Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 44
11. maí 2009 MÁNUDAGUR28
MÁNUDAGUR
▼
▼
▼
▼
SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
STÖÐ 2
20.00 Vangaveltur Umsjónarkona er
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Rætt er um
list og menningu við Hjálmar Ragnarsson,
Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ragnar Kjart-
ansson.
21.00 Grasrótin Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir ræðir um stjórnmálin útfrá viðhorfum
Vinsti grænna.
21.30 Í nærveru sálar Umsjón hefur Kol-
brún Baldursdóttir sálfræðingur.
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Hanna Montana (33:56)
17.53 Sammi (24:52)
18.00 Millý og Mollý (10:26)
18.13 Herramenn (50:52)
18.25 Fréttaaukinn (e)
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
20.15 Hjartasmiðirnir - Framtíð líf-
færaflutninga (Die Herzen-Macher -
Transplantationsmedizin in der Zukunft)
Þýsk heimildamynd um viðleitni lækna og
vísindamanna til að endurnýja biluð eða
gölluð hjörtu í mönnum.
21.15 Lífsháski (Lost V) Bandarískur
myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs
af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf
á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem
dularfullir atburðir gerast.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Markaregn Sýnd verða mörkin úr
síðustu leikjum á Íslandsmótinu í fótbolta.
22.50 Aðþrengdar eiginkonur (Despe-
rate Housewives V) Bandarís þáttaröð um
nágrannakonur í úthverfi sem eru ekki allar
þar sem þær eru séðar. (e)
23.35 Bráðavaktin (ER) Bandarísk þátta-
röð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í
stórborg. (18:19) (e)
00.15 Kastljós (e)
00.55 Dagskrárlok
06.00 Óstöðvandi tónlist
07.00 Spjallið með Sölva (12:12) (e)
08.00 Rachael Ray (e)
08.45 Óstöðvandi tónlist
12.00 Spjallið með Sölva (12:12) (e)
13.00 Óstöðvandi tónlist
17.20 Rachael Ray
18.05 Game Tíví (14:15) Sverrir Berg-
mann og Ólafur Þór Jóelson fjalla um allt
það nýjasta í tækni, tölvum og tölvuleikj-
um. (e)
18.45 The Game (7:22) Bandarísk gam-
anþáttaröð um kærustur og eiginkonur
hörkutólanna í ameríska fótboltanum.
19.10 Psych (11:16) (e)
20.00 This American Life - NÝTT (1:6)
20.30 What I Like About You (1:24)
Bandarísk gamansería um tvær ólíkar syst-
ur í New York. Aðalhlutverkin leika Am-
anda Bynes (What a Girl Wants og She’s
the Man) og Jennie Garth (Beverly Hills,
90210).
21.00 One Tree Hill (16:24) Bandarísk
þáttaröð um hóp ungmenna sem ganga
saman í gegnum súrt og sætt. Lucas á erfitt
með að velja í hlutverk í myndina á meðan
Peyton reynir að undirbúa brúðkaupð.
Brooke hittir leikkonuna sem á að leika
hana, Nathan fær spennandi fréttir og Haley
verður að taka erfiða ákvörðun í skólanum.
21.50 CSI (17:24) Bandarískir þætt-
ir um störf rannsóknardeildar lögreglunn-
ar í Las Vegas. Langston og Riley eru tekin
sem gíslar þegar þau rannsaka skotbardaga
í hverfi þar sem vanalega er allt með kyrr-
um kjörum.
22.40 Jay Leno
23.30 The Cleaner (9:13) (e)
00.20 Óstöðvandi tónlist
Ég verð alveg brjáluð úr aulapirringi þegar ég sé og heyri
auglýsingar nýju ríkisbankanna. Hvaða rugl er þetta eigin-
lega? Það þarf enginn að segja mér að þetta séu ágætis
manneskjur sem vinna hjá Landsbankanum, að þær
fari í ræktina, gefi börnunum sínum að borða og
sýsli í garðinum eins og allir aðrir. Það er ekki þetta
bankafólk sem fólk er reitt út í.
Það getur verið að tilgangurinn sé að fá fólk til
að verða vinalegra við aumingja fólkið í framlínu
bankanna, sem þarf að sitja undir svívirðingum og
réttlæta rugl sem það ber enga ábyrgð á. Það er
örugglega full þörf á, ekki vildi ég vera í sporum
þess. En að eyða peningum ríkisbankanna í svona
auglýsingar er jafn líklegt til að láta okkur elska
bankann okkar núna eins og... æ, mér dettur ekkert
í hug. Það er bara ekki að fara að gerast. Punktur.
Kannski á að koma þeirri hugmynd á framfæri
að bankarnir séu bara venjuleg lítil íslensk fyrirtæki sem
hugsi fyrst og fremst um okkar hag. Það er náttúrlega
bara kjaftæði. Bankar eru fyrirtæki og fyrirtæki eru ekki
góð. Það er mín einlæga skoðun, alveg sama hvað ég
heyri mikið um eflingu „samfélagslegrar ábyrgðar“
fyrirtækja, sem bankarnir gömlu, já og þar fremstur
í flokki Landsbankinn, létu sig svo miklu varða. Nú
á að stökkva upp á vagninn til venjulega fólksins.
Auðvitað er það bara af því þar eru einu mögulegu
tækifærin í dag... Hver sér ekki í gegnum þetta?
Ég myndi ráðleggja markaðsdeildum bankanna
að halda sér frá kúnnunum um stund. Einbeita sér
heldur að því að styrkja þá innan frá. Ef þær þurfa
að koma einhverjum upplýsingum á framfæri er fínt
að fá þær í skjáauglýsingunum eða lesnu auglýsing-
unum á RÚV fyrir fréttir. Enga svona ímyndarfroðu.
Það eru allir komnir með ógeð á henni.
VIÐ TÆKIÐ HÓLMFRÍÐUR HELGA VERÐUR ALVEG ÆF YFIR AUGLÝSINGUNUM
Löngu komið nóg af ímyndarfroðu
07.00 Barnatími Stövar 2 Áfram Diego
Afram!, Kalli litli Kanína og vinir og Ævintýri
Juniper Lee.
08.10 Oprah Skemmtilegur þáttur með
vinsælustu spjallþáttadrottningu heims.
08.55 Í fínu formi
09.10 Bold and the Beautiful
09.30 Grumpy Old Women (3:4)
10.00 Notes From the Underbelly
(8:13)
10.20 Project Runway (15:15)
11.05 Extreme Makeover. Home Ed-
ition (3:25)
11.50 60 mínútur
12.35 Nágrannar
13.00 Hollyoaks (186:260)
13.25 Everything You Want
15.10 ET Weekend
15.55 Barnatími Stöðvar 2 A.T.O.M.,
Galdrastelpurnar og Ævintýri Juniper Lee.
17.08 Bold and the Beautiful
17.33 Nágrannar
17.58 Friends Joey er í svo miklu upp-
námi yfir breytingunum í lífi vina sinna að
Phoebe leynir hann því að umboðsmaðurinn
hans hafi dáið.
18.23 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.47 Íþróttir
18.54 Ísland í dag
19.35 The Simpsons (9:22) Hómer tekst
að kjálkabrjóta sig á ótrúlegan hátt með því
að hlaupa á hnefa hnefaleikakappa. Brotið er
slæmt og því þarf að víra saman á honum
kjaftinn sem þýðir að hann getur lítið talað.
20.00 American Idol (35:40)
20.45 American Idol (36:40)
21.30 Entourage (2:12) Vincent og fé-
lagar standa nú á krossgötum því þrátt fyrir
að nokkrum þeirra hafi orðið býsna ágengt
og búnir að skapa sér þokkalegt nafn þá
neyddust þeir í lokaþætti þriðju seríu til að
flytja úr villunni góðu.
22.00 Peep Show (10:12)
22.25 New Amsterdam (6:8)
23.10 Bones (9:26)
23.55 Terminator. The Sarah Connor
Chronicles (6:9)
00.40 The Dive from Clausen‘s Pier
02.05 Everything You Want
03.35 Blade. Trinity
05.25 Fréttir og Ísland í dag
08.00 Can‘t Buy Me
10.00 Beethoven. Story of a Dog
12.00 Firewall
14.00 A Little Thing Called Murder
16.00 Can‘t Buy Me Love
18.00 Beethoven. Story of a Dog
20.00 Firewall Hasarmynd með Harrison
Ford í aðalhlutverki um sérfræðing í örygg-
ismálum sem er neyddur til þess að fremja
bankarán til þess að bjarga fjölskyldu sinni
frá mannræningjum.
22.00 Riding the Bullet
00.00 Break a Leg
02.00 Blind Flight
04.00 Riding the Bullet
06.00 Into the Blue
07.00 KR - Fjölnir Útsending frá leik KR
og Fjölnis í Pepsi-deild karla.
12.35 Spænski boltinn Útsending frá
leik í spænska boltanum.
14.15 PGA Tour 2009 Útsending frá loka-
degi The Players Championship mótsins í
golfi.
18.00 Pepsí mörkin 2009 Magnús
Gylfason og Tómas Ingi Tómasson fara yfir
alla leiki umferðinnar ásamt íþróttafrétta-
mönnum Stöðvar 2 Sport.
19.00 Keflavík - FH Bein útsending frá
stórleik Keflavíkur og FH í Pepsi-deild karla.
21.15 Fréttaþáttur Meistaradeild-
ar Evrópu Hver umferð er skoðuð í bak og
fyrir. Viðtöl við leikmenn liðanna og komandi
viðureignir skoðaðar.
21.45 The Science of Golf Golfþáttur
þar sem farið verður yfir helstu leyndarmál
„stutta spilsins“.
22.10 Spænsku mörkin
22.40 Þýski handboltinn - Marka-
þáttur
23.10 World Supercross GP Að þessu
fór mótið fram á Rice Eccles Field í Salt Lake
City.
00.05 Keflavík - FH Útsending frá leik
Keflavíkur og FH í Pepsi-deild karla.
07.00 Arsenal - Chelsea Útsending frá
leik í ensku úrvalsdeildinni.
16.05 Bolton - Sunderland Útsending
frá leik í ensku úrvalsdeildinni.
17.45 Markaþáttur Allir leikir umferðar-
innar í ensku úrvalsdeildinni skoðaðir. Öll
mörkin og öll bestu tilþrifin á einum stað.
18.50 Newcastle - Middlesbrough
Bein útsending frá leik í ensku úrvalsdeild-
inni.
21.00 Sheffield United - Preston Út-
sending frá síðari leik í undanúrslitum ensku
1. deildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á
Sport 3 kl 18.40.
22.40 Markaþáttur Allir leikir umferð-
arinnar í ensku úrvalsdeildinni skoðaðir. Öll
mörkin og öll bestu tilþrifin á einum stað.
23.35 Coca Cola mörkin Allir leikirnir,
öll mörkin og allt það umdeildasta skoðað í
þessum magnaða markaþætti.
00.05 Newcastle - Middlesbrough Út-
sending frá leik í ensku úrvalsdeildinni.
> Amanda Bynes
„Ég þoli ekki stráka sem
eru sjálfumglaðir. Hógværir
strákar hafa dulúð sem mér
finnst spennandi.“
Bynes fer með aðalhlutverkið
í þáttunum What I Like about
You en í kvöld hefst ný sería
á Skjáeinum.
19.00 Keflavík – FH, beint
STÖÐ 2 SPORT
19.50 E.R. STÖÐ 2 EXTRA
21.15 Lífsháski SJÓNVARPIÐ
21.30 Entourage STÖÐ 2
21.00 One Tree Hill SKJÁREINN
Allt sem þú þarft... ...
34%
74%
Hvar er þín auglýsing?
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með
glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta
könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað
rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á
að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.