Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 19

Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 19
11. MAÍ 2009 Fasteignasalan Eignamiðlun hefur til sölu 168 fermetra, tveggja hæða raðhús í Fjallalind í Kópavogi. H úsið er endaraðhús innst í botnlangagötu með innbyggðum bílskúr. Það er sérlega bjart og er á þremur pöllum. Komið er inn í flísalagða forstofu. Innangengt er í bílskúrinn úr forstofu og er hann flísalagður. Þar er gott geymsluloft og fjarstýrður hurðaropnari. Parketlagt hol er í húsinu með þakglugga sem veit- ir mikla birtu. Eldhúsið er flísalagt. Innréttingin er búin stáltækjum og tengi fyrir uppþvottavél. Mósa- íkflísar eru á milli efri og neðri skápa en góður borð- krókur er við glugga. Úr eldhúsinu er útgengt út á stóra og mikla afgirta timburverönd. Úr holi er gengið upp í stóra dagstofu með mikla lofthæð og parketi á gólfi. Þaðan liggja svalir og er mikið útsýni úr stofu og af svölum. Hjónaherbergi er á þessari hæð og er með fataherbergi og flísa- lögðu baðherbergi. Úr holinu er einnig gengið niður í svefnálmu og undir stiganum er góð aðstaða fyrir tölvu. Þar eru þrjú svefnherbergi og er hægt að ganga úr einu þeirra út í garð. Herbergin eru öll parketlögð. Þvottahús er rúmgott með flísum á gólfi, skol- vaski og góðri vinnuaðstöðu. Stórt flísalagt baðher- bergi er með baðkari, sturtu og innréttingu. Allt parket er gegnheill hvíttaður askur. Lóðin er stór og í góðri rækt en afgirt timburverönd er fyrir framan húsið. Heimkeyrslan er hellulögð og upphit- uð. Ásett verð er 56 milljónir en seljendur eru til- búnir til þess að skoða skipti á 4ra herbergja (eða stærra) í Lindahverfinu. Á fallegum útsýnisstað Garðurinn er fallegur og vel gróinn en stór afgirt verönd er fyrir framan húsið. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali www.kilhraunlodir.is Stórar eignalóðir fyrir frístundabyggð í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Komdu og veldu þér þinn eigin sælureit Frábær fjallasýn • Góð greiðslukjör Sölumenn veita nánari upplýsingar í síma 824 3040 og 893 4609 fasteignir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.