Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 42
26 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
KR 2-1 FJÖLNIR
0-1 Jónas Grani Garðarsson (33.)
1-1 Björgólfur Takefusa (56.)
2-1 Jónas Guðni Sævarsson (63.)
KR-völlur, áhorfendur: 1.899
Jóhannes Valgeirsson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 18–9 (11–4)
Varin skot Stefán Logi 3 – Þórður 8
Horn 9–4
Aukaspyrnur fengnar 11–19
Rangstöður 3–1
KR 4–4–2 Stefán Logi Magnússon 7 – Skúli Jón
Friðgeirsson 6, Bjarni Guðjónsson 6, Grétar Sigurð-
arson 7, Jordao Diogo 6 – Óskar Örn Hauksson 5,
Baldur Sigurðsson 6 (74. Guðmundur Pétursson -),
*Jónas Guðni Sævarsson 7, Gunnar Örn Jónsson
6 (62. Atli Jóhansson 6) – Björgólfur Takefusa 7 (84.
Guðmundur Benediktsson -), Prince Rajcomar 6.
Fjölnir 4–5–1 Þórður Ingason 7 – Gunnar Valur
Gunnarsson 5, Ólafur Páll Johnson 5, Geir Krist-
insson 5, Vigfús Arnar Jósepsson 5 (85. Andri Valur
Ívarsson -) – Aron Jóhannsson 7, Illugi Gunnarsson
6 (80. Ásgeir Aron Ásgeirsson -), Gunnar Már
Guðmundsson 4, Magnús Ingi Einarsson 5, Tómas
Leifsson 4 (75. Guðmundur K. Guðmundsson -)
– Jónas Grani Garðarsson 6.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
19. – 22. júní
148.900kr.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í 3 nætur með
morgunverði, miði á Formúluna, íslensk
fararstjórn og rútuferðir.
Silverstone
Verð á mann í tvíbýli:
Formúla 1
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fagor þvottavél
3F-111
1100 snúninga þeytivinda.
5kg hleðsla.
Tilboð 75.900
Fagor þvottavél
Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
ÞeytivindaB
Enska úrvalsdeildin
Everton - Tottenham 0-0
Hull - Stoke 1-2
0-1 Ricardo Fuller (41.), 0-2 Liam Lawrence (73.),
1-2 Andy Dawson (90.).
West Brom - Wigan 3-1
1-0 Marc-Antoine Fortune (8.), 1-1 Hugo
Rodallega (17.), 2-1 Chris Brunt (59.), 3-1 Marc-
Antoine Fortune (73.).
Fulham - Aston Villa 3-1
1-0 Danny Murphy, víti (8.), 1-1 Ashley Young
(14.), 2-1 Diomansy Kamara (46.), 3-1 Diomansy
Kamara (60.).
Blackburn - Portsmouth 2-0
1-0 Morten Gamst Pedersen (31.), 2-1 Benni
McCarthy, víti (58.).
Bolton - Sunderland 0-0
West Ham - Liverpool 0-3
0-1 Steven Gerrard (2.), 0-2 Gerrard (38.), 0-3
Ryan Babel (84.).
Manchester United - Manchester City 2-0
1-0 Cristiano Ronaldo (18.), 2-0 Carlos Tevez (45.)
Arsenal - Chelsea 1-4
0-1 Alex (28.), 0-2 Nicolas Anelka (39.), 0-3 Kolo
Toure, sjálfsmark (49.), 1-3 Nicklas Bendtner (70.),
1-4 Florent Malouda (86.).
STAÐA EFSTU LIÐA:
Man. United 35 26 5 4 65-23 83
Liverpool 36 23 11 2 72-26 80
Chelsea 36 23 8 5 63-22 77
Arsenal 36 19 11 6 64-36 68
Aston Villa 36 16 10 10 52-47 58
Everton 36 15 12 9 50-36 57
Fulham 36 13 11 12 38-32 50
Tottenham 36 13 9 14 42-41 48
West Ham 36 13 9 14 39-41 48
Man. City 36 14 5 17 56-48 47
STAÐA NEÐSTU LIÐA:
Wigan 35 11 9 15 32-41 42
Stoke City 36 11 9 16 35-51 42
Bolton 36 11 7 18 40-51 40
Blackburn 36 10 10 16 40-58 40
Portsmouth 36 9 11 16 35-55 38
Sunderland 36 9 9 18 31-48 36
Hull City 36 8 10 18 38-62 34
Newcastle 35 6 13 16 37-56 31
M‘brough 35 7 10 18 25-51 31
West Brom 36 8 7 21 36-65 31
Enska B-deildin, umspil
Sheffield United - Preston 1-1
Burley - Reading 1-0
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði
Burnley en þurfti að fara af velli á 21. mínútu
vegna meiðsla. Brynjar Björn Gunnarsson lék
fyrstu 85 mínúturnar í liði Reading.
Þýska bikarkeppnin
Kiel - Gummersbach 30-24
Kiel varð bikarmeistari en Alfreð Gíslason er
þjálfari liðsins. Róbert Gunnarsson skoraði tvö
mörk fyrir Gummersbach sem lagði Hamburg í
undanúrslitunum, þar sem Róbert skoraði fimm
mörk. Kiel vann Rhein-Neckar Löwen í hinum
undanúrslitaleiknum og skoraði Guðjón Valur
Siguðarson sjö mörk fyrir Löwen.
Sænska úrvalsdeildin
Alingsås - Guif 29-26
Kristján Andrésson er þjálfari Guif. Bróðir hans,
Haukur, skoraði þrjú mörk fyrir Guif. Þetta var
úrslitaleikurinn um sænska meistaratitilinn.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI KR byrjar vel í Pepsi-
deildinni í knattspyrnu eftir 2-1
sigur á Fjölni í opnunarleik móts-
ins í gær. KR-ingar lentu reyndar
undir í fyrri hálfleik en tóku sig
saman í andlitinu í þeim síðari og
unnu sanngjarnan 2-1 sigur.
Það var hins vegar heldur
ósanngjörn meðferð sem gestirn-
ir úr Grafarvoginum fengu undir
lok leiksins. Hinn átján ára Aron
Jóhannsson fékk að líta rauða
spjaldið fyrir afar litlar sakir í
uppbótartíma leiksins. Hann var
dæmdur brotlegur fyrir að toga
Guðmund Pétursson niður en hann
var þá við það að komast einn gegn
markverði Fjölnismanna.
„Ég sá hann ekki brjóta af sér,“
sagði Ásmundur Arnarsson, þjálf-
ari Fjölnis. „Dómarinn var 2-
3 metrum frá atvikinu en lætur
aðstoðardómarann – sem er 30 til
40 metrum frá – reka manninn út
af. Ég set stórt spurningarmerki
við það.“
Ásmundur sagði ungu leik-
mennina sína fá slæma meðferð í
leiknum en annar átján ára Fjöln-
ismaður, Geir Kristinsson, fékk
áminningu snemma leiks. „Það
var fyrir mjög litlar sakir. Á sama
tíma fengu leikmenn KR viðvör-
un og þeim sagt að passa sig. En
Geir og Aron eru ungir og óreynd-
ir og auðveldara að gera eitthvað
við þá.“
Sem fyrr segir komst Fjöln-
ir yfir í fyrri hálfleik og átti svo
tök á því að komast í 2-0 snemma í
þeim síðari er Aron slapp einn inn
fyrir vörn KR. Hann skaut hins
vegar yfir markið.
Aðeins mínútu síðar kom jöfnun-
armark KR og stuttu síðar sigur-
mark Jónasar Guðna Sævarsson,
fyrirliða KR. „Eftir dauðafærið
gáfum við eftir og þeir skoruðu.
Eftir það óx þeim ásmegin en loftið
fór úr okkur.“
Logi Ólafsson, þjálfari KR,
var ánægður með stigin þrjú en
ekki frammistöðuna í fyrri hálf-
leik. „Við töpuðum nánast öllum
tæklingum í vörninni og boltinn
gekk ekki vel á milli manna. Við
ræddum svo málin í leikhléinu og
komumst að því að það var engin
ástæða til að vera í neinu stressi.
Við þurftum bara að gera það
sem við erum góðir í en það er
að spila boltanum. Við skoruðum
svo tvö mörk sem komu bæði eftir
laglegan samleik.“
Logi segir að þeir geri þá kröfu
að vinna Fjölni á heimavelli. „Það
hefði verið gríðarlega slæmt að
tapa. Undir venjulegum kringum-
stæðum eigum við að vinna Fjölni
á heimavelli. Sem betur fer tókst
það.“
KR hefði vel getað skorað fleiri
mörk undir lok leiksins og hefði
sigurinn hæglega getað orðið
stærri. Fjölnir fékk einnig fáein
tækifæri til að jafna metin en allt
kom fyrir ekki. Sanngjarn sigur
KR er niðurstaðan.
eirikur@frettabladid.is
Svart og hvítt hjá KR-ingum
KR vann 2-1 sigur á Fjölni í opnunarleik Pepsi-deildar karla í gær. Frammistaða
liðsins í leiknum var eins og félagslitirnir − svört og hvít − enda spiluðu þeir rönd-
óttu glimrandi vel í síðari hálfleik eftir afar dapra frammistöðu fyrir hálfleik.
FÖGNUÐUR KR-ingar fagna fyrsta marki sínu í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Manchester United tók
mikilvægt skref í átt að enska
meistaratitlinum í gær með
öruggum 2-0 sigri á grönnum
sínum í Manchester City. Cristi-
ano Ronaldo skoraði fyrra mark
United beint úr aukaspyrnu en
Carlos Tevez það síðara með
glæsilegu skoti.
Ronaldo var svo tekinn af velli
þegar hálftími var eftir af leikn-
um og var hann allt annað en sátt-
ur við það. „Hann er í frábæru
formi og vildi spila,“ sagði Alex
Ferguson og gerði heldur lítið úr
viðbrögðum kappans.
Liverpool hélt pressunni á Unit-
ed með 3-0 sigri á West Ham á úti-
velli um helgina. Steven Gerrard
skoraði tvö markanna.
Þá vann Chelsea 4-1 stórsigur
á Arsenal á Emirates-leikvang-
inum. Heimamenn voru lánlaus-
ir nánast allan leikinn og fengu
þó nokkur færi. Nicklas Bendtner
var þó einn þeirra rauðklæddu á
skotskónum í gær.
Botnbaráttan er mjög hörð
en þrjú neðstu liðin, Newcastle,
Middlesbrough og West Brom,
eru öll með 31 stig. Tvö fyrr-
nefndu liðin eiga leik til góða og
mætast einmitt í kvöld.
Stoke tryggði sér endanlega
áframhaldandi veru í úrvalsdeild-
inni með 2-1 sigri á Hull á útivelli.
Síðarnefnda liðið er nú aðeins
þremur stigum frá fallsæti og í
miklum vandræðum fyrir loka-
sprettinn í deildinni.
Sunderland (fimm stigum frá
fallsæti) og Portsmouth (sjö stig-
um frá) eru heldur ekki enn örugg
með sín sæti.
- esá
Efstu þrjú liðin unnu öll örugga sigra í ensku úrvalsdeildinni um helgina:
Man. Utd. skrefi nær titlinum
CRISTIANO RONALDO Fagnar marki sínu gegn City í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY