Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI 2. Það fer nokkuð eftir veðráttu og tíðarfari í vor. T. d. þegar frost er alveg úr jörðu, og írosthætta úti — (15. apríl til 15. maí). — Réttast að tilkynna sambandsstjóra rétt áður, hvenær trjánna verði vitjað. H. V. Frá ritstjóranum. „Skinfaxa" berast nú óðum ritgerðir hvaðanæfa, og er það gott og gleðilegt, að ungmennafélagar ætla að nota blaðið sitt. En sá er gallinn á, að flestar eru ritgerðir þessar svo langar, að engin tiltök er að flytja þær í heilu lagi, og sumar alls ekki ■— fyrst uin sinn. Munið, að „Skin- faxi“ er að eins lítið mánaðarblaðl En vonandi á hann fyrir höndum að „stækka" með aldrinum — því undirtektir manna hafa verið langt fram yfir það, sem eg þorði að gera mér von um í upphafi. — Kaupendur nú um 600, og tel eg það stórgott! Auðvitað þarf þess með, þar sem blaðið er gefið út, án þess að nokkur eyrir só til reksturs þess annar en blað- gjöldin ein. Og verðið þó lágt, 1 kr. árg. Er því nauðsynlegt, að kaupendur reynist vel. Enda er alt útlit á þvi. Margir hafa þegar greitt alt ársgjaldið. En margir eru þó eftir enn. Sökum illra samgangna hefi eg talið rétt að senda kaupendum blaðið þegar við pöntun, þótt eigi hafi fylgt hið ákveðna hálfsársgjald fyrirfram. En nú er svo langt liðið, að allir ættu að hafa gert þau skil. Með 6. tbl. hættir sending blaðs- ins til allra þeirra, sem ekki hafa goldið fyrri hlnta blaðgjaldsins. Og þá á einnig að greiða síðari hlutann með fyrstu póst- um! „Skinfaxi“ er stofnaður á fyrirfram- greiðslunni einni, og verður ]>vi að halda henni framl H. V. Frá ungmennafélaginu „Geisli'* í Að- aldal í hngeyjarþingi. Ungmennafélagið „Geisli" var stofnað vorið 1908. Félagið hefir haldið allmarga fundi, þar sem fram hafa farið ýmsar íþróttir, gíímur, stökk, aflraunir, upplestur o. fl. Siðastliðið vor koin félagið sér upp sund- polli, og fór þar fram sundkensla, og tóku þátt í henni um 20 ungrnenni. Mun félagið hafa í huga að halda þeirri kenslu áfram framvegis. Fleiri framkvæmdir hefir félag- ið í huga í náinni framtíð. En þó býst- eg við, að fjárskortur dragi heldur úr fram- kvæmdum Geislafélagsins, eins og svo- margra annara ungmennafélaga. Bráðlega mun félagið ætla ser að ganga í sambandið. Félagsmenn oru um 40. í stjórn félagsins eru: Konráð Yilhjálmsson gagnfræðingur, Jóhannes Friðlaugsson kenn- ari og Jón Jónsson. Geislungi. Drátturinn á útkomu þessa tölublaðs stafar af ófyiirsjáanlegum töfum í prent- smiðjunni: Prentararnir 'urðu að fara í langferð vikutíma um það leyti, er prenta átti blaðið, rétt áður en febrúarpóstar fóru. Kaupendur vinsamlegast beðnir að virða á betra veg. II. V. Leiðaryísir i skógrækt. Nokkur eintök af „pósa“ þessum, er sambandsstjóri samdi og gaf út í fyrra, eru enn þá til og fást á afgreiðslu „Skinfaxa.“ Yerða þau send ungmennafélögum ókeypis gegn 5 aurum (frímerki) til burðargjalds, meðan upplagið endist. ^aníié því í tíma ! •<K» Prentsmiðja Hafnarfjarðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.