Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI SKINFAXI, raánaðarblað U. M. F. í. kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M F. i. K i t s t j ó r n: Helgi Valtýsson, fíuðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist afgreiðsiu „ S k i n f a x a “ Hafnarfirði. 0 vinnur fúslega það, sem miðar honum og þjoðfélaginu til sannra heiila. Hvernig á nú þjóð vor að ná takmarki sínu ? Hver ráð eru vœnlegust til þess að stytta ieiðina og gera brautina greiða og breiða? Getum vér, sem erum hér sam- ankomin, unnið nokkuð að því verki? Skilyrðið fyrir því, að þjöðin, allir ein- staklingar þjóðfélagsins komist áfram, er það, að þeir styðji hver annan, rétti hver öðrum hönd til uppörfunar, aðstoðar og leiðbeiningar, og að hver um sig hjálpifús- lega til að velta steinunum úr götunni, sem hann sjálfur og bræður hans og systur eiga að ganga. Ef allir telja þetta skyldu sína og reyna af fremsta megni að fram- kvæma það, þá getur vegurinn orðið beinn og greiður, og margur maðurinn komisc klaklaust alla leið, sem annars hefði ör- magnast undir hita og þunga dagsins eða dottið um einhvern steininn i götunni. En ef hver um sig hugsar um það eitt að komast sjálfur áfram, hryndir frá sér sam- ferðamönnunum og kastar steinunum úr úr götu sinni í veginn fyrir þá, eðajafnvel á þá sjálfa, þá á þjóðin enga framtíðarvon: Það þarf aldrei að búast við þjóðþöríum framkvæmdum, þar sem eigingjörn og þröngsýn sjálfselska segir fyrir verkum. Yér inir ungu og smáu getum að sjálf- sögðu eit.thvað starfað í þarfir þjóðfélagsins, því „þó það sé best hann sé þrekinn og stór, sem þjóðleið um urðir viJl brjóta", og þeir sé margir stórir og sterkir, sem vinna að framföium þjóðar vorrar, „þá velta þó fleiri þar völum úr leiö sem veikburða eru og smáir." Og í rauninni eru allir memi smáir, þegar þeir vinna einir sér, án þess að njóta aðstoðar annara. Og nú erum vér komin að því, sem er meginatriði þessa máls: Fclagsskapurrnu er það almættis- orð, sem getur ))reytt steinuin dauðans í lífsins brauð. Sá félagsskapur, sem er stofnaður og starfræktur í þeim tilgangi að vinna þjóð sinni sannarlegt gagn, hlýtur að geta orkað mikils, svo framarlega sem all- ir meðliinir hans hafa. greinilega þekkingu á stefnu hans og markmiði, og starfa að því hver með öðrum með sönnum áhuga og „ást til máls og manna.“ Ungmennafélagsskajmrinn má að nokkru leyti kallast afkvæmi Goodtemplarareglunn- ar; hún hefir beinlínis og óbeinhnis búið i haginn fyrir hann með því, að breyta hugsunarhætti þjóðarinnar og benda á fjöidamörg mein í þjóðlíkamanum, sem nauðsyn ber til að uppræta og græða. Og einmitt til þess er svo ungmennafélags- skapurinn fæddur og alinn. Hann vill vinna og helgá íslandi alt, og tilgangur hans er sá að glæða og efla líkama og sál þjóðai'- innar. Iíann er að vísu unglingur enn þá, en hann er efnilegur unglingur, fullur af fjöri, lífsþrá og lífsgleði. Hann er eðlilegur vorgróður. Rótin sem hann er sprotinn af er góð, og hann sýnir, að hann þekkir og skilur lífsskilyrði sín og þjóðar sinnar, því að hann byrjar á því að reyna til að efla trú einstaklinganna á mátt sinn og megin, og jafnframt vill hann „efla og auka þrótt- inn.“—Yér skulum vona, að „harpa" þjóð- félags vors sé nú í nánd, vortíminn sé byrjaður, og að héðan af komi ekki hríðir, sem kyrki þennan nó annan góðan gróður hjá þjóð vorri, en að þessi kvistur sé svo tápmikill og gróðursæll, að hann þoli nokk- ur hret. Og ef hann getur það, þá er eg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.