Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1909, Blaðsíða 7
SKINFAXI 15 ___ Þótti mér mikill munur að sjá vegagjörð, húsabygging ' og annað í sýsium þessum nú en fyrir 28 árum. Þá fór eg um sýsl- ur þessar til að skoða jurtaríkið og forna sögustaði. Hafa feikna framfarir átt sér stað í sýslum þessum á seinasta manns- aldri. Vel leist mér á ungmennafélagsskapinn hvar senr eg kom. Er allmildil og góðnr áhugi hjá æskulýðnum í honum. Og eftir því sem eg komst næst, munu flestallir betri menn ungmennafélögunum meii a eða minna hiyntir. Mun það þó enn þá vera meira í orði en á borði, En góð orð mogna mikib.- Hafa þau oft opnað hjörtun og buddurnar. Víða munu ungmennafélög vera farin að hugsa um skógrækt og fleira verklegt gagn. Ættu þau að skýra „Skinfaxa" frá því. Það er vist aðalmið ungmennafélaga þessara að efla bæði andlega og veraldlega menning. En þótt ungmennafélögin að eins efldu andlega menning, og það ekki nema í einni grein, þá gerðu þau samt mikið gagn. G. II. -----0»CK> ■ Nökkur orð frá U, M. F. „Baldur" í Hraungerðishreppi í Arnessýslu. — 0 — Ungmennafélagið „Baldur" var stofnað 8. d. júním. 1908. Þá gengu í félagið 40 meðlimir, en nú telur það um 50. Fundi sína heldur félagið i þinghúsi hrepps- ins, og hafa hreppsbúar greitt svo götu þess, að eigi þavf það að greiða leigu fyrir húsið, þeir eiga því miklar þakkir skilið, fyrir þann góðvilja, senr þeii' hafa sýnt fé- laginu á þann hátt. Ákveðið er i iögum félagsins, að það haldi fundi sína 3. hvern sunnudag, þá er veður leyfir. Hvarvetna kemur það í ijós, að félagsmenn unna felaginu, og sýna þeir það glöggast með því, hve vel þeir sækja fundi og inna af hendi þau störf, sem þeim eru falin. Mjög sjaldan hafa fundarhöld farist fyrir. Af eigin rammleik heflr fólagið þeg- ar komið á fót lestrarfélagi til afnota fyrir hreppsbúa. Mörg mál hefir féiagið tekið til umræðu, en mest athygli heflr þó þegnskylduvinnu- málið vakið á meðal félagsmanna. Flestir félagsmenn telja sig hlynta þegnskyiduvinn- unni, þó með því móti, að vinnan lúti ein- göngu að ræktun landsins. Nafnið vill félagið að haldist óbreytt. — í sumar, 18. júlí, hélt félagið samkomu á klettunum fyrir ofan Oddgeirshóla, og var hún vel sótt, enda var veður ágætt. Formaður félagsins, Gísli Jónsson frá Stóru Reykjum, bauð menn velkomna. Því næst steig Arni búfræðingur Arnason frá Oddgeirshólum upp í ræðupallinn, og mælti fyrir minni félagsins. Þá varð hlé í Va kl.st. Að því búnu rnælti Yaldimar Bjarna- son frá Ölvesholti fyrir minni íslands, Ó- fafur Signrðsson frá Langholti, fyrir minni sveitarinnar, Kristinn Ögmundsson frá Hjálmholti fyrir minni héraðsins og Beni- dikt Guðmundsson frá Langstöðum fyrir minni kvenna. Ræðuhöldin hófust kl 1. e. m. og stóðu yfir í 4V2 ki.st. Mörg ætt- jarðarkvæði voru sungin, undir forustuJóh. Briems kand. theol. Að iokum varglímt, og þótti skemtunin góð eftir föngum. Væntanlega verður þess eigi langt að biða, að félag þetta gangi í samband U. M. F. í. Haulcur. -------------— Skuldbindingarskrár sínar eiga ungmennafélög að senda saiu- bandsstjórn, er þau ganga í sambandið (sjá 1. gr. a. sambandslaga), en eigi fjórð- ungsstjórn, eins og drepið er á af vangá í síðasta tbl. „Fjórðungsbl.-Sunnl.fj.“ — En slcýrslur og shatta eiga félögin að senda rit- ara og féhirði fjórðungsins um áramót hver (sbr. 14. gr. sbl.).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.