Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 sTcauifimi eiga að veia kœrasta skomtun Þeivra á vetrum, þar sem annari hvorri eða báðum verður við komið. Engar vetr- ar-iþróttir eru fegurri, hollari og karlmann- legri en þessar tvœr! Engar nauðsynlegri hér á landi! Og báðar norrœnar í legg og lið að fornu og nýju. Þ. 21. þ. m. var stofnað skautafélag hér í Hafnarfirði, og eru um 30 félagar, karlar og konur, og margir þeirra ungmennafé- lagar. Ætlar félag þetta að halda við skauta- braut á Urriðakotsvatni, skamt frá bæn- um, og er ákveðið að halda að minsta kosti ein kapphlaup á vetri hverjum, og sé þar veitt verðlaun bæði fyrir hraðhlaup og fegui'ðarhlaup (listahlaup). í stjórn vóru kjörnir: Formaður Carl Olafsson ljósmyndari, ritari Helgi Vait.ýs- son og gjaldkeri Oddur ívarsson form. U. M. F. „Seytjándi júní.“ ------- Vonandi er, að áhugi ungra manna á vetrariþróttum þessum vakni og eflist bráð- lega eins og t. d. glímuáhuginn á síðustu 3—4 árum. Mun þess þá eigi Jangt að bíða, að ungir og efnilegir íþróttamenn beri nafn ísJands út um víða veröld og flyt.ji heim aftur fiægð og góðan orðstír, eins og for- feður vorir gerðu fyr á árum. Að 5—10 árum Jiðnum eiga ungir íslendingar að vera svo vel á legg komnir, að þeir geti keppt um verðiaun í „HolmenkolIen,“ skíðabrekk- unni heimsfrægu rétt við Kristjaníu í Nor- egi — og á alheimsskautabi'autinni í Davos á Svissaralandi. Þangað sækja nafnkunnir iþróttamenn úr öllum heimi, og heiður sigurvegaranna og þjóðar þeirra flýgur í fagnandi símskeyt- um út um víða veröld. Að þessu takmarki eiga allir ungir í- þróttamenn að stefna! ísJendingseðlið er óbreytt enn, ef áhuginn reynist nógu sterk- ur. Það hafa glímumennirnir vorir sýnt og sannað. H. V. íslandi alt. Erindi flutt á aðalfuvdi ungmennafélags- ins „Drifandi“ 1909. —o— — — — — Mikil, helg og há Er hugsjón þjóða : framtið ættarlands, Að gangi ei þrælar gröfum feðra á, En göfgist niðjar manni frá til manns 1 fullri frclsÍBlausn cn viðjum bróðurbands. Hannes Hafstein. Hverri þjóð er, eins og hverjum einstök- um manni, nauðsynlegt að vita og skiJja, hverköllun hennar er, hvert hlutverk henni ber að inna af henni. Og sérst.aklega er þessi þórf brýn fyrir þjóð, sem er að vakna til meðvitundar uin það, „hvað hún var og hvað hún er og flarf. “ Án trúar á köllun sína getur engin þjóð til lengdar verið lifandi kvistur á lífsins tré, en „sú þjóð, sem veit sitt lilutverk, er helgast afl um heim, alt hát.t og lágt má víkja fyrir kraftinum þeim“ (Bjöinstjerne Björnson). En hvert er hlutverk innar íslensku þjóðar? Getur smáþjóð, sem lifir út í hjara heims og telur einar 80,000 manna, með nokkr- um rétti talað urn sína. sérstöku köllun? Mannkynssagan bendir oss á smáþjóðir, sem eiga sögu er „lýsir sem leiftur um nótt langt frarn á horfinni öld.“ — Ogvérmun- um komast, að raun um, að hver þjóð á sitt sérstaka blutverk, og að hf hennar og oiðstír byggist á þvi, hvort hún þekkir og rækir köllun sina eða ekki. — Hluiverk innar íslensku þjóðar er að fullkomna sjálfa sig sem mest, verða hoil- brigt þjóðfélag, sem á marga „dáðrakka drengi, dygglynd ogtápmikil f]jóð.“ Mentun líkams og sálar á að vera það takmark, sem þjóð vor keppir að, en sérstaklega verður hún að kosta kapps um að verða sannarlega frjáls þjóð; en grundvöllur ins sanna þjóðfrelsis er þegnfrelsið, ið inra fielsi einstaklingsins, því: „þegar/wer andi er frjáis f>á er framför hjá Jýð, þá, en fyrr ei, er byggt, svo að standi." — En sá andi er frjáls, sem þekkir kraíta sín sjálfs, og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.