Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI SKINFAXI, mánaðarblað U. M. F. í. kemnr út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. I. Ri tstjórn: Helgi Vallýsson, fíuðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist afgreiðslu „Skinfaxa" Hafnarfirði. yfir efni fram og aðrar ástæður, sem að Jíkindum ræður, um fáment og ungt féiag — Þannig var alimikið um það rætt, að féiagið fengi til eignar dálítinn iandskika tii að brjóta til ræktunar blóma, trjáa og ýmissa matjurta. — En á þessu ári komst það þó eigi i framkvæmd, aðallega fyrir það, að félagið gat. ekki að svo stöddu íengið blet.t á heppil.egum stað. Þá var annað málefni, sem félagið beitt sér fyrir — stórmál miðað við gjaldþol fé-i iagsins. — Var það að koma upp sund- stæði. Félaginu var það ijóst, hversu afarmikla þýðingu það hefði fyrir æskulýðinn að læra sund, eigi að eins frá íþróttalegu sjónar- miði, heldur og fyrir líf og heilbrigðí manna á ýmsan hátt. Félagið fókk heppilegan stað fyrir sund- stæðið hjá Kristnesi í Eyjafirði. — Er þar auðvelt að ná laugarvatni í sundpollinn, þegar svo viil verkast. Verkfróður maður var fenginn til þess að gera kostnaÖará- ætlun, og er hún 360 kr. fyrir utan sund- skýli. Verk þetta hóf félagið þegar í haust, og var þá unnið fyrir kr. 200,00. — Gáfu fé- lagsmenn eitt dagsverk hver, og nokkrir 2—3. — Þar að auki stoínaði féJagið til hlutaveltu í haust, og komu kr. 75 inn fyrir hana. Einnig leitaði félagið fyrirtækinu styrks hjá hreppnum, og vóru því veittar þaðan kr. 25. Á næsta vori hygst íélagið að Ijúka verkinu og byrja þegar á sund- kenslu. Inn á við hefir félagið lagt stund á það, að æfa menn sem mest og best í því að koma hugsunum sínuin og skoðunum fram í ræðuformi, á sem bestu og skipulegustu máli. í því skyni hafa verið valin auðveld málefni, sem allir gætu tekið þátt í. Á því sviði hafa þegar orðið talsverðar framfarir. Einnig hefir félagið haldið út hálfsmánaðarblaði handskrifuðu. Talsverður áhugi er og vaknaður í fé- laginu með að æfa skíðahlaup, og eru menn nú að undirbúa það mál sem best. Heimilisstað sinn hefir félagið á Grund i Eyjafirði. Hafa húsbændur þar, Guðrún Jónsdóttir og kaupmaður Magnús Sigurðs- son R. af Dbr. lánað fólaginu ókeypis hús fyrir fundi sína, og látið félaginu ýmisiegt fleira í té endurgjaldslaust. í viðurkenn- ingarskyni hefir „Framtíð" gert þau hjón að heiðursfélögnm sínum. Undir vernd og umsjá ungmennafélags- ins stendur barnafélag, — „Vorperlan". Þótti ungmennafélögum ófært að útiloka börnin frá félagsskapnum, en á hinn bóg- inn of ung og óþroskuð til þess að skrifa undir skuldbindingarskrá U. M. F. í. Forstöðukona fólagsins, ungfrú Ingibjörg Tryggvadóttir, er einn af félögum „Fram- tíðar“, og greiðir ungmennafólagið allan þann kostnað, sem af barnafélaginu leiðir, því börnin eru tillagsfrí. í stjórn ung- mennafélagsins eru: búfræðingur Jón Guð- laugsson, Hvammi, kennari Vilhjálmur Jó- hannesson, Espihóli og verslunarmaður Hólmgeir Þorsteinsson Grund. Nú um áramótin gekk félagið inn í samband U. M. F. í. og hygst þannig að verða einn þáttuiinn að því að vinna fósturjörðinni gagn og heiður, ein höndin að því að græða og klæöa landið og gera garðinn frægan. Gamalársdag 1909. H. Þ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.