Tíminn - 12.01.1962, Side 3

Tíminn - 12.01.1962, Side 3
Vilja endurbæta S.Þ. NTB—Washington, 11. janúar. Fulltrúar frá Bandarikjunum ög Bretlandi ræddu í dag möguleikana á að endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og þá sérstaklega, hvernig mætti halda samtökunum utan alþjóðadeilna. Fulltrúar hittust í bandaríska sendiráðinu. A| hálfu Breta voru á fundinum David Ormsby, sendiherra Breta í Washington, Sþ-sendiherrann Sir Patrick Dean og Hugh Foot, fulltrúi Breta í eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Af hálfu Bandaríkjanna voru mættir Harlan Cieveland aðstoðarutanríkisráðherra og Adlai Stevenson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn heldur áfram næstu tvo daga. Ástæðan til hans er hin mikla gagnrýni, sem hefur komið fram á hlutverki Sþ í alþjóðadeilum undanfarið, bæði í Kongó og Goa. Jack vill samvinnu við Sammarkaðinn Bólusótt Eóíusóttariilfelli hafa komið upp í Dusseldorf í Þýzkalandi og hafa víðtækar varúðarráðstafanir verið gerðar til þess að hindra útbreigslu hennar, Maður, sem kom til Schaffhausen í Sviss frá Dússeldorf, reyndist vera haldinn af bólusóttinni. Allir íbúar Schaffhausen voru umsvifalaust bólusettir við velkinnl. — Myndin er tekin við bólusetninguna. (Lójsm. Politiken). Ein mestu vandræði, sem steðja að bæjarstjórnaríhald- inu um þessar mundir, er meðferð hneykslismálsins Faxa og svo að reyna að finna einhver not fyrir verksmiðju- húsin, er skynsamleg gætu talizt. Nú mun helzt rætt um það í íhaldsherbúðunum að gera Faxa- verksmiðjuna að loftvarnastöð Reykjavíkur. fá loftvarnanefnd hallirnar til umráða, geyma þar lloftvarna- og sjúkratæki og láta þar fara fram æfingar. | Ekkert skal um það sagt, hvort þetta húsnæði er heppilegt til jþessara nota, en hætt er við að ' annað liggi hér að baki. Líklegast jer, að þetta eigi að vera ráð til þess að velta tugmilljónaskuldum Faxa undir þessu yfirskyni á bök bæjarbúa, láta loftvarnanefnd r Innrás í Papúa? NTB—Djakarta, 11. janúar. Sterkur orðrómur er um, að indónesískir hermenn hafi gengið á land víða á strönd Papúa, nýlendu Hol- lcndinga á vesturhluta eyj- arinnar Nýju-Guineu og graf ið sér þar vígi. Liðsforingjar í her Indónesíu hafa gefið í skyn, að það sé í rauninni mjög líklegt, en opinberlega er það ekki staðfest. Indóncsíska stjórnin full- yrti i dag, að á Papúa hefðu í síðastliðinni viku farið fram miklar óeirðr, sem bendust gegn Hollending- um. kaupa slotið á geypiverði, en borg- j ararnir borga fyr'ir loftvarnanefnd. I Mundi íhaldið kannske telja, aðj þetta liti betur út á pappírnum og j unnt yrði að sýna þannig með brögðum, að tapið á Faxa hefði ekki orðið svo ýkja mikið. Verður nú fróðiegt að sjá, hverju fram vindur með þessi úr- ræði, eða hvort önnur enn snjall- ari finnast, áður en Faxi er allur. í dag flutti Kennedy Banda- ríkjaforseti hina árlegu for- setaræSu í sameinuSu þingi Bandaríkjanna. TalaSi hann aSallega um efnahagsmál Vest urlanda og Berlínardeiluna. Ræ3u forsetans hefur verið beSið með talsverðri eftir- væntingu, því þingræður Bandaríkjaforseta eru taldar hafa jafnan að geyma stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar í mörgum þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinnj. Kennedy kvað það áform ríkis- stjórnarinnar að vinna að tolla- Iækkunum til þess að koma til móts við Efnahagsbandalag Evr- ópu. Hann sagði að eðlilcgt væri, að Bandaríkin og Vestur-Evrópa tengdust nánari efnahagsböndum, og því vildu Bandaríkin gjarnan hafa samvinnu við Efnahagsbanda- lagið og vinna að gagnkvæmu nið- urrifi tollmúra. Fimm ára áætlun Kennedy bað þingmenn styðja stjórnina í því að koma á þessu , stórátaki í viðskiptamálum þjóðar- innar. Lagði hann fram fimm ára áætlun ríkisstjómarinnar þar að lútandi. iVerja Berlín Um Berlín sagði Kennedy, að Vesturveldin mundu verja rétt- indi sín þar, jafnvel þótt nauðsyn- legt yrði að beita valdi. En hann sagðist einnig vera fús til samn- inga, þegar tækifæri gefst. Vestur- veldin vildu ekki spara sér neitt erfiði til að árangur slíkra samn- 1 inga yrði góður. Jarðskjálftinn eyddió jDorpum Um helgina urðu mjöig snarpir jarðskjálftakippir um svo að segja alla Júgósilavfu. Ollu þeir feiki- legu tjóni á mannvirkjum, og var fjöldi manns að flýja heimili sín. Margir hinna heimilislausu hafa verð fluttir til Adríahafsins, þar sem betri skilyrði eru að koma þeim fyrir í bráðabirgðahúsnæði. Talið er, að aðeins ei.nn maður hafi farizt i jarðskjálftanum, og þykir það vel sloppið. Sex þorp jafnaði jarðskjálftinn hins vegar við jörðu. Sums staðar hafði jarð,- skjálftinn einnig áhrif á fljót og farvegi þeirra og olli þannig mikl um skemmdum, Ekki eru öll kurl komin til grafar um tjón af völdum jarð- sjálftanna vegna samgönguerfið- leika í landinu. Þotan setti ellefu met NTB—Wasihington, 11. janúar, — Bandarísk sprengjuþota af gerð- inni B-52 setti í dag ellefu ný hraða- og vegalengdamet á leið- inni frá Okinawa til Spánar. Þot- an flaug leiðina á 21 klukustund og 52 mínútum ög þurfti aldrei að taka benzín á leiðinni, en hún er 20.000 kílómetrar. Bandaríski! flugheri.nn segir, að fiugvélin hafi haft benzin til þess að halda á- fram til Bretlands eða Afríku, þótt hún hefði lent á Spáni. öldruð kona stórslasast Um klukkan fjögur í gær varð 75 ára gömul kona, Hall- dóra Ásgeirsdóttir, til heimilis að Eskihlíð 16 A, fyrir bifreið á Hringbrautinni móts við Landsspítalann. Bifreið'in var á leið vestur göt- una. Ökumaðurinn segist ekki hafa séð konuna fyrr en hún var komin fram fyrir bílinn á leið suður göt- una. Ökumaðurinn snarhemlaði, en bifreiðin skall á konunni, sem kastaðist upp á vélarhúsið og barst á því, unz hún féll vinsta megin niður á gangstéttarbrúnina. Þar lá hún í rennusteininum, þegar ökumaður sté út. Ökumaðurinn sá, að konan var meðvitundarlaus og virtist fótbrotin. Ökumann næstu bifreiðar, sem kom á eftir, bar að í sama bili. Hann hlúði að kon unni með yfirhöfn sinni og hljóp svo til að gera aðvart. Konan var flutt á læknavarð- stofuna og þaðan á Landsspítal- ann. Hún er talin alvarlega slösuð. Vitni að atburðinum telur, að bif- reiðin hafi aðeins verið á 30 km. hraða. Rannsóknarlögreglan óskar að hafa tal af fleiri sjónarvott- Um, ef einhverjir eru. Rétt um sama leyti og þetta gerðist hjólaði drengur á aldraða konu í Aðalstræti. Skriðufallii (Framhald at 1 síðu). L Huascaran er i Andes-fjallgarð- inum 300 kílómetrum norðan höfuðborgarinnar Lima. Mesta sííían 1941 Skriður eru algengar í Andes fjöllum á þessum árstíma. Árið 1941 gerðist eitt hræðilegasta manntjón, sem orðið hefur þar af skriðum, en þá fórust mörg þúsund manns. Þá eyðilagði skriðan stíflugarð, svo að vatn ið flóði yfir nærliggjandi hér- uð og olli óhemju manntjóni. TÍMINN, föstudaginn 12. janúar 1962. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.