Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 8
32 SKINFAXI Kappglíma við Geysi. — 0 — í Biskupstung’jm er glímufélag. Það er ungt og fáliðað, en á vonandi góða fram- tíð, því almennur áhugi er vaknaðar þar í sveit fyrir þessari gömlu og þjóðlegu íþrótt. Félagið ofndi til samkomu við Geysi í Haukadal annan dag jóla í vetur, 26. des. Skyldi þar í fyrsta skifti giíma um dálítinn silfurskjöid, er félagið hefir gefið til verð- launa besta glimumanni sveitarinnar. Er grafið á skjöldinn nafn féiagsins — Teitur — og ártal. Svo er ákveðið, að glima skuli um hann tvisvar á ári, sumar og vetur. í þetta skifti tóku fáir þátt í kappglím- unni. Flesta vinninga hafði Ingvar lúfræð- ingur Guðmundsson, frá Gýgjarhóli, og hlaut. hann því skjöidinn. f’ótti að glímunum hin besta skemtun. Að þeim ioknum skemtu menn sér með söng, spilum og ræðuhöldum. Ræðurhéldu: Ingvar Guðmundsson, sá er skjöldinn vann, um skemtanir, og Porsteinn gagnfræðingur l3órarinsson frá Drumboddsstöðum um „ts- land og íslendinga." Kappglíma þessi er einn vottur þess, að nú for áhugi á íþróttnm vaxandi. Eiga ungmennafélögin góðan þátt í því. Væri vel, að þau færu hér að dæmi Tungna- manna, og gæfu verðlaunagrip besta íþrótta- manni sínum, eða sinnar sveitar. Mundi það fiýta fyrir, að þau næðu takmarki sínu: Hraust sál í hraustum líkama, og er þá ekki unnið fyrir gýg. Hörður Þór. Fyrirspurnir: 1. Er það ósamkvæmt stefnuskrá ung- mennafélaga að starfa að því, að aðflutn- ingsbann á áfengi komist á í landinu? 2. Er það gagnstætt Sambandslögum Ungme g afélaga íslands að leyfa mönnum á öJlum aldri inngöngu í ungmennafélögin, með öðrum orðum að hafa ekkert há- mark aldurs. Ungmennafélagi. Svar: 1. Nei, alls ekki. 2. Nei. Hveit félag setur aldurstak- mark sjálft. H. V. Leiðarvísir í skógrækt. Nokkur eintök af „pésa“ þessum, er sambandsstjóri samdi og gaf út í fyrra, eru enn þá tii og fást á afgreiðslu „Skinfaxa." Verða þau send ungmennafélögum ókeypis gegn 5 aurum (frímerki) til burðargjalds, meðan upplagið endist. cTaníié því í tíma / &Ruggamynéaáfiöló. (Laterna Magica) Með íslenzkum myndum effcir eigin vali — nauðsynlegt áhald fyrir — ung- mennafélög til notkunar við fyrirlestra o. s. frv. Sendið fyrirspurnir yðar til Ijósmynda- stofunnar í Hafnarfirði. Virðingarfylst Carl Óiafsson ljósmyndari. •x®x®x®x©x@x©x® Prentsmiðja JHafnarfjavðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.