Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 2
2 11. maí 2009 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Það var mikill léttir að heyra loks í honum,“ segir Her- mann Þór Erlingsson, faðir Ragn- ars Erlings sem hefur verið í fang- elsi í borginni Recife í Brasilíu í rúma viku. Ragnar var tekinn á flugvellin- um í Recife á föstudeginum fyrir viku þegar hann reyndi að smygla sex kílóum af kókaíni. Fjölskylda Ragnars hafði ekki náð sambandi við hann, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, frá því að hann var hand- tekinn en komst loks í samband við hann um helgina. Faðir Ragnars vildi lítið tjá sig um málið í gær, sagði þó að fjöl- skyldan reyndi allt hvað hún gæti til að gera fangelsisdvöl Ragnars sem þolanlegasta. Fjölskyldan sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær. Þar segir meðal annars að Ragnar hafi framið glæp sem fjölskyldan sé sammála um að sé mjög alvarlegur. Ragnar muni taka út sína refsingu vegna hans. Þá kemur fram í yfirlýsing- unni að Ragnar sé ekki í beinni hættu þótt aðbúnaður í fangelsinu sé slæmur. Ragnar eigi enn við melt- ingarvandamál að stríða en fái með- höndlun við því. Þá biðji Ragnar „fyrir þakklæti til allra sem sýnt hafa honum stuðn- ing og hann er einnig fullur iðrunar“. Þá segir í yfirlýs- ing- unni: „Við sem að honum stöndum leggjum ofurkapp á að tryggja að Ragnar fái þann aðbúnað sem hann getur lifað við og að hann bugist ekki algerlega. Til þess þurfum við að biðja fjölmiðla að veita okkur svigrúm til að geta unnið þá vinnu sem fram undan er.“ Ragnar Erling er fjórði Íslend- ingurinn sem tekinn er fyrir fíkni- efnasmygl í Brasilíu á skömmum tíma. Íslendingar hafa haft tengsl við borgina Recife í Brasilíu. Sverr- ir Þór Gunnarsson, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í stóru fíkni- efnamáli árið 1999, var búsettur í borginni um skeið en er nú búsett- ur á Spáni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. kristjan@frettabladid.is 585-6500 audur.is Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn Opinn kynningarfundur Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð Mánudaginn 11. maí kl. 17:15 Allir velkomnir LÖGREGLUMÁL Málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem var stolið af Kjarvalsstöðum um miðjan laugardag, var endurheimt skömmu síðar af lögreglu og var það óskemmt. Ungt par hafði gengið út með verkið, en safnvörður sá til þeirra. Lögreglan studdist svo við upptökur úr öryggismyndavélum til að hafa hendur í hári þjófanna. Verkið Á hulduströnd var ekki veggfast, en það mun vera metið á allt að sjö milljónir króna. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að verklag á Kjar- valsstöðum og öðrum listasöfnum verði yfirfarið. - kóþ Stuldur um hábjartan dag: Kjarvalsverkið endurheimt BANDARÍKIN, AP „Ég verð nú að játa að mig langaði ekkert til að vera hér,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á hinu árlega kvöldverðarboði fréttamanna í Washington á laug- ardagskvöld. „En ég varð að koma. Það er enn eitt vandamálið sem ég fékk í arf frá George Bush.“ Löng hefð er fyrir því að Banda- ríkjaforseti geri óspart grín að sjálfum sér, ríkisstjórninni og and- stæðingum sínum á þessum sam- komum. Obama lét ekki sitt eftir liggja og gerði meðal annars grín að gífurlegum áhuga fjölmiðla á fyrstu hundrað dögum hans í emb- ætti. „Ég held að næstu hundrað dag- arnir mínir gangi svo vel að ég klári þá á 72 dögum,“ sagði Obama, og uppskar mikinn hlátur. „Og á 73. deginum, þá hvíli ég mig.“ Nokkur þúsund manns mættu til kvöldverðarins þetta árið, þar á meðal fjöldi þekktra persóna úr stjórnmálum, kvikmyndaheimin- um og tónlistarlífinu. Meðal þeirra sem ekki mættu var Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti. Það er vegna þess, sagði Obama, að hann er önnum kafinn við að skrifa ævisögu sína, sem til bráðabirgða hefur fengið titilinn: „Hvernig fara skal að því að skjóta vini sína og yfirheyra fólk.“ - gb Barack Obama lætur gamminn geisa í kvöldverðarboði fréttamanna: Gerði grín að sjálfum sér SKÆLBROSANDI „Flest ykkar fjölluðuð um mig,“ sagði Obama við blaða- og fréttamenn, en bætti svo við: „Öll kusuð þið mig. Þið á Fox-borðinu eruð samt beðin afsökunar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓRDANÍA, AP Benedikt XVI. páfi hvetur kristna menn í Mið-Aust- urlöndum til þess að þrauka, þrátt fyrir þrengingar þeirra í þessum heims- hluta undan- farin ár. Þetta sagði hann í ræðu á íþrótta- leikvangi í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, þar sem 20 þúsund manns hlýddu á. Benedikt hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af múslimum og gyðingum, í tengslum við ferð hans til Mið- Austurlanda. Í dag heldur hann til Jerúsalem og fer einnig inn á herteknu svæðin. - gb Páfinn í Mið-Austurlöndum: Hvetur kristna til að þrauka BENEDIKT PÁFI BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er sögð alvarlega veik og fá næringu í æð á heimili sínu í Rangún, þar sem hún hefur verið í stofufangelsi árum saman. Hún er sögð eiga erfitt með að borða og hefur ekki fengið venjulegan mat í nokkra daga. Læknir hennar var kallaður í yfirheyrslu á fimmtudag, en annar læknir fékk að hitta hana á föstudag. Aung San Suu Kyi er orðin 63 ára. Herforingjastjórn landsins hefur haldið henni í stofufang- elsi í 13 af síðustu 19 árum, þar af samfleytt síðustu sex ár. - gb Stjórnarandstaðan í Búrma: Aung San Suu Kyi sögð veik SUÐUR-AFRÍKA, AP Ráðherraskip- an nýrrar ríkisstjórnar í Suður- Afríku bendir ekki til þess að Jacob Zuma forseti ætli að breyta miklu frá stefnu fyrri stjórnar. Ráðherrum var fjölgað úr 28 í 34, auk þess sem Trevor Manuel, fyrrverandi fjármálaráðherra, verður yfirmaður þjóðskipulags- nefndar sem sér um að samhæfa störf ráðuneytanna. Zuma tók formlega við embætti forseta á laugardaginn. Hann er fjórði lýðræðislega kjörni forseti landsins. - gb Ný ríkisstjórn Suður-Afríku: Ekki búist við breytingum JACOB ZUMA Kynnir nýja ríkisstjórn sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Einar, var mikið álag á ykkur? „Já, en meðan það kemur ekki niður á álagningunni þá erum við sáttir.“ Einar Hermannsson er annar eigandi Merkjalistar sem lenti í því að fá ekki nægilegt ál til að framleiða auglýsinga- skilti á knattspyrnuvelli fyrir Íslandsmótið. Það bjargaðist þó. STJÓRNMÁL Ný ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna boðar að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði send til Brussel í sumar. Á málfundi sem haldinn verður í Odda í hádeginu í dag verður kynning á nýútkominni bók sem ber heitið „Inni eða úti: Aðild- arviðræður við ESB“. Í bók- inni er lýsing á því ferli sem fer í gang er ríki sækir um aðild að Evrópusambandinu og fjallað um lærdóma sem draga má af fyrri stækkunarlotum sambandsins. Á málfundinum segir höfund- ur bókarinnar, Auðunn Arnórs- son, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, nokkur orð auk þess sem Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands, flytur erindi þar sem hann leggur út af efni bókarinnar. - gb Hitamál útskýrt í nýrri bók: Samningsferlið við ESB krufið Fjölskyldunni létt að heyra loks í Ragnari Fjölskylda Ragnars Erlings Hermannssonar náði loks sambandi við hann um helgina. Ragnar hefur setið í fangelsinu í Recife í rúma viku. Að sögn fjölskyldu Ragnars er hann ekki í lífshættu þó að aðbúnaður í fangelsinu sé slæmur. KÓKAÍNIÐ Ragnar Erling var tekinn með tæp sex kíló af kókaíni á flugvellinum í Recife í Brasilíu. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir fyrir smygl í Brasilíu á skömmum tíma. ATVINNUMÁL Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var óheimilt að hætta akstri sjúkraliða frá Reykjanes- bæ til vinnu í Grindavík. Þetta er niðurstaða Félags- dóms. Umræddur sjúkraliði er kona úr hópi sjúkraliða sem býr í Reykjanesbæ en starfar á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík. Heilbrigðistofnun Suður- nesja hefur séð sjúkraliðunum fyrir ferðum til og frá Víðihlíð og greitt þeim laun fyrir ferðatímann. Þetta fyrirkomulag telur Sjúkraliðafélag Íslands byggjast á ákvæði kjarasamnings við ríkið sem segir að vinni starfsmaður fjarri leiðum almenn- ingsvagna skuli honum séð fyrir ferðum til og frá vinnustað eða fá greiddan ferðakostnað og að ferð- irnar teljist til vinnutíma. „Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmælum fjármálaráðuneytis um lækkun útgjalda, hefur sú ákvörðun verið tekin að hætta keyrslu starfs- manna til og frá Víðihlíð á vegum stofnunarinnar auk greiðslna fyrir aksturstíma,“ sagði í bréfi sem sjúkraliðarnir fengu frá forstjóra heilbrigðisstofn- unarinnar fyrir jól í fyrra. Þessa ákvörðun kærði Sjúkraliðafélag Íslands til Félagsdóms. Rök heilbrigðisstofnunarinnar voru meðal ann- ars þau að stofnuninni hafi ekki verið skylt að aka sjúkraliðinum en gert það engu að síður vegna skorts á starfsfólki í Grindavík. Félagsdómur hefur hins vegar ógilt ákvörðunina um að hætta akstrin- um þar sem hún sé andstæð kjarasamningi. - gar Félagsdómur ógildir sparnaðarákvörðun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Skulu aka sjúkraliða til vinnu HEILBRIÐGISSTOFNUN SUÐURNESJA Gert að draga úr útgjöld- un en sparnaðarráðstöfun úrskurðuð brot á kjarasamningi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RAGNAR ERLING HERMANSSON Hann hefur nú setið í brasilísku fangelsi í rúma viku fyrir að reyna að smygla sex kílóum af kókaíni. Aðbúnaður í fang- elsinu er slæmur. Ragnar á enn við meltingavandamál að stríða en fær meðhöndlun við kvillanum. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.