Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1962, Blaðsíða 8
I I I - ■: í frásögnum af ferðalögum um óvegi Afríku — mýrar, skóga, sanda og urðir vekur það oft at- hygli lesandans, að ekki er rætt um bílinn, sem farartæki, heldur Landróverinn, svo sjálfsagt þykir, að það sé sú bifreiðategund, sem notuð er. En Land Rover er ekki aðeins sjálfsagðasti bíllinn á óveg- um Afríku, heldur er hann nú svo að segja í öllum álfum heims þar sem vegir eru enn frumstæðir, land erfitt umferðar og margir farartálmar. En hann sést líka víða um lönd á ökrum, eða við penings- hús, þar. sem hann knýr margs konar búvélar, eða dregur hlass. Hér á landi hafa einnig sézt nokkrir Land Rover bílar, og þeir hafa reynzt með afbrigðum vel. Tálmanir hafa þó löngum verið á innflutningi þeirra, eins og margra annarra bila, svo að þeim hefur ekki fjölgað hér eins og eðlilegt mætti virðast, því að ekki fer á milli mála, að þetta er mjög heppi- legur bíll í sveitum landsins og sjávarþorpum, þar sem betra er að vera á farartæki, sem kemst yfir smávilpu eða melkoll, einnig þar sem snjóar eru. Þessi bíll getur létt margs konar störf eins og dráttarvél. Bíllinn er sérstaklega byggður fyrir torfærur ýmiss kon- ar, hann er sterkur og með drifi á öllum hjólum, hefur bæði hátt og lágt drif, kemst upp flestar brekkur, ef hjól ná aðeins taki, þolir mikinn hliðarhalla og fjaðra- umbúnaður þannig, að unnt er að aka talsvert greitt, þótt óslétt sé undir, jafnvel þýfi eða hryggir. Hann er búinn góðu húsi og sætum fyrir 4—6 menn. Hægt er að sitja á hann spil, og er hann þá einfær um að bjarga sér, þótt fastur setj- ist. Einnig er hægt að fá með hon- um margs konar tæki til bústarfa, flutnings og moksturs. Margir telja hann sérlega vel hæfan sem læknisbíl í strjálbýli, þar sem veg- ir eru misjafnir og oft þarf að íerðast í snjó, og munu læknar úti á landi oft hafa augastað á honum. í tilefni af því, að fyrsta send- ing þessara bíla eftir að innflutn- ingur var gefinn frjáls — nokkrir tugir —- kom til landsins skömmu fyrir jólin, bauð Heildverzlunin Hekla, sem Sigfús Bjamason rek- ur, og hefur umboð fyrir þessa brezku bíla, blaðamönnum að skoða bílana og sjá, hvers þeir væru megnugir í akstri. Einnig ræddu þeir við Georg Coe, sendi- mann frá Rover-verksmiðjunum, sem hingað kom í tilefni af þess- um aukna innflutningi þessara bíla og til að líta eftir þjónustu í við- haldi þeirra og gefa góð ráð um notkun bílanna. Var farið með gesti og bíla inn fyrir bæ og bílarnir reyndir þar í gömlum malargryfjum í hellirign- ingu og foraði. Þótti ýmsum þær ökuferðir allsvaðilfengnar en undr- uðust mjög, hversu léttilega bíll- inn fór upp og niður snarbratta Efsta myndin hér að ofan sýnir hús heildverzlunarinnar Heklu með vænan hóp Land Roverbifreiða fyrlr framan. < Næsta mynd sýnir Land-Rov er renna sér upp snarbratta og forarblauta brekku í nánd vlð Reykjavik — og ferðin niður gengur líka að óskum, þótt bílllnn standi nærri þvi upp á endann. Á neðstu mynd sést, að Land-Rover þolir mlk ’nn iiliðarhalla. malarbakka, og um börð, móa, vilpur og aur og virtist fleira en vegir færir. Eftir það ræddu menn við Georg Coe. Hann kvað það tilgang ferðar sinnar hingað að veita alla þá að- stoð og leiðbeiningar, sem þörf væri á í sambandi við innflutning Land Rover bílanna að nýju, og kvað hann verksmiðjunum það ánægjuefni, að þessir bílar skyldu koma á ísienzkan markað, því að sér virtist auðsætt, að þeir hæfðu hér mjög vel, einkum úti á landi. Hann kvaðst líka vera mjög ánægð- GEORGE COE, sendimaður Rover-verksmiðjanna. -«s* Qð ur yfir því að geta kynnzt íslenzk- um staðháttum og þeirri viðhalds- þjónustu, sem eigendum þessara bila hér á landi stæði til boða, því að verksmiðjan legði áherzlu á, að sú þjónusta vaeri sem bezt. Coe sagði, að heildverzlunin Hekla hefði nú um 12 ára skeið verið umboðsmenn Rover-verk- smiðjanna hér á landi og hefði annazt þessa þjónustu vel, þrátt fyrir ýmis vandkvæði á seinni ár- um. Hann sagði, að Hekla hefði að undanförnu sérhæft nokkra menn í meðferð og viðgerðum þessara bíla og m. a. sent mann út til tækniþjálfunar í verksmiðjunni. Hann kvaðst og fullviss um, að Heildverzlunin Hekla hefði hina ágætustu aðstöðu til að rækja um- boðsstörfin þegar hinar nýju bygg- ingar fyrirtækisins, sem nú eru í smíðum að Laugavegi 170—172, kæmu í not, en líklega yrði flutt í þær á árinu 1962. Coe kvaðst hafa reynt að kynna sér ástand vega okkar og hvaða sérkröfur þeir gerðu til bíla, en sæi ekki betur en Land-Rover væri mjög hentugur hér, enda byggður fyrir svipuð skilyrði. Kvaðst Coe ánægður yfir komunni hingað og kynnum sínum af landi og fólki. Rover-verksmiðjurnar í Bret- landi eru gamalt fyrirtæki, stofn- að 1885, en þá voru framleidd reið- hjól, og um aldamótin hófst fram- leiðsla á bifhjólum. Svo kom 8 hestafla Rover-bifreið á markað 1904. Til gamans má geta þess, að þessi bifreið var talin of kraft- mikil og var orka hennar minnkuð í 6 hestöfl. Söluverð hennar var 105 pund. Bifreiðir þessar frá 1904 eru enn til gangfærar í Bretlandi, Ástralíu, índlandi, Nýja Sjálandi og í Evrópu. Eftir þetta urðu framfarir í bif- reiðasmíði mjög hraðfara hjá verksmiðjunni. Á heimsstyrjaldar- árunum fyrri sinnti verksmiðjan öðrum hlutverkum, en 1919 setti (Framhald á 15 síðu) UNDIR LAND-ROVER 8 / TIMIN N, föstudaginn 12. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.