Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 26
11. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● hús og viðhald
Sverrir er byggingartæknifræðingur hjá Eflu sem hefur meðal annars séð um viðhald Gljúfrasteins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Virðisaukaskattur á vinnu við
íbúðir og sumarhús fæst nú að
fullu endurgreiddur og hæg-
ara er að fá iðnaðarmenn á
viðunandi verði en undanfarin
ár. Sverrir Jóhannesson, bygg-
ingartæknifræðingur hjá Eflu,
var spurður hvað helst þyrfti
að hafa í huga við undirbúning
og framkvæmd húsaviðgerða.
„Fyrsta skrefið er að ákveða
hvað á að gera fyrir húsið og láta
síðan fleiri en einn bjóða í verk-
ið. Svo tilboðin séu fyllilega sam-
anburðarhæf þarf verkefnalýsing
að vera nákvæm í upphafi. Ann-
ars getur farið svo að lægsta til-
boðið sé ekki það hagstæðasta því
áhersla á vandaða viðgerð getur
verið mismunandi milli manna,“
segir Sverrir.
Hann telur öruggast fyrir hús-
eigendur að leita ráða hjá einhverj-
um sem sé óháður þeim sem bjóða
í. Varasamast sé þegar sá sem eigi
að vinna verkið sé fenginn til að
meta sjálfur hvað skuli gera. En
er ekki alltaf hætta á að viðbótar-
skemmdir komi í ljós þegar byrj-
að er að gera við gömul hús? „Jú,
en eftir því sem undirbúningur-
inn er betri er minni hætta á því.
Það getur borgað sig að eyða í
hann í stað þess að leggja af stað í
blindni,“ svarar hann.
Skriflegir samningar eru nauð-
synlegir að mati Sverris, þar sem
fram komi hverjir geri samning-
inn og hvað eigi að gera. Líka verk-
tími, verð og greiðslur og hvort
stuðst sé við ákveðna staðla eða
reglugerðir. „Því nákvæmar sem
verkið er skilgreint stendur samn-
ingurinn betur fyrir sínu. Eyðu-
blöð fást hjá Húseigendafélaginu
og sumir verktakar eru með þau
líka.“
Sverrir tekur fram að tíma-
bundin lög um endurgreiðslu virð-
isaukaskatts af hönnun og löggildu
eftirliti, ásamt vinnu á byggingar-
stað við íbúðarhúsnæði og sumar-
hús komi húseigendum til góða. Á
vef samtaka iðnaðarins www.si.is
er auðvelt að ná í eyðublöð til að
fylla út og fara með til skattsins.
„Nú skilar svört vinna húseigand-
anum engu þegar virðisaukinn
fæst allur endurgreiddur,“ bend-
ir hann á. „Það er enginn gróði í
því að vera að svindla á kerfinu,
sérstaklega þegar öll ábyrgðin fer
við það.“
Talandi um ábyrgðir. Hvernig er
þeim háttað á húsaviðgerðum? „Yf-
irleitt er eins árs ábyrgð á slíkum
framkvæmdum. Þegar verkið er
búið er það tekið út og séð til þess
að allir séu sáttir,“ segir Sverrir
en heimasíða verkfræðistofunnar
Eflu er www.efla.is.
- gun
Betra að undirbúa verk vel
en leggja af stað í blindni
Með öryggiskerfi í sumarbústaðnum er hægt að bregðast hrað-
ar við ef upp koma vatns- eða frostskemmdir, fyrir utan að
fæla innbrotsþjófa frá. Mánaðarverð á grunnþjónustu er á milli
þrjú til fjögur þúsund krónur. Ef kalla á til öryggisvörð þarf að
borga fyrir hvert útkall.
Bæði Securitas og Öryggismiðstöðin bjóða sumarhúsaeigend-
um upp á vörn gegn vá. Hægt er að velja nokkuð hvernig örygg-
ispakkinn er uppbyggður, en það fer eftir þörfum sumarbústað-
arins og eigenda hans.
Grunnpakki Sumarhúsavarnar Securitas kostar 3.200 krónur
á mánuði. Er þar innifalið einn reykskynjari, einn segulnemi,
og einn hreyfiskynjari og eru þeir tengdir við stjórnstöð Secu-
ritas, auk límmiða. Við þetta er svo hægt að bæta vatnsnemum
og fjarstýringu, þannig að hægt sé að stýra hita og lýsingu með
sms-skilaboðum.
Öryggismiðstöðin býður upp á Sumarhúsaöryggi og kostar
grunnpakki þeirra 3.950 krónur á mánuði. Er þá innifalið reyk-
hreyfi- og vatnsskynjari sem tengdir eru stjórnstöð Öryggis-
miðstöðvarinnar, auk límmiða.
Bæði fyrirtækin bjóða upp á að fleiri skynjarar séu sett-
ir upp, til dæmis í stærri bústöðum. Securitas selur þá sérstak-
lega, en Öryggismiðstöðin býður upp á leigu á slíkum skynjur-
um.
Ef skynjarar láta vita að eitthvað sé að, hvort sem það er
vatn sem farið er að leka, hreyfing sem ekki á að vera til staðar
vegna innbrotsþjófa eða glugga sem gleymdist að loka, kuldinn
sé orðinn það mikill að bústaðurinn liggi við skemmdum eða
kviknað sé í, er eigandi látinn vita og hann getur þá beðið um
að öryggisvörður mæti á svæðið. Securitas býður upp á slíka
þjónustu ef bústaðirnir eru í innan við 50 kílómetra fjarlægð
frá starfsstöð Securitas sem eru víðs vegar um landið og kost-
ar útkallið 5.000 krónur. Öryggismiðstöðin býður einnig upp á
slíka þjónustu í helstu sumarbústaðakjörnum og kostar hvert
útkall 10.000 krónur. - ss
Öryggi gegn þjófum
og skemmdum
Skemmdir, hvort sem er af náttúru eða mannavöldum, geta eyðilagt annars
notalega og friðsæla sumarbústaðarferð.