Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 5
SKINFAXI 13 :l)ess fullviss, að hann vinnur sama hiut- verk í mannfélaginu, i andlegum skiiningi, eins og skógurinn í náttúrunni: vermir lofts- lagið, skýlir ungviði, grösum og blómum og fyllir loftið fuglasöng." — En einmitt Jietta vill hann (ungmennafélagsskapurinn) líka gera í „náttúrunnar ríki:“ Hann vill klæða landið, og það er vafalaust eitt ið fegursta ætjunarverk innar nýju kynslóðar þessa lands, að bæta fyrir brot feðra sinna og gefa Fjallkonunni nýjan búning, sem sé fegri og skjólbetvi en inn gamli, sem víða er götóttur og slitur ein. fá rís ný og betri öld í landi hér, þegar „menningin vex í lundi nýrra skóga.“ — En ef við hirðum ekki um að rækta og fegra landið, þá verða allar vorar framfararæður aðeins „orð, orð innantóm." Vér verðum að vinna að ræktun landsins með inum likamlegu kröftum, og þá getum vér haft vonir um það, að loftkastalarnir, sem verið er að byggja, hvað framtíð þjóðarinnar snertir, leiti niður til jarðar og verði þar enn glæsi- legri, en okkur getur grunað nú. — Sú niðurstaða, sem vér konmmst þá að, þegar vór reynum að svara spurningum þeim, sem eg hefi kastað fram, er þessi: Hlutvej-k innar íslensku þjóðar er það, að græða og glæða land sitt og lundu. Hver einstakur þegn þjóðfélagsins getui- starfað að þessu með því að fullkomna sjálfan sig andlega og líka'mlega; en allir eiga þeir svo að taka höndum saman og vinna að heill heildarinnar í ást og ein- ingu.-----------— — Framtíðin liggur fyrir framan oss eins og ókannað úthaf, en lengst í fjarska get- um vér með sjónauka trúarinnar eygtvitann, þar sem höfnin bíður þeh'ra, sem halda rétta leið og keppa að markinu. Vór skul- um „leggja út á djúpið,“ örugg og von- góð, með „Guðs orð fyrir leiðarstein i stafni." Starf vort blessast því að eins, að það sé unnið í anda Krists. Hann er andi ins sanna frelsis. — Hann leiðbeini oss, haldi þjóðarfleyinu í réttu horfi og stýri því gegnum boða og blindsker. Meðan sumarsólir bræða svellin vetra um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún! (E. Ben.) Sigurður Vigfússon. Fréttir af félagsstarfi voru. —0-- Sumavstarfið. Lítið hefir fréttst af starfi félaga vorra út um land alt í sumar, og mun víða þann veg farið, að venjulegt félagsstarf liggi í dvala þann tírna árs. Er það illa farið, því eigi er þörf á góðurn félagsskap síðri á sumrurn en vetrum. Enda oft og einatt gott tækifæri til útifunda og ijrótta, þótt til sveita sé. Og það er trú mín, að sveita- starfið og sveitalifið mundi yfirleitt grœða á því, að ungmennafélögin störfuðu sem mest a sumrum. — Það fer eigi hjá því, að á- hugasöm ungmenni og íþróttamenn verði röskari og ötulli til allar vinnu. Enda er það sannfæring mín, að ungmennafélögin rnuni með tíð og tíma vinna landi voru stór- rnikið gagn í þessa átt. U. M. F. Reykjavikur. Það mun lengi í frásögur fært- þrekvirki það, sem Ungmennafélag Reykjavíkur vann í sumar, er ungir og ötulir félagar þess „beittu sér fyrir vagn framkvæmdanna" og öíluðu sér liðsinnis mætra manna til að reisa hinn fyrsta íslenska sundskála við sjó. Var hann vígður á’þjóðhátíð Reykvíkinga í sumar, og munu blöð vor hafa flutt fregn þá um land alt. Sumarstarf þetta á að vera framsóknar- merki allra ungmennafélaga til dugnaðar og dáða í sundflmi og öllum þeim íþrótt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.