Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1910, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.01.1910, Qupperneq 3
SKINFAXI 27 er hafa svo lítið saman að sælda, sem hugs- ast getur. Og þó héldu menn fyrrum, að beint samband væri milli þeirra. Menn reyndu að auka íþrótta-afrek með áfengi, og bæði leikíimis- og skotfélagaskemtisam- komur vóru fjörgaðar með áfengi. Eg man eftir því frá íþróttasamkepni einni, sem eg tók þátt i, kappróðri, að við fengum Kampavín, rétt áður en við fórum á stað; þá var haldið, að það yki kraítana og þolgæðið. — Við urðum auð- vitað siðastir. — Það er um 20 ár síðan Nú veit sérhver iþróttamaður, að hann er. „úr sögunni," ef hann neytir áfengis á undan samkepni, og meira að segja, ef hann neitar sér eigi algerlega um áfengi allan æfingatímann, því aðeins með því móti er likami hans fær unr að láta sitt ítrasta í té, hvort sem maðurinn er leik- flmismaður eða hjólreiðamaður, kappróðr- armaður eða sundmaður, glímumaður eða fjallgöngumaður. Áfengi getur aldrei framleitt afl í vöðv- unum, áhrif þess verða aðeius hiti í líf- færunum, aldrei dugnaður eða afl. Þegar menn geta eins og „lifnað upp“ við dálít- inn skamt af áfengi til augnabliks áreynslu — sanrsvarandi máttleysi kemur ætið eftir á — þá verður þessa í raun og veru eigi vart, nema þegar líkaminn er þreyttur, eða maður er í þungu skapi; áfengið hvetur þá manninn til að beita sér og taka á öllu sínu allra snöggvast. En áfengi er alls eigi nauðsynlegt við þessháttar tækifæri, söngur, t. d. hvatarljóð, getur gert alveg sama gagn. Leikfimin, hin ákveðna íþrótt, er svo fjatlæg áfengi, sem hugsast getur. Eg iðka ieikfimi til að varðveita heilsu mína, áfengið gorir mig sjúkan. Eg vil auka vöðvaafl mitt og þolgæði með líkamsæíingum, áfengið slæpir þá, gerir þá iingerða og gerir mig þungan og daufan. Eg vil þroska lipurð, áræðni og vald mitt á iíkama mínum, á- fengið gerir hreyiingar mínar stjórnlausar og klaufalegar, virðist þó ef tii vill að skapa áræði, en það er áræði, sem best er að vera án, það er heimsku flanið, hið hugsunar- iausa frumhlaup, er síst á við. Með leikfimi þroska eg virðingu mína fyrir sjálfs mins líkama, með áfengi niðuriægi eg ltana. Æskuiýður sá, er nú rennur upp, skilur einnig til fullnustu hlutföll þessi. íþróttir og bindindi er því menningarmagn, sem fer saman. Þar sem íþróttir hafa ruttsér til rúms, fylgir ströng hófsemi og bindindi á eftir. Hin sigursœla iþróttahregfing, sem nú ryður sér óðum til rúms, er því hinn besti liðsmaður þeirra, er beriast gegn áfeng■ inu. (Leturbreytingar gerðar af mér) II. V. Byrjaðu sjálfur og byrjaðu smátt, en haltu vel út! —0— „Eg vil feginn stofna ungmennafólag, eða koma á gang einhverjum af þessum umbótum, sem „Skinfaxi" nefnir. Én eg fæ engan með mér i neitt af þeim.“ Svona. munu sumir segja. Og svona er það líka stundum. Byrjaðu þá sjálfur, þb þú sért einn! Byrjaðu á að læra að tala og rita rétta og fagra íslensku, lesa og læra Ijóð góðskálda vorra. Byrjaðu á að bera skrúðblómalmausa heim í kálgarðshornið á heimili þínu. Byrjaðu á að æfa þig í smá fimleikum. Byrjaðu á að verða þrifinn og góður við skepnumar. Kærðu þig koll- óttan, þótt sumiv taki til þessa. Þér þykir vænt um einstæðu kappana. Líkstu þeim þá! Þeir voru einir á móti mörgum. Peir máttu búast við að missa lífið, heilsuna, efnin og landsfriðinn. Þú átt ekki í hættu að missa neitt af þessu. Alt sem þú þarft að búast við er, ekki voða- legra en einhver ógerðar kýmni, eða magn- lítii ónot ómerkilegra manna. Og þaif ekki mikla karlmensku til að þola annað eins. G. H.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.