Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 3
SKINFAXI 35 ai]pga. Ekki að eins sannir tnímenn, heldur einnig margir vænir heimsmenn, eink- um erlendis, fordæma það. Það kveður svo ramt að því, að jafnvel margir vantrúaðir lieiðursmenn, sem unna fegurð, fyrirlíta saurlifnað, og hafa siðlausa menn að spotti. Og er það rétt mátulegt að vísu. En samt hlýtur sérhver mannvinur fremur að aumkvast en hæða þá, sem fleygja æsku- sakleysi sínu í sorpið. Éldri mönnum er síður vorkunn. Það er ekki nema náttúr- legt og rétt, að viða erlendis er farið að stofna félög gegn ósiðsomi. En það er vandasamur félagsskapur, og gæti naum- ast hepnast hér á landi, nú sem stendur. En hitt ættu allir æskumenn að gera, og gætu gert.. Og það er, að ásetja sér og framkvæma staðfastlega: Eg skal var- ast óskírlífið engu siður en drykkjuskapinn, og eíns livetja aðia til að geyma hjartað tállaust og flekklaust. „Eg slcal aldrei aulca ip.tt tnhiu utan lijónabands. Eg skal álíta hjúskapar- og foreldraskylduna svo lieilaga, að niér }>yki stórglcepur og skömm að brjóta gegn þeimu. Æskumenn! Ykkar er fram- tíðin. fið þykist oft vera, og þið viljið líka verða fremri en eldri kynslóðin. En hesti sigurinn, sem þið vinnið yfir henni, er sá, að þið verðið betri en hún er. VI. Meira þarf en bindindi og slcb lifi til að verða fullkominn. Enginn skyldi gleyma því, að það að verða bindindismaðui', er ekki saina sem að verða sannkristinn eða fullkominn. Já, þótt vér líka yrðum lausir við óskírlifi, svik og ]ýgi, þá er samt öll sú lifnaðar- bót ekki nema hálfverk. Margir aðrir lestir geta loðað við oss fyrir því t.d.: ágirnd, öfund, hatur og heift, hroki og kaldsinni: eitthvað eða fleira af þessu getur samt drotnað yfir oss. Og á meðan nokkur ein einasta synd gerir það, þá má heita, að siðgæðið sé í molum. En það þarf að verða algert, ef vel á að fara. Hjartað verður að hreinsast út í æsar. Sálin að umskapast frá rótum. Annars verður maðurinn ekki fullkominn. En það verður enginn nema með sérlegri æðii hjálp. En nú skal nema staðar. fví nú er komið því mikilvægasta, sem sé trúrcekninni. G. H. Ú. M. F. „Framtíð" í Eyjafirði. —0— Árið 1904 var stofnað bindindisfélag í Grundarsókn í Eyjafirði. Starfaði það félag aðallega að útbreiðslu bindindis og útrým-. ingu áfengisins úr landinu. Árin 1907 og 1908 fóru nokkrir félags- manna að kynnast ungmennafélagsskapn- um. Hölluðust þeir brátt að hugsjön hans og íóru að verða þess hvetjandi, að bind- indisfélaginu yrði breytt í ungmennafélag. Ungmennin fundu til þess, að þeir áttu krafta, sem enn voru að vísu duldir að mestu. Vildu þeir því gjarnan færa út verksviðlð og reyna á kraftana í þarfir sjálfra sín og fósturjarðarinnar. Var þá félagsskapnum breytt og ungmennafélagið „Framtíð" stofnað 10. jan. 1909. Lög félagsins vóru að öllu samin í sam- ræmi við sambandslög U. M. F. L, og sama stefnuskrá og þar er, tekin upp í lögin; en einum lið var bætt við, sem só: „að vinna að útrýmingu áfengisins úr landinu með aðflutningsbanni". Félags- mönnum var það ljóst, að eins og þá stóðu sakir, væri það helgast og skyldast æskulýðnum að ]eggja fram krafta sína í þarfir þess málefnis. Stofnendur félagsins vóru 22, en á árinu liafa alls 32 skrifað undir skuldbindingarskrá félagsins. En þess skal getið, að um þriðjungur félagsmanna heflr ílutst burt af íélags- svæðinu, flesfir til náms, svo að nú i vetur eru að eins um 20 regLulegir félags- menn. Brátt kom það í ljós, að félagsmenn vóru all stórhuga, að því er ýmsar umbæt- ur og framfarir snerti, og það oft langt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.