Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1910, Síða 4

Skinfaxi - 01.01.1910, Síða 4
r 28 SKINFAXI SKINFAXI, mánaðarblað U. M. F. í. kemur dt í Hafnarflrði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjói*n U. M. F. í. Ritstjórn: Helgi VaUýsson, Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist afgreiðsiu „Skinfaxa" Hafnarfirði. Skiðafar. i. Gangur. í fljótu bragði munu all flestir líta þannig á, að það só auðveit og vandaiaust að ganga á skíðum á slóttu í góðu skíðafæri. En þó er svo um það sem alt annað, að sá veit gjör sem reynir, og munu ailir viðvaningar hafa fengið sig fullreynda í fyrsta sinn, hafi þeir gengið t. d. háifan dag eða svo á skíð- um. Kemur það bæði af æflngarleysi og ónógum útbúnaði. Og aldrei getur skíða' niaður farið fuiium fetum, nema því að eins, að skíðin séu vel föst við fótinn. Auk þess þaif allmikia æfingu til þess að nota skíðin rétt á gangi, þannig, að skrið- hraðinn komi að fullum notum, og maður neyti þunga síns og afls án þess að ganga of nærri sjálfum sér. Enda er sá mikli hraðamunur á góðum skíðamanni og við- vaning á slóttu, að skíðamaðurinn fer eins hratt, og frískur maður hlaupi við fót, og getur haldið þannig áíram sór að þrauta- lausu frá morgni til kvölds, en viðvaningur dregst þunglamalega áfram og verður upp- gefinn á stuttri bæjarleið. f’elmerkingar í Noregi, sem frá alda öðli hafa verið frægastir skíðamenn þar- lendra manna, segja um góðan skíðamann: „Upp á móti fer hann eins liratt og gang- andi maður, á sléttu sem liestur lilaupi, og niður bratta skjótari en fugl ftjúgi.“ Ilvernig á þá að ganga á skíðum svo rétt só? — Undirstöðuatriðin eru í raun og veru anðlærð, þótt það sé allerfltt að iýsa þeim þannig, að nægilegt sé. Eigi má hjfta sldðunum og þramma á- fram eins og byrjendum hættir við; — „Þeir ganga, eins og þeir væru berfættir í blautri mýri;“ — skíðin eiga að renna (skríða) jafnhliða eins fast saman og hægt er, og „skriðið“ helst eðlilega við með því að lík- ami manns fyigir hreyfingunni létt og lið- ugt. — Pessu er hægast að ná með því að beygja bolinn dálítið áfrarn, svo mikið að líkamsþunginn dragi mann áfram, svo maður verði að flytja fæturna til þess að detta ekki, og jafnframt „vindur“ maður bolinn og mjaðmirnar ofurlítið til beggja hliða á víxl við hveija viðspyrnu. Fremri fóturinn rennur svo fram, meðan skriður- inn endist, og sá aftari dregur svo skíðið með sér, í því ristin teygist, og hællinn yftist. Alt þetta lærist þó eðiilega aðeins með æfingu, og er því aðallega tvent, sem skíða- menn þurfa að hafa hugfast: 1. að lyfta elcki skiðunum; 2. að ganga elcki gleiður. — Skíðasióðin á að vera tvö bein samhliða strik fast saman. — — Skíðafœri þarf engrar skýringar við. Til þess að hægt sé að nota skíði, má snjór eigi vera grynnri en um 6 þuml. (15 centi- metra) og eigi oflaus. í hláku er snjór ó- tækur tii skíðfara og einnig, ef hann er svo þvalur, að hann loði við skíðin að mun („klessist í“). Þunn skei á lausum snjó (skari) eða lausamjöll ofan á skara er venju- lega besta skíðafæri. í 5—10° frosti er skíðafæri best, en só kuldi mikill 30® og meira, hrímgast skíðin, verða mjög þung og renna i!la. Ráð gegn því, að þvalur snjór loði við skíði, eru mjög mörg og misjafnlega góð. Eru þessi hin helstu: Tjara (skíðin smurð L

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.