Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 6
38 SKINFAXI Öiftusamlega leist mér á Skagfirsku fé- lögin og félaga þeirra; væri oss mikill styrkur af þeim. Og trú mín er líka sú, að skamt muni þess að bíða, að þau bæt- ist í hópinn! Veri þau velkomin! Þverá 1 Öxnadai, í desember 1909. Bertiliarð Stefánsson. Að trúa á landið. Eftir Indriða Ilbreiða. —o— III. Ekkert verra getur komið fyrir nokkra þjóð, en að hún hún tapi trúnni á sjálfa sig. Jarðskjáiftar, stríð, eldgos og drep- sóttir geta geysað yfir landið, en á meðan hugdjarft hjarta slær liennar vegna, á hún viðreisnar von; en þá fyrst er hættan fuilkom- in, er vonleysi og víl grípur syni hennar og dætur, þótt hún svo eigi við góðæri og frjósemi að búa. Það er einmitt sú óhamingja vor, sem verður alt að vopni, að vér höfum glatað því, sem hverjum einstakling og hverri þjóð er nauðsynlegast af öllu, vér höfum glatað trúnni á gæði vors eigin lands, og hvernig getur nokkur bóndi búið vel á þeirri jörð, sem hann ekki trúir að geti borgað erfiði hans ! Eins og áður hefir sagt verið, hafa börnin verið alin upp í þessarí trú og til þess þetta geti breytst, þarf að fara að innræta þeinr hið gagnstæða. Hvað ungur nemur gamall temur. Það þarf að kenna unglingunum að þekkja ásigkomulag landsins, kenna þeim að þekkja jarðveginn og nauðsynleg- ustu aðferðir við jarðrækt, kenna þeim að þekkja náttúrufarlandsins og nauðsynlegustu ráð til að afstýra skemdarverkunum náttúr- unnar, og urn leið innræta þeirn ást á landinu og sýna þeirn fram á kosti þess. Eftir eðli sínu ætti þessi fræðsla að vera hlutverk heimilanna og skólanna, en jaín- framt þvi ættu ungmennafélögin að geta mikið í þessu efni. Pau eru sjáifs-uppeidis- skóli þjóðarinnar, sem á að uppyngja hana og gefa henni sinn forna gullaldarbrag, þeg- ar „hetjur riðu um héruð, en skrautbúin skip fyrir landi flutu með fegursta iið,, færand'i varninginn heim“. Vér þurfum um fram alt að trúa þeim sannleik, að móðir vor, Fjallkonan íagra, á nógan auð oss til framfæris, og að það er einungis- undir okkur sjálfum komið, livernig vér notum þann auð, hvort vér eigum bjarta eða dökka framtíð fyrir höndum. ¥01“ eigum að minnast þess, að alt, sem vér erum, eigum vér henni að þakka, og að vér erurn henni skuldug fyrir það. I’að dugar ekki að reita stöðugt og rífa fjaðrirn- ar af fósturjörðinni, vér þurfum að sjá til' þess, að hún missi ekkert fyrir það, setn hún veitir oss af gæðum sínum. Vér höf- um siðferðislega skyldu til að skiia fóstur- jörðunni ónýddri og óskemdri í hendur eftirkomendanna, með því tryggjum vér líka 'oesta framtíð þjóðarinnar. „Iíeimur versnandi fer“ sögðu gömlu mennirnir, þegar þeir sáu jarðspildurnar, sem þeir í hugsunarleysi vóru nýbúnir að reita skógarleifarnar af, orðnar að hrjóstr- ugum melflákum. Þeir gættu þess ekki, að þeim var sjálfum um að kenna, að sökum þess, að þeir reittu síðustu skjól- flíkurnar af móður sinni, var hún orðin „beinaber, með brjóstin nakin og fölvar kinnar". Ó, þú fagra fósturláð, með fjöliin hár og vötnin blá, svona vanþakklát hafa börn- in þín verið, þú berð þess víðasorgiegar minjar. En nú er kominn tími til að bæta „feðr- anna dáðleysi" með framsýni, atorku og ráðdeild, nú er það á valdi vor hinna ungu að nema „Tign úr tindum, traust úr björgum, fegurð úr fjalldölum, en úr foss- um afl.“ Og þá „kennii- eldurinn oss- fjörið, frostið oss herðir, fjöll sýna oss tor- sóttum gæðum að ná“. Gæði lands vors og fegurð, fi ægð og sómi er það, sem vér eigum mest að meta,. en örðugleikunum megum vér þó ekki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.