Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 10
10 11. maí 2009 MÁNUDAGUR ÞÁ RIGNDI EGGJUM Hluthafar franska fjárfestingarfélagsins Pinault Printemps Redoute beittu fyrir sig regnhlífum þegar starfsmenn köstuðu eggjum í þá til að mótmæla háum arðgreiðslum. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Bandaríska skyndibita- keðjan McDonald’s hagnaðist um 979,5 milljónir dala, jafnvirði 123 milljarða króna, á fyrsta fjórð- ungi ársins. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá fyrra ári. Tekjur námu fimm milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,6 pró- senta samdráttur. Forsvarsmenn McDonald‘s greindu frá því fyrir helgi að annar ársfjórðungur hafi byrj- að betur en á horfðist en sala jókst um 6,9 prósent í nýliðnum mánuði. Mestu munar um aukna sölu á morgunverði, kjúklinga- samlokum og kaffisopa, að sögn Bloom berg-fréttaveitunnar. - jab Fleiri kjósa sér skyndibita: Vorið byrjar vel hjá McDonald‘s BRETLAND Hátekjuskattar þeir sem boðaðir voru í fjárlagafrumvarp- inu sem breski fjármálaráðherr- ann Alistair Darling kynnti þann 22. apríl síðastliðinn hafa hlotið misjöfn viðbrögð. Samkvæmt frumvarpinu stend- ur til að hækka tekjuskatt á þá sem þéna meira en 150.000 sterl- ingspund á ári – sem samsvar- ar um 28,5 milljónum króna – úr 40 prósentum í 50 prósent. Er hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði á þingi sagði Darling að þessi ráðstöfun væri hluti af þeirri stefnu ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins, að innleiða meiri „sann- girni“ í skattkerfið. Hátekjuskattstillögurnar eru þó öllu flóknari en þetta. Í úttekt vikuritsins The Economist er rakið hve jaðaráhrif breytinganna verða mikil. Þau eru sögð munu hækka úr 31,5 prósentum í 41,5 til 61,5 prósent. Mest verði þessi áhrif á þá sem þéna rétt yfir 100.000 pundum á ári. Þeir missi persónu- afsláttinn og við það fari jaðar- skattprósentan í þetta hæsta stig. Fyrir þá sem þéna á bilinu 113.000 til 150.000 pund geta farið niður í 41,5 prósent, en við 150.000 punda markið fer jaðarskatturinn í 51,5 prósent. Þá hefur það áhrif líka að skattafsláttur sem veittur er af séreignalífeyrissparnaði minnkar um allt að helming á hátekjufólk. Vegna þess hve flóknar reglurn- ar eru geta þó sumir hátekjumenn endað uppi með að borga minni skatt af slíkum lífeyrissparnaði. „Þvílíkt klúður,“ skrifar Econom- ist í leiðara um málið. Allt í allt eru þessar auknu skattaálögur á hátekjufólk þó ekki taldar munu skila meiru en um tveimur milljörðum punda í ríkis- kassann, og því duga skammt til að laga hinn mikla fjárlagahalla sem fram undan er. Að sögn Financial Times hafði verið búist við minni hækkun hátekjuskatts, en ríkisstjórnin hefði ákveðið að hafa hana svona mikla til að undirstrika muninn á skattastefnu Verkmannaflokks- ins og Íhaldsflokksins, sem mælst hefur með drjúgt forskot í skoð- anakönnunum. Þingkosningar verða að fara fram í Bretlandi í síðasta lagi í júní 2010. Í ljósi þess hve kreppan veldur miklum halla á ríkisfjármálun- um er hins vegar talið að íhalds- menn muni, komist þeir til valda, ekki geta látið nægja að skera bara niður ríkisútgjöld án skattahækk- ana, eins og þeir vilja helst. Bæði óvinsæll niðurskurður og óvinsæl- ar skattahækkanir verði óumflýj- anlegar. audunn@frettabladid.is Misjöfn viðbrögð við hátekjuskatti Darlings Jaðaráhrif valda því að boðaðir hátekjuskattar í Bretlandi munu skilja allt að 61,5 prósent af tekjum skattgreiðenda eftir í sjóðum ríkisins. Þó munu hátekju- skattarnir ekki hrökkva langt til að rétta af hallarekstur breska ríkissjóðsins. HÁIR HÁTEKJUSKATTAR Breski fjármálaráðherrann Alistair Darling með fjárlagafrum- varpið í rauðu töskunni frægu. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC) samþykkti nýverið að loka stórum svæðum á Atlants- hafshryggnum til að vernda við- kvæm vistkerfi fyrir áhrifum botnveiðarfæra. Lokunin nær til fimm svæða og er viðbót við þau svæði sem þegar hefur verið lokað í sama tilgangi. Samanlagt eru hin nýju svæði 330.000 fer- kílómetrar eða sem nemur ríf- legri þrefaldri stærð Íslands. Sá hluti Atlantshafshryggjar- ins sem ekki fellur undir lokanir er skilgreindur sem „nýtt svæði“ og gilda sérstakar reglur um hugsanlegar botnveiðar á slíkum svæðum. Ráðstafanir sem ætlað er að styðja við frekari verndun viðkvæmra vistkerfa á úthafinu á samningssvæði NEAFC tóku gildi í janúar. Í aðdragandanum hafa allar botnfiskveiðar síðastlið- inna tuttugu ára á samningssvæði NEAFC verið kortlagðar. - shá Fimm stórum svæðum lokað: Vernda vistkerf- ið með banni VERSLUN Verslunarmenn í Vík í Mýrdal segja erlenda ferðamenn vera fjölmenna þar frá því í febrúar og kaupgleðin mun meiri en áður hefur þekkst. Segja þeir lágt gengi krónunnar ráða mestu um þessa þróun. „Það var orðið afar óþægilegt að heyra ferðamennina tala um það hvers konar okurbæli þetta Ísland væri árið 2007,“ segir Þórir Kjartansson, framkvæmda- stjóri Víkurprjóns. „Nú er við- mótið allt annað og þeir kaupa miklu meira.“ Elías Guðmundsson, sem rekur Víkurskálann, tekur í sama streng. „Maður sá fram á langan vetur þegar hrunið varð í haust en svo fór bara að sumra í febrú- ar. Við Þórir erum hérna með okkar þjónustu á torginu sem við höfum stundum kallað Torg hins himneska friðar, svona í gríni en það stendur ekki undir því nafni eins og umferðin er orðin.“ - jse Verslunarmenn í Vík: Viðmótið gott eftir okrið 2007

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.