Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI um, er sórstaklega iná samrýma sumiinu, og er þær margar. Skidabrautin og sundskálinn í Reykjavík eru öflugur vottur þoss, hve miklu áhugi ungra karla og kvenna getur áorkað! U. M. F. „Garðarshólmi* í Mýrdal hélt skemtifund í sumar úti á víðavangi á svonefndu Geitafjalli. Skemtu menn sér með ræðum söng, glímum o. fl. Telur bréfritári sá, er sent hefir mér frétt þessa, þess konar útifundi „hafa mjðg góð og víðtæk áhrif, allra helst, ef fundarstað- urinn er fallegur og heppilega valinn.“ Á öðrum fundi í sumar var þegnskjddu- málið til umræðu, og var gerð svo hljóð- andi fundarályktun: „Fundurinn telur þegnskylduvinnunaholla og nauðsynlega fyrir þjóðina og vill stuðla að því, að hún komist sem fyrst í fram- kvæmd.“ U. M. F. „Seytjándi júní“ í Hafnarfirði hefir starfað mikið í sumar, enda eru margir félagar þar mjög áhuga- samir. í vor girti það allstóran blett með öflugum grjótgarði á þrjá vegu og gadda- vír í hinn íjórða, og gróðursetti þar mörg hundruð trjáa. Einnig hélt félagið uppi sundkenslu um 7 vikna skeið í sumar, fór skemtiferðir, iðkaði ýmsa leika o. fl. í haust hélt það fjölbreytta skemtun; vóru þar meðal annars stignir vikivakar, og vóru leikendur allir á þjóðbúningi, konur á kyrtlum, en karlar á litklæðum. Ung'mennafélög'í Sendið „Skinfaxa“ stuttar ritgerðir og smá pisla frá félagsstarfi yðar og öðru því, er þér hafið á hjarta. Fyrirspurnum ýmis- legs efnis mun verða svarað skjótlega og eftir bestu föngum. — Hafið hugfast, að Skinfaxi er yðar llað! Lærið því að meta hann og nota! Fyrirlestraferð. — 0-- í október fór eg og hélt 15 fyrirlestra í 9 ungmennafélögum í Árnes- og RangáT- vallasýslu. Byrjaði í Grímsnesinu, hélt tvo fyrirlest- ar í Klausturhólum, voiu þar um 40 á- heyrendur. í Skarði i Landssveif hélt eg 2, voru þar um 50 áheyrendur. Tvo á Seljalandi und- ir Eyjafjöllum, 55 áheyrendur. Tvo í Mar- teinstungu í Holtum 80 áheyrendur. Tvo í Gaulverjabæ, 80 áheyrendur. Tvo á Stokkseyri, 140 áheyrendur. Einn á Eyr- arbakka, 100 áheyrendur. Einn í Sand- vík, 22 áheyrendur. Einn í Hraungerði, 40 áheyrendur. Veður var oftast bærilegt, nema í Landsveit var sandhríð svo varla sást Skarðsíjall frá Fellsmúla, og bleytu- hríð var undir Eyjafjöllum. Margir komu langt að á fyrirlestrana, og sumir gangandi einkum seinustu dagana. í’ótti mér fólk sækja fyrirlestrana prýðilega og hlýddu þeir á þá með athygli. Nærri alstaðar talaði eg um: „Norsk ungmennafélög." Og þar sem fyrirlestrarn- ir voru tveir: „Ætlunarverk íslenskra ungmennafélaga.“ Hver fyrirlestur stóð yfir í l1/^ tíma, og gaf eg mönnum kost á að koma með spurningar, og gerðu sum- ir það. Virtist mér, að fólk hefði mikinn áhuga á að nota fyrirlestrana. Og sem dæmi upp á það, skal eg geta þess, að for- maður Eyjafjallafélagsins varði 3 dögum og 2 hestum til þess að ná mór, og svo þeim fjórða degi til að fylgja mér á heimloið. Annars léðu ungmennfélagsmenn og marg- ir utanfólagsmenn mór hesta og fylgdir, eins - og eg þurfti og oít fram yfir það. Og al- staðar var mér vel tekið, sýnd mikil greið- vikni. Fólk lrvervetna kurteist og þægi- legt. Heimili þau sem eg kom á, voru jafn- snjöll í myndarskap góðum norskum og. dönskum sveitabæjum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.