna og -kerrur. TÍMAMÓT 16 JÓN TORFI ARASON Telur trompetinn vera límið í tilverunni • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HÚS OG VIÐHALD Framkvæmdir, nýjung- ar og nytsamleg ráð Sérblað um hús og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Spilar undir hjá Hanks Atli Örvarsson á sitt í Englum & djöflum. FÓLK 30 Stjörnur að fæðast Lokaprufur fyrir Gauragang Gunnars Björns fóru fram á Oliver í gær. FÓLK 20 GEIR JÓN ÞÓRISSON Sonurinn orðinn mótorhjólalögga Var ekki ánægður með starfsvalið FÓLK 30 HVASST VESTAN TIL Í dag verða sunnan 13-18 m/s vestan til en annars yfirleitt 8-13 m/s. Rigning um vestanvert landið en þurrt og skýjað með köflum eystra. 7-15 stiga hiti að deginum, mildast NA- lands. VEÐUR 4 7 8 11 12 8 STJÓRNMÁL Fimm landsbyggðar- þingmenn VG lýstu því yfir á þing- flokksfundi á laugardag að þeir muni greiða atkvæði gegn þings- ályktunartillögu um aðildarumsókn við Evrópusambandið. Þetta voru þau Jón Bjarna- son, Lilja Rafney Magnúsdótt- ir, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Þuríður Backman. „Við settum þennan fyrirvara þannig að öllum væri ljóst að ekki væri hægt að ganga að þingflokki VG sem vísum,“ segir Þuríður Backman. Þeir þingmenn sem blaðið ræddi við í gær gera þó lítið úr því að myndað hafi verið sérstakt banda- lag innan þingflokksins gegn ESB, og kannast ekki við að hinir níu þingmenn flokksins séu hlynntir aðildarumsókninni. Í gær var formlega mynduð fyrsta vinstristjórn Íslands. Hún hefur á stefnuskrá sinni að skapa norrænt velferðarsamfélag. Að leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um aðildarumsókn að Evr- ópusambandi. Að fiskveiðiheimild- ir verði innkallaðar í áföngum og þeim úthlutað að nýju. Meginverkefni stjórnar Sam- fylkingar og VG á sviði efnahags- mála verði að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjár- málakerfið, ná þjóðarsátt um efna- hagsráðstafanir og vinna traust umheimsins á ný. Í yfirlýsingu segir að efnahagsástandið kunni að versna áður en það batnar. Forystumenn Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands eru ánægðir með fyrirhugað samráð ríkisstjórnar við þá. Forseti ASÍ segist ekki sjá betur en að stjórnin svari kalli vinnumarkaðarins. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er ósáttur við fyrirhugaðar innkallanir. Nú verði að sannfæra fólk um hversu skað- vænlegar þær séu. „Það væri betra hjá þeim að þjóðnýta fyrirtækin strax,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, telur þetta eina dapurlegustu stjórnarmynd- un lýðveldisins. Stjórnin ætli að láta stjórnarandstöðu skera úr um Evrópumál. Birgitta Jónsdóttir, þingflokks- formaður Borgarahreyfingar segir hins vegar að þingleiðin til Evrópu sé skásta lausnin. Varaformaður Sjálfstæðisflokks, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að stjórnarflokkarnir hafi ekki unnið úr Evrópumálunum. Þeir ætli að ríkisvæða sjávar útveginn. - kóþ, bts, jse / sjá síður 4, 6 og 8 Fimm þingmenn VG ætla að vera á móti Fyrsta meirihlutastjórn vinstriflokka tók til starfa í gær. Forystumenn vinnu- markaðarins fagna boðuðu samráði. Fimm af sjö landsbyggðarþingmönnum VG lýsa yfir að þeir muni kjósa gegn tillögu um aðildarumsókn að ESB. NORRÆNA VELFERÐARSTJÓRNIN Ný og brosmild ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum í gær í rokinu á Bessastöðum. Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Svan dís Svavarsdóttir og Jón Bjarnason koma ný inn í ríkisstjórnina. Á brott hverfa Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Pepsi-deild karla hófst í gær með fimm leikjum en alls voru þrettán mörk skoruð í þeim. Hlutskipti nýliðanna í deild- inni er ólíkt. Stjarnan er í efsta sæti eftir óvæntan 3-0 sigur á Grindavík en Eyja- menn sitja á botninum eftir 2-0 tap fyrir Fram í Laugar- dalnum. KR, Fylkir og Breiða- blik unnu einnig sigra í sínum leikjum í gær. - esá / sjá síðu 24 Pepsi-deild karla hófst í gær: Ólík hlutskipti nýliðanna Skrefi nær titlinum Manchester United er hársbreidd frá því að tryggja sér enska meistaratitil- inn. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.