Tíminn - 12.01.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 12.01.1962, Qupperneq 7
ELDON GRIFFITHS Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), And-rés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Hvernig var ástatt við árslokin 1958 og 1961 ? í blöðum ríkísstjórnarinnar er enn haldið áfram gamla söngnum, að vinstri stjórnin hafi skilið við allt í rústum. Þetta á að vera helzta afsökun þess, hvernig nú er komið ,,viðreisninni“. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar; 1. Gjaldeyrisstaðan út á við var mun betri í árslok 1958 en hún var í árslokin 1961. Gjaldeyrisafkoman á einu ári hefur ekki um langt skeið verið betri en á árinu 1958. 2. Afkoma ríkissjóðs var með allra bezta móti á árinu 1958. 3. Bændum og útvegsmönnum mun áreiðanlega koma saman um, að afkoma landbúnaðar og sjávar- útvegs var stórum betri á árinu 1958 en 1961. 4. Kaupmáttur launa var stórum mun meiri á árinu 1958 en 1961. Þetta geta launþegar bezt dæmt um með því að bera saman kjör sín nú og þá. 5. í árslok 1958 hafði þjóðin gott lánstraust, eins og sést á því, að á árinu 1959 voru tekin erlend lán, sem námu 500—600 millj. kr., miðað við núv. gengi. Hér var því góð afkoma og velmegun, þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Ástæðan til fráfarar hennar var því vissulega ekki sprottin af því, að fjárhagurinn væi'i í rústum. Hins vegar var ósamkomulag milli stjórnar- flokkanna um þær ráðstafanir, sem taldar voru nauðsyn- legar, til að tryggja þessa góðu afkomu áfram. Framsókn- armenn töldu mikla hættu á ferðum, nema ráðstafanir yrðu gerðar til að mæta nýju verðbólguflóði. Um þetta náðist ekki samkomulag og því klofnaði stjórnin. Stjórnin, sem tók við af vinstri stjórninni, gerði i megindráttum þær ráðstafanir, sem Framsóknarmenn vildu að yrðu gerðar. Á grundvelli þeirra aðgerða hélzt hin góða afkoma atvinnuveganna og almennings áfram á árinu 1959. Sú þróun hefði getað haldið áfram enn í dag, ef ,,viðreisnin“ hefði ekki komið til sögu í ársbyrjun 1960 og skekkt og breytt öllum grundvellinum. Það er ljósast af þessu, hve illt og óþarft verk þeir unnu, sem höfnuðu tillögum Framsóknarflokksins haustið 1958. Þeir bera ekki sízt ábyrgð á þeirri öfugþróun, sem síðan hefur átt sér stað. Það er víst, að hefði haustið 1958 náðst svipað sam- komulag í launamálum og náðist milli verkalýðsfélag- anna og samvinnufélaganna á síðastl. vori, myndi hafa verið auðvelt fyrir vinstri stjórnina að starfa áfram og halda áfram mikilii uppbyggingu. Slíku samkomulagi var hins vegar ekki að fagna þá, því að forsprakkar verkalýðssamtakanna voru undir annarlegum áhrifum. Leiðtogi eins af þáv. stjórnarflokkum, Einar Olgeirs- son, hefur opinberlega játað, að hann hafi þá haft nána samvinnu við stjórnarandstöðuna, þ. e. Sjálf- stæðisflokkinn, um ráðstafanir til að hnekkja vinstri stjórninni. En þeir erfiðleikar, sem nú er glímt við, rekja vissu- lega ekki rætur til viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar. Sá viðskilnaður var góður. eins og að framan er rakið og því hélzt hér líka ágæt afkoma á árinu 1959. Þáttaskiptin urðu í febrúar 1960, þegar „viðreisnin“ kom til sögu. Það eru afleiðingar þeirrar óhappastefnu. sem þá var tekin upp, er nú skerða kjör manna úr hófi fram og þrengja að framtaki allra einstaklinga. nema þeirra örfáu. sem ætlazt er til að fái auðinn og völdin í hendur sínar. TÍMINN, föstudaginn 12. janúar 1962. Kemur til styrjaldar milli stórveldanna á árinu 1962? Rifjaftar upp nokkrar líkur, sem bæSi mæla meS því og móti Höfundur greinar þeirrar, sem hér fer á eftir, er einn af aðalritstjórum ameríska viku- ritsins Newsweek, og þykir meffl frófflustu blafflamönnum Bandaríkjanna á sviffli alþjóffla- mála. Greinin birtist í News- week 25. desember sífflastliðinn. LÍTILL DRENGUR í Conn- eeticut átti átta ára afmæli um daginn. Um leið og hann heils- aði mér með handabandi, sagði hann í einlægni: „Þetta er síð- asti afmælisdagurinn minn. Kjarnorkustriðið nær í mig áð- ur en ég verð níu ára.“ Viku áður hafði stúdent, sem var að útskrifast frá Beloit-há- skólanum í Wisconsin, spurt jafn alvarlega: „Getum við ekk- ert gert til þess að komast hjá kjarnorkustríði?“ Líklegasta orsök kjarnorku- stríðs á árinu 1962 virðist mis- reikningur leiðtoganna í kom-m únistaríkjunum. Þetta eykur Iþýð'ingu spurningarinnar um, hverjar séu fyrirætlanir vald- hafanna í Kreml á því ári, sem í hönd fer. Þessi spurnin.g er mjög örlagarík, og fjöldi sérfræðinga á Vesturlöndum er önnum kafinn við að leita áð svörum við henni. Skoðanir þessara manna eru eðlilega að meira eða minna leyti ágizk- anir, en allif byggja þeir spár •sínai' að mestu á þremur stjórn fræðiíegum og herfræðilegum atriðum. Og hér á eftir ætla ég að lýsa ályktunum þeirra, eins og þær koma mér fyrir sjónir. I FYRSTA LAGI ber að at- huga sögu rússneskra árása hin síðari ár. Sovétríkin hafa að- eins þiisvar ráðizt á önnur lönd: Finnland 1939, Pólland 1 1939 og Japan 1945. Allar þess- ar árásir voru mjög skyndileg- ar, en verða fremur að teljast lítilmannlegar. Séu aðstæður athugaðar af gaumgæfni, kem- ur í ljós, að allar munu þessar árásir gerðar til þess að „verða á undan“. Svo var til dæmis um árásirnar á Pólland og Finn land. Aðaltilgangur Stalíns var að gefa rauða hernum betri varnaraðstöðu, þegar að árás nazista kæmi, en á henni átti hann von. 8 Tilgangurinn með árásinni á Japan var að tryggja, að Sovét- ríkin þyrftu aldrei framar að óttast japanska árás á landa- mæri Síberíu. Þau sögulegu rök, sem lesa má út úr þessum sannindum, virðast eindregið benda til, að ekki þurfi að óttast árás Sovét- ríkjanna, nema valdhafarnir í Kreml telji árás á þau yfirvof- andi. Engin ástæða er til fyrir þá að búast við slíku á rinu 1962. Þó er möguleiki á því, að efling Vestur-Þýzkalands að kjarnorkuvopnum gæti ginnt Krústjoff til þess að leggja út í „fyrirbyggjandi" styrjöld. Vegna þessa (auk annars) efa ég, að Bandaríkin muni láta Þjóðverjum kjarnorkuvopn i té. ANNAÐ ATRIÐI þarf að at- huga vel, ef gera á sér grein fyrir ætlunum Rússa Það er rússneski herstyrkurinn. Hann Krustjoff og tveir nánir samverkamonn hans, Mikojan og Susloff. er sannarlega uggvænlegur, t. d. 35—50 mjög langdræg flug- skeyti, nokkur hundruð önnur flugskeyti, um 1200 sprengju- flugvélar, 2,2 milljónir manna undir vopnum og yfir 20.000 skriðdrekar til nota í fremstu víglínu. Rússar eiga meiri flota en nokkur önnur þjóð, að und- anteknum Bandaríkjunum, t.d. nálega 500 kafbáta. Staðsetn- ing meginhlutans af þessum herstyrk er vel kunn Vestur- veldunum, og verður sú álykt- un helzt dregin af þeirri vit- neskju, að þessi herstyrkur sé fyrst og frernst hentugur til varna. Flestar þungu sprengju- flugvélarnar eru staðsettar við fhigvelli í vestanverðu Rúss- landi, en þær þyrftu að hafa bækistöðvar á strönd íshafsins, ef nota ætti þær til árása á Bandaríkin. HIÐ ÞRIÐJA, sem athuga þarf, er ef til vill það varhuga- verðasta. Hvað ráðleggja hern- aðar- og stjórnmála-ráðgjafar Krustjoff honum í hermálunum almennt? Það vekur ekki lengur undr- un, hve lítil vitneskja er fyrir höndum á Vesturlöndum um rússnesk málefni, hgldur hve mikil. Vandamálið er að álykta rétt út frá þessari vitneskju. Um eina niðorstöðu eru allir sérfræðingarnir sammála. Þeir fullyrða að Krustjoff sé sann- færður um, að kommúnisminn geti sigrað í baráttunni við Vesturveldin, án þess að grípa til vopna. Upphátt mun Krustjoff halda áfram að hóta kjarnorkustríði gegn hverjum, sem snýst gegn honum. Til heimabrúks kann hann að halda áfram að full- yrða, að heimur kapítalismans muni farast í kjarnorkustríði, en komúnistar bjargast undur samlega En í viðtölum mín um við fjölmarga rússneska embættismenn hef ég komizt á snoðir um allt aðrar skoðanir. Þeir segja, að Krustjoff sé það mæta vel ljóst, að það sé fjar- stæða að hugsa sér að koma heimskommúnismanum á með kjamorkustríði. Eini árangur- inn yrði eyðing stórra svæða í hinum kommúnistíska heims- hluta. AÐ ÖLLU því athuguðu, sem rifjað er upp hér á undan um ætlanir valdhafanna í Sovétríkj unum, leyfi ég mér að efast um, að núverandi leiðtogar Sov étríkjanna hefji kjarnorkustríð á árinu 1962. Komið getur fyr- ir, að Kiustjoff verði leystur af hólmi og skoðanir hans þá um leið. Þetta gæti t.d. gerzt við alvarleg veíkindi (sagt er, að Krustjoff hafi fengið að- kenningu af slagi), og svo gæti orðið bylting í Kreml (ólíklegt en mögulegt). Sennilegasta á- stæðan væri þó sameiginlegt á- tak gömlu stalínistanna, sem vilja hefna sin á Krustjoff fyrir að svipta þá átrúnaðargoði þeirra, stranglínumarxistanna, sem telja það of mikla linkind agnvart kapítalismanum að ilja halda áfram tilverunni í frið við hliðina á honum, og valdamannanna í Rauða-Kína, en félagi Mao Tse-tung er á- hrifamestur þeirra. Ófriðarhætt an mundi stórum aukast á ár- inu 1962, ef þessum skugga- legu öflum tækist að víkja Krustjoff úr vegi eða veikja aðstöðu hans til muna. VEL GÆTI svo farið, að þessum öflum tækist að leiða Sovétríkin út í ævintýri, sem ekki gætu endað með öðru en stríði. Augljósir hættustaðir eni Berlín og Suður-Vietnam, en íran kemur einnig til greina. Ef Bandaríkin senda til dæmis mikinn herstyrk til varna í Suður-Vietnam. þá má nokkurn veginn reiða sig á, að sfalínistunum í Kreml tækist að knýja Krustjoff til að veita . 1 * * * * * * 8 Framhnn a - IW r, - ,P /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.