Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 r b Ferð um Skagafjörð. — 0 — Á fjórðungsþingi U. M. F. Norðuriands 1909 var samþykt að skoraáfjórðungSstjórn- ina að útbreiða ungmennafóiögin um fjórð- unginn eftir mætti. Samkvæmt þessu tók eg mór ferð á hendur í byrjun desembermánaðar. Hug- myndin var að ferðast um Skagafjörð, reyna að fá þau ungmennafélög, sem þar eru, til að ganga í samband U. M. F. í., og ef mögulegt væri að stofna ný félög. En aðaltilgangurinn var þó sá að skýra .eftir mætti fyrir mönnum U. M. F. hug- sjónina og kynna þeim sambandið. Eg var í Skagafirði dagana frá 6. tii 14. des, og ferðaðist þar um. Alstaðar var mér tekið með opnum örmum og veittur hinn besti beini, enda eru Skagfiiðingar manna gestrisnastir. En misjafnlega tóku menn erindi mínu. Fjöida margir ung- mennafélagsmenn töldu sig mjög hlynta sambandinu, nokkrir þeirra vildu iáta sín félög ganga í sambandið þegar í stað, en mikiu fleiri töidu það óráð að svo stöddu; félögin ættu ennþá óvissa framtiö o. s. frv., betra að biða við og sjá, hverju fram færi. Enn vóru nokkrir, sem virtust mjög á móti ýmsum ákvæðum sambandsins, svo sem bindindisheitinu. Sumii' álitu einnig stefnuskrá sambandsins of víðlæka. AÖ eins örfáir hreyfðu andmælum gegn því, að íélögin bygðu starf sitt á kristilegum grund- velli. Eg var á fundum í þremur fólögum, og gaf eg þar allar þær upplýsingar, sem eg gat, um sambandið og hvatti félögin til að ganga i það. Fyrsti fundurinn var að Húsey i Hólmi í féiaginu „Fram“ í Seiiuhreppi, þann II. desember. Lýsti fundurinn þvi, að hann óskaði frekari upplýsinga um sambandið og taldi liklegt, að íólagið gengi í það. Þá var eg á íundi í U. M. F. „Framför“ í Li tingsstaðahreppi — að Reykjum þann 12. desember. Fundurinn kvaðst hlyntur sambandinu, en kvað félagið ekki geta að svo stöddu gerst þáttr.akandi í því. IjOks var eg á fundi í U. M. F. „Blöiid- hlíðingaí Akrahrepp, að Ökrum þann 13. desember. Urðu þar allmiklar umræður, og var mikill hiuti fundarmanna eindregið með sambandinu. Að lokum var samþykt tiliaga á þá leið, að fundurinn væri með- mæltur U. M. F. í., en sæi þó fólaginu ekki fært að svo stöddu að ganga í það, en félagið lieitir þó að ganga í sambandið þegar það — félagið — sér tilveru sína trygða á einhvern hátt. Mér er vel kunnugt um örðugleika þá, sem standa þessu fólagi fyrir þrifum, en félagsmenn — og eg með þeim vona, að stærsta örðugleikanum verði rutt úr vegi þegar á næsta ári, og gengur þá U. M. F. Blöndhlíðitiga í sambandið. Eftir því sem eg komst næst, eru það aðallega tvær ástæður gegn því, að Skag- firsku féJögin gangi í sambandið nú þegar. Fyrst að þau telja sig of veik til pess. Vilja ekki vora með, nema þau geti orðið að góðu liði. Og í öðru lagi er verið að hugsa um samband á miili ailra Skagfirsku félaganna, og vilja menn ekki ganga i samband U. M. F. í., fyr en það er komið á, telja svo vafaiaust, að alt Skagfirska sambandið gangi í U. M. F. í. Auk þeirra félaga, sem eg hefi nefnt, eru þessi ungmennafélög í Skagafirði: „Æslcan“ í Staðarhreppi og „Sjálfstœði“ í Viðvíkursveit. Ungmennaíélag er í Hegra- nesinu, þó ekki viti eg nafn þess, og svo er sambandsféJagið „Tindastöll“ á Sauðár- krók. Vel geta og félögin verið fleiri, þó mór sé það ekki kunnugt. Á öllum fundunum, og við einstaka menn, sérstaklega formenn félaganna, gafc eg þess, að félögin gætu verið í samvinnu við sambandið um ýms mál, t. d. íþrótfca- mót og skóggræðslu, þótt ekki gerðust þau nú þegar þátttakendur. Var þessu tekið mjög vel, en ekki veit eg þó, hvað félögin ætla að gera í því efni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.