Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1910, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 gleyma, heldur muna eftir þeim og læra að yfirbuga þá. Með einlægum vilja, hyggindum og áræði tekst það, og þá mun- um vér kornast að raun um að: þótt land- ið „agi oss strangt með sín ísköldu él, þó 4samt tii blíðu, það meinar alt vel:‘. Og vér munum finna til þess, að það er gott að búa á íslandi og unna af alhug Landinu með liamrabeltin háu, hrikalegu gljúfrin, vötnin hláu, landinu mcð frost og funa fjöll og ár, sem á flúðum duna ; landinu með grasi grónar hlíðar, sem geymir afl og líf í skauti tíðar. ------o^o><> Til ungra manria. — 0— 0, munið nú cftir, að margt er ógcrt! Það má ekki svo húið standa. Að loggja fram kraftana væri þvi vert. Þið vitið, að landið er nakið og hert. 0, neytið þá hugvits og handa. Já, vakið og starfið með vet'íyndi og dáð, og vekið þið hvern þanu, er sefur. Og gefið þið fólkinu’ ’in gullvægu ráð, með gullletri verða þá nöfn ykkar skráð, og Guð ykkur kraftana gefur. S. H. * ♦ * Enn þá ein góð áminning tii æskulýðs- ins. Eru þær ætíð mikilsverðar, einkum samt, þegar sá sem áminnir, fylgir þeim sjálfur. Yenjum oss á að kveða i alvöru og eins að taka kvæðin fyrir alvöru. Kvæðaorð hafi sama sannleiksgildi og hvert annað orð. G. H. Frá U, M, F. Reykdæla. Af gefnu tilefni lýsir U, M. F. Reykdæla því yfir, að það sé fyigjandi aðflutnings- ■banni á áfengi, og muni stuðla að frara- kvæmdum þess máls eftir megni. — Sam- þykt með öllum atkvæðum. Fundarhúsi U. M. í'. Reykdæla 23. jan. 1910. Jón Hannesson (formaður). Gaðrím Hannesdóttir (ritari). Verið stuttorðir og gagnorðir! „Skinfaxi" er lítið blað. Margir senda honum ritgerðir. Eru þvi allir, sem í hann rita, vinsamlega beðnir að rita stutta kafla. En það er vandi. Ekki samt ókleift með réttri aðferð. Og ræð eg því þeim, er rita, að reyna þessa aðferð: Hugsaðu fyrst vel um málefnið, skipa hugsunum þínum niður í röð. Gakk svo á röðina og rita upp- kast, les það oft yfir, og gæt alstaðar vel að, hvort orðin séu ekki of mörg, og stryka svo út þau óþörfu. Eg geri þetta oft, hef útstrykað margar margar línur, já hálfar blaðsiður í ritgerðum minum. Og mín reynsla er sú: því styttra, þess betra. G. H. Fyrirspurnir. 1. Þarf ungmennafélag, er sækir um skógtré til sambandsstjórnar U. M. F. í. af skógtrjám þeim, er hún hefir keypt og úthlutar ókeypis ungm.félögum þeim, er í sambandinu eru, að tiltaka í umsókninni hvaða trjátegundir það óskar að fá? 2. Hvenær má ungmennafélag, sem fengið hefir loforð fyrir skógtrjám hjá sambandsstjórn U. M. F. L, vitja þeirra? B. Svar: 1. Eigi er það nauðsynlegt. Best þó að tiltaka trjáfjölda nokkurnvegin. Annars verður trjám þessum úthlutað eftir bestu vitund á allan hátt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.