Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 14
14 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Það er engan veginn auðvelt eða sjálfsagt mál fyrir VG og
Samfylkingu að mynda saman
ríkisstjórn: flokkarnir hafa í
grundvallaratriðum andstæðar
skoðanir í Evrópumálum og for-
ingjar beggja flokkanna þurfa
að geta staðið frammi fyrir sínu
fólki og varið þá leið sem farin
var. Úr mörgu þarf að greiða.
Þetta er vegna sögunnar
– vegna hefðar flokkanna sem
þessir eru runnir frá – vegna
rótgróins þankagangs innan
þeirra beggja. Skúli Thorodd-
sen mun alltaf greiða atkvæði
á móti Uppkastinu og Benedikt
Sveinsson á móti Miðluninni.
Innan íslenskrar stjórmálahugs-
unar liggur þungur straumur allt
frá Benedikt Sveinssyni og síðar
Skúla Thoroddsen og Landvarnar-
mönnum, straumur þeirra sem
gera ítrustu kröfur í sjálfstæðis-
málum. Þetta er nauðsynleg rödd
en hún má ekki alltaf vera ríkj-
andi.
Ýmislegt varð til þess að þessi
straumur fann sér farveg innan
sósíalistahreyfingarinnar fremur
en annars staðar; hjá Skúla Thor-
oddsen fór saman ítrasta krafa
um full réttindi þjóðarinnar og
frjálslynd framfarahyggja í þjóð-
félagsmálum, sem hann deildi
raunar með Hannesi Hafstein,
svona til að flækja málin enn
frekar.
Út frá sjónarhóli Alþýðuflokks-
ins reyndist rótgróið áhugaleysi
foringja þess flokks um sjálf-
stæðisstjórnmál – alþjóðahyggja
þeirra – koma í veg fyrir að
flokkurinn yrði það afl í íslensk-
um stjórnmálum sem til stóð.
Foringjarnir litu út sem lyddur
gagnvart erlendu valdi í augum
hugsanlegra kjósenda – í Nató-
málinu og Herstöðvamálinu, þó
að þeir hefðu vissulega þjóðar-
heill að leiðarljósi og fylgdu sömu
stefnu og kratar annars staðar á
Norðurlöndunum, sem voru jafn-
vel enn eindregnari andkomm-
únistar.
Íslenskum kommúnistum tókst
að breyta sér í eitthvað annað
með hjálp þjóðrækninnar – ein-
hvers konar þjóðhyggjuflokk
– einhvers konar krata. Þegjandi
og hljóðalaust hættu þeir að
aðhyllast byltingu og ríkiseign
allra framleiðslutækja og Eðvarð
fór að vinna með Bjarna Ben í
bróðerni að því að útrýma vond-
um húsakosti – einhvers konar
kratar sem sé og þó ekki alveg,
því ekki er til verra skammar-
yrði í munni gamals komma en
að segja að einhver sé „krrraaaa-
aathi“ – heitið er beinlínis urrað
– og eins var undirlægjuháttur
margra foringja íslenskra komm-
únista gagnvart Sovétkommún-
ismanum furðu lífseigur, jafn-
vel eftir að óhæfuverkin tóku að
koma í ljós. En þeir voru sem sé
harðir í horn að taka og stóðu
með þeim fátæku gegn þeim ríku,
þeim valdalausu gegn valdhöf-
unum og þessi varðstaða færðist
yfir á varðstöðu um réttindi þjóð-
arinnar gagnvart ofríki erlendra
hervelda.
Kratarnir voru deigir – eða
höfðu þannig áru. Vissulega
áttu þeir sínar verkalýðshetjur
sem dáðar voru af allri alþýðu
– Jóhönnu Egilsdóttur, Héðin,
Hannibal og fleiri og fleiri en
smám saman fékk flokkurinn það
yfirbragð að vera lítill hægri-
flokkur, alveg eins og Framsókn
var eftir sína stjórnartíð með
íhaldinu og Samfó hefði orðið ef
sú stjórn hefði haldið áfram.
Sem sé: þetta er ekki auðvelt.
Sagan er eflaust stundum eins og
myllusteinn um hálsinn á því fólki
sem nú fyllir flokkana sem komu í
stað Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks. Vandinn er sá að láta
þennan arf hvíla á sínum stað –
vita af honum, bera virðingu fyrir
því fólki sem á undan fór – en
átta sig um leið á því að hugsunar-
háttur þess á ekki lengur við.
Frá miðri tuttugustu öldinni
hafa sjálfstæðisstjórnmálin
sundrað vinstri mönnum á Íslandi
– ágreiningur um stað Íslands í
samfélagi þjóðanna. Fyrst vildu
kommúnistar að Ísland tæki sér
stöðu með leppríkjum Sovét-
ríkjanna og síðan settu arftakar
þeirra fram hugmyndir um að
Ísland skipaði sér í lið með arð-
rændum ríkjum þriðja heims-
ins – einn leiðtogi Alþýðubanda-
lagsins vildi að Ísland gengi í
Asíu – allt nema Evrópu – en nú á
dögum tala menn í VG helst um
að Ísland eigi heima meðal nor-
rænu ríkjanna, en þangað hafa
einmitt kratar einatt litið eftir
leiðsögn. Þannig að þetta þokast
á sama stað. Systurflokkar VG á
Norðurlöndum eru raunar áhuga-
samir um Evrópusamstarf (eins
og meirihluti kjósenda VG líka)
og innan flokksins eru ýmsir sem
deila þeirri skoðun með Sam-
fylkingarfólki að aðildin að ESB
sé einmitt stærsta sjálfstæðis-
málið. En hann er þungur þessi
straumur sem liggur frá Benedikt
Sveinssyni að hamast gegn Miðl-
uninni – sá óbilgjarnasti og tor-
tryggnasti í garð útlendinga
verður ævinlega hávært afl í
íslenskum stjórnmálum.
En við skulum muna það – kæru
félagar í Samfylkingu og Vinstri
grænum – að á meðan vinstri
menn á Íslandi voru að rífast um
Uppkastið komu hægri menn á fót
kvótakerfinu og festu hér í sessi
rammari og ranglátari stétta-
skiptingu en annars staðar á
Norðurlöndum.
Og hitt: A-flokkarnir eru dauð-
ir. Nýtt fólk – ný kynslóð – þarf nú
að bjarga Íslandi.
UMRÆÐA
MÁLEFNI VR
Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn
við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem
kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar
breytingar í félaginu sem átti meðal annars að fel-
ast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna.
Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því ný stjórn og
formaður hlutu kosningu og enn hefur ekkert til
þeirra spurst. Á sama tíma berast okkur reglulega
fréttir af félögum okkar sem margir hverjir búa
við erfið kjör. Samkvæmt fréttum á heimasíðu VR
eru atvinnulausir félagar okkar nú rúmlega 10%.
Það eru álíka margir og tóku þátt í síðustu kosn-
ingum félagsins. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá
núverandi formanni okkar og nýrri stjórn.
Til að bæta gráu ofan á svart er sú staða komin
upp að 40% af atvinnulausum félagsmönnum VR
kjósa að greiða ekki félagsgjöld af bótum sínum.
Það eru skýr skilaboð til formanns og stjórnar þess
efnis að félagsmenn telji hagsmuni sína ekki bætt-
ari með aðild að VR. Sennilega má einnig draga þá
ályktun að félagsmenn eru í auknum mæli að missa
traust sitt á félaginu og forustu þess. Varla er við
öðru að búast þegar framkoma við félagsmenn er
með þessum hætti. Enn bólar ekkert á sýnileikan-
um og vinnustaðaheimsóknunum, sem voru hins
vegar tíðar í kosningabaráttunni.
Ég vil nota tækifærið og benda á hversu afleitt
ástandið er orðið. Það segir sig alveg sjálft að
félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tapa dýr-
mætum réttindum sem eru margfalt verðmætari
en sú upphæð sem greiða á í félagsgjöld. Ég skora
því á stjórn og formann VR að vakna af þyrnirós-
arsvefninum og bregðast við þessari afleitu þróun
með AÐGERÐUM.
Ég vil einnig nota tækifærið og skora á félags-
menn í VR að krefjast þess að haldinn verði félags-
fundur hið fyrsta til að krefjast svara. Við þögn og
þetta aðgerðaleysi verður ekki búið lengur!
Höfundur er trúnaðarmaður VR á vinnustað.
Ný stjórn VR og staðan í dag
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
Vinstri stjórn
Hvar er búrið?
Menn höfðu misgaman af hrekknum
um ísbjörninn í Skagafirði sem átti að
vera á ferð skammt frá Hofsósi um
helgina. Sá reyndist vera uppstopp-
aður og því hættulaus en lögreglan
fór í viðbragðsstellingar og hringdi út
skyttur. Eflaust hefðu margir viljað að
hið sanna kæmi ekki í ljós fyrr en
yfirvöld hefðu verið búin að taka
ákvarðanir sem lúta að búrinu
fræga sem sent var eftir í fyrra.
Höfðu margir
gaman af því
máli og ekki úr
vegi að endur-
taka það, nema
að afstaðan hafði
breyst í umhverfisráðu-
neytinu.
Frá Emilíu, Ólafíu og
Stefaníu
Þegar ný stjórn er mynduð er alltaf
forvitnilegt að velta því fyrir sér undir
hvaða nafni menn muni minn-
ast hennar. Stundum eru þær
nefndar eftir þeim stað þar sem
stjórnar sáttmálinn er undirritaður
eða stjórnin kynnt. Eins
og til dæmis Viðeyjar-
stjórn eða Þingvalla-
stjórn. Einnig getur
það farið eftir þeim
verkefnum sem
við henni blasa
eins og til dæmis
einkavæðingar-
stjórn, viðreisn-
arstjórn eða
nýsköpunarstjórn.
Svo geta þær verið nefndar eftir
þeim sem fyrir þeim fara, mætti þar
nefna Stefaníu hans Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, Ólafíu hans Ólafs
Jóhannessonar eða Emilíu
Emils Jónssonar.
Til Jóhönnu
Það er því úr ýmsu að
moða að þessu sinni.
Þetta gæti verið
Norræna stjórnin,
Vatnsmýrarstjórnin,
kreppustjórnin, nið-
urskurðarstjórnin,
skattastjórnin,
nú eða bara
Jóhanna.
jse@frettabladid.is
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Ný ríkisstjórn
Þ
að er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra
að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd
hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kafla-
skil í stjórnmálasögunni.
Til þess að þingmeirihluti geti myndað ríkisstjórn
þarf tvennt að koma til: Í fyrsta lagi samkomulag um skiptingu
valda. Í annan stað sátt um málefni. Ef ekki er bræðralag um
völdin getur reynst þrautin þyngri að lifa af. Á hinn bóginn geta
stjórnir setið án samstöðu um málefni. En þá er ekki á vísan að
róa um árangur. Oftast fer þá illa.
Af yfirlýsingum forystumanna ríkisstjórnarflokkanna má ráða
að trúverðug eining ríki á milli þeirra um valdaskiptinguna. Með
yfirlýsingu sinni í gær lögðu þeir hins vegar engar skýrar línur
um lausn stærstu úrlausnarefnanna: ríkisfjármála, peningamála
og Evrópumála.
Að því er varðar efnahags- og ríkisfjármál má segja að nýja
ríkisstjórnaryfirlýsingin sé endurskrift á samningi fyrri ríkis-
stjórnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar er ekki að finna neinar
útfærðar tillögur umfram þau markmið sem samningurinn geym-
ir. Fullyrt er að þær muni koma síðar. Það er vel.
Af yfirlýsingunni má ráða að frumkvæði að lausnum í ríkisfjár-
málum eigi að koma út úr boðuðu samstarfi við aðila vinnumark-
aðarins. Það samstarf er afar mikilvægt og forsenda árangurs.
Hitt hefði verið eðlilegt að ríkisstjórnin hefði á þessu stigi haft
frumkvæði að tillögugerð og kallað eftir samstarfi á þeim grund-
velli. Svo virðist hins vegar vera sem ríkisstjórnin ætli að færa
ábyrgðina í verulegum mæli yfir á launþegasamtökin.
Samkvæmt ríkisstjórnaryfirlýsingunni er lausn á framtíðar-
stefnu í peningamálum og afstöðunni til Evrópusambandsins í
algjöru uppnámi. Þar vill Samfylkingin fara eina leið en VG aðra.
Til sátta hefur VG fallist á að Samfylkingin megi halda fram hjá
í stjórnarsamstarfinu og semja við aðra flokka um tvö af þremur
stærstu málunum sem glíma þarf við.
Ríkisstjórnin er því í málefnalegum minnihluta á Alþingi um
helstu viðfangsefnin. Samfylkingin hefur fallist á að sitja í ríkis-
stjórn með VG án þess að fá tryggingu fyrir framgangi Evrópu-
málanna og nýrri framtíðarstefnu í peningamálum. Nú á eftir að
koma í ljós hvað hún vill á sig leggja til þess að ná samkomulagi
við hina flokkana á Alþingi til þess að ná þessum lykilmálum fram.
Án lausnar á þeim er lítil von um efnahagslega endurreisn.
Kjarni málsins er sá að forsætisráðherra hefur ekki fengið
umboð samstarfsflokksins til að koma mikilvægustu málunum á
framkvæmdastig. Það er algjör nýlunda í íslenskri pólitík.
Sú nýlunda gefur stjórnarandstöðuflokkunum sterka stöðu og
leggur jafnframt á þá óvenjulega ábyrgð. Í raun þarf Samfylk-
ingin að hefja stjórnarmyndunarviðræður við þá um þessi mál á
næstu dögum.
Hér hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa síðan í nóvember. Á
því hefur engin breyting orðið þrátt fyrir nýja ríkisstjórn, kosn-
ingar og endurnýjaða ríkisstjórnaryfirlýsingu.
Ábyrgðin á að leysa þessa málefnalegu stjórnarkreppu hvílir á
forsætisráðherra. Það mun kalla á mikla lipurð og lagni í samn-
ingum að tryggja samstöðu í þinginu um þessi mál og ríkisstjórn-
ina. Þeir sem að málefnasamstöðu standa þurfa líka að geta treyst
þeirri stjórn sem á að framkvæma hana.
Kaflaskil með hreinni vinstri stjórn:
Nýtt samningaþóf
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR